Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 29.01.2013

04.03.2014

Stjórn Eyþings

251. fundur

 

Árið 2014, miðvikudaginn 29. janúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson, Halla Björk Reynisdóttir,  Sigurður Valur Ásbjarnarsonar og Arnór Benónýsson varamaður Siggeirs Stefánssonar sem boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 14:40.

Þetta gerðist helst.

 

  1. 1.        Fundargerð fulltrúaráðs Eyþings, dags. 11. desember 2013, 1. fundur.

Lögð fram ítarleg fundargerð. Nokkur umræða varð um þennan fyrsta fund fulltrúaráðs sem að mati stjórnar sannaði gildi sitt.

 

  1. 2.        Menningarsamningur.

Lögð fram greinargerð og athugasemdir Eyþings, dags. 16. janúar, vegna endurnýjunar menningarsamninga og tillögu að nýrri reiknireglu um skiptingu fjármagns. Arnór, Geir og Pétur greindu frá fundi Eyþings og SSA með þingmönnum NA-kjördæmis 16. janúar og fundi sama dag með ráðherra sem Arnór formaður menningarráðs og menningarfultrúi sátu ásamt fulltrúum SSA.

Tilkynning hefur borist frá ráðuneytinu um að eldri viðmið verði notuð að þessu sinni við skiptingu fjármagns milli landshluta og 10% hagræðingarkrafa látin koma jafnt á alla samninga. Auk þess að upphæð til stofn- og rekstrarstyrkja verði haldið aðskildri frá upphæð til verkefnastyrkja innan samnings, enda greiða sveitarfélögin mótframlag vegna verkefnastyrkja en ekki vegna stofn- og rekstrarstyrkja.

 

Halla Björk mætti til fundarins undir þessum dagskrárlið.

 

  1. 3.        Almenningssamgöngur.

(a)      Fundargerðir nefndar um almenningssamgöngur, dags. 29. ágúst, 1. október og 9. janúar, 24. – 26. fundur.

Lagðar fram.

(b)     Minnisblað frá fundi 24. janúar með Strætó bs. og yfirlit um stöðu verkefnisins.

Pétur fór yfir minnisblaðið en ítarlega var farið yfir ýmsa þætti á fundinum sem var mjög gagnlegur. Geir greindi frá fundi sem þeir Sigurður sátu í innanríkisráðuneytinu 19. desember. Þá átti Sigurður fund með vegamálastjóra 10. janúar. Á þessum fundum kom fram eins og áður að ráðuneytið muni taka fjármögnun verkefnisins til ítarlegrar skoðunar. Geir og Pétur áttu fund með vegamálastjóra 16. janúar og opnuðu umræðu um þann möguleika að Vegagerðin taki við verkefninu af Eyþingi