Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 302. fundur - 26.01.2018

26.01.2018

Árið 2018, föstudaginn 26. janúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, og Eva Hrund Einarsdóttir. Heiða Hilmarsdóttir mætti í forföllum Gunnars I. Birgissonar. Sif Jóhannesdóttir mætti á fundinn fyrir dagskrárlið 3d. Arnór Benónýsson tilkynnti forföll vegna veikinda sem og varamaður hans.

Einnig sátu fundinn Pétur Þór Jónasson framkvæmdastjóri og Linda Margrét Sigurðardóttir verkefnastjóri sem rituðu fundargerð.

 

Fundur hófst kl: 15:00 að lokinni kynningu á aukinni starfsemi SinfoniaNord við upptöku á kvikmyndatónlist og kynningu á aðstöðu og aðstæðum til tónlistarupptöku í Hofi. Þuríður Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurvald Ívar Helgason tæknimaður sáu um kynninguna.

 

1. Uppgjör við lífeyrissjóðinn Brú vegna lífeyrisskuldbindinga.

Lögð fram drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð um uppgjör á lífeyrisskuldbindingum skv. lögum nr. 127/2016. Samkomulagið gerir ráð fyrir heildarkröfu að upphæð 31.905.113 kr. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir þeim athugasemdum sem gerðar voru við uppgjörið og lagði fram tillögu í þremur liðum um að óskað yrði eftir leiðréttingu á viðmiðunarupphæð, að í stað uppgjörs á lífeyrisaukasjóði yrði sótt um heimild til greiðslu 4.5% viðbótariðgjalds og að jafnframt yrði samið um greiðslu á jafnvægissjóði og varúðarsjóði samtals að fjárhæð um 7.5 - 8 mkr.

Stjórn Eyþings felur framkvæmdastjóra að ganga frá málinu í samræmi við framkomna tillögu og afla samþykkis aðildarsveitarfélaga Eyþings vegna fyrirhugaðrar lántöku.

 

2. Rýni og greining á innra starfi Eyþings.

Lögð var fram til kynningar verkefnistillaga frá Róberti Ragnarssyni hjá RR ráðgjöf sem unnin var í samráði við formann og framkvæmdastjóra. Jafnframt var lögð fram kostnaðaráætlun vegna verkefnisins.

Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að ræða áfram við Róbert og skilgreina viðfangsefnið innan ramma fjárhagsáætlunar.

 

3. Sóknaráætlun.

(a)  Fundargerð stýrihóps Stjórnarráðsins, dags. 27. nóvember, 41. fundur.
Lögð fram til kynningar.

(b)  Fundargerðir fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, dags. 8. og 18. janúar, 12. og 13. fundur.
Stjórn staðfestir fundargerðirnar.

(c)   Fundargerðir fagráðs menningar, dags. 14. og 15. janúar, 14. og 16. fundur.
Stjórn staðfestir fundargerðirnar. 

Sif Jóhannesdóttir mætti kl. 16:00. 

(d)  Fundargerð úthlutunarnefndar, dags. 17. janúar, 7. fundur.
Eva Hrund formaður úthlutunarnefndar gerði grein fyrir fundargerðinni. Rætt var um þau álitamál sem upp hafa komið.
Stjórn staðfestir fundargerðina. 

(e)   Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs 1. febrúar á Húsavík.
Dagskrá lögð fram til kynningar. 

(f)    Tillögur að áhersluverkefnum.
Lagt fram yfirlit um samþykkt áhersluverkefni frá og með árinu 2013. Lagðar fram tillögur að nýjum áhersluverkefnum. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verkefnunum og fór yfir þær breytigar sem gerðar hafa verið frá því verkefnin voru kynnt á 301. fundi. Verkefnatillögurnar eru eftirfarandi: 

Innviðagreining á Norðurlandi eystra. Kostnaðaráætlun 14.800.000 kr. Framlag úr Sóknaráætlunar 10.000.000 kr. 

SinfoniaNord - þjónusta og upptaka á sinfónískri kvikmyndatónlist í Hofi. Kostnaðaráætlun 50.060.000 kr. Framlag úr Sóknaráætlun 21.000.000 kr. 

Norðurlandsappið. Kostnaðaráætlun 13.000.000 kr. Framlag úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 7.000.000 kr. Rætt hefur verið um þátttöku SSNV í verkefninu með 3.000.000 kr. framlagi.    

Okkar áfangastaður – markaðsgreining fyrir Norðurland. Kostnaðaráætlun 20.000.000 kr. Verkefnið verði fjármagnað af Sóknaráætlunum Norðurlands eystra og Norðurlands vestra. Framlag úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra 13.500.000 kr. Áætlað er að viðbótarframlag komi frá SSNV. 

Gert hefur verið ráð fyrir að ráðist verði í áhersluverkefni um úrgangsmál á Norðurlandi í samræmi við samþykkt stjórnar á 300. fundi. Verkefnið hefur enn ekki fengist skilgreint og óljóst er um ábyrgðaraðila.                                                                                           

Þá var lögð fram umsókn um að fá verkefnið Gönguleiðir við Eyjafjörð skilgreint sem áhersluverkefni. 

Eva Hrund tók ekki þátt í umræðu um verkefnið SinfoniaNord - þjónusta og upptaka á sinfónískri kvikmyndatónlist í Hofi þar sem hún situr í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. 

Stjórnin samþykkir að fresta afgreiðslu áhersluverkefna til næsta fundar og að tillögur að áhersluverkefnum verði megin efni fundarins. Þá felur stjórnin framkvæmdastjóra að óska eftir forsvarsmenn ofannefndra áhersluverkefna komi á næsta fund stjórnar og geri grein fyrir verkefnunum. 

Umræða varð um framgang markmiða og verkefna Eims. Stjórn Eyþings óskar eftir að framkvæmdastjóri Eims komi á fund stjórnar og geri grein fyrir framvindu verkefna Eims. 

Elías Pétursson óskar eftir að gerð verði greining á dreifingu fjármuna Sóknaráætlunar Norðurlands eystra eftir sveitarfélögum og atvinnugreinum. 

 

4. Álit frá málefnahópum aðalfundar 2017.
Lagt fram til kynningar yfirlit úr álitum málefnahópa frá aðalfundi 2017 sem snúa að stjórn. Stjórnin mun koma sjónarmiðum málefnahópanna á framfæri þar sem við á. Málefnahópunum er þökkuð góð vinna.

 

5. Almenningssamgöngur.
Formaður greindi frá fundi sem starfshópur landshlutasamtakanna um almenningssamgöngur átti með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra þann 24. janúar.

 

6. Fundargerð verkefnaráðs Hólasandslínu 3, dags. 6. desember, 1. fundur.
Lögð fram til kynningar.

 

7. Þingmál.

(a)   Frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignasjóður), 11. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0011.html 
Lagt fram til kynningar. 

(b)  Frumvarp til laga um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 40. mál.
http://www.althingi.is/altext/148/s/0040.html
Lagt fram til kynningar.

 

8. Fundur stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum NA-kjördæmis.
Fundurinn er áformaður þriðjudaginn 13. febrúar kl. 11 í Mývatnssveit. Stjórn felur formanni og framkvæmdastjóra að semja dagskrá með SSA.

 

9. Brothættar byggðir í Eyjafirði.
Þessum dagskrálið var frestað vegna veikinda verkefnisstjóra sem ætlaði að gera grein fyrir verkefninu.

 

10. Önnur mál.
Eva Hrund spurðist fyrir um mögulegar breytingar á vistun fundargagna. Framkvæmdastjóri upplýsti að það yrði skoðað nánar. 

 

Fundli slitið kl. 17:15

Linda Margrét Sigurðardóttir og

Pétur Þór Jónasson rituðu fundargerð.

Getum við bætt síðuna?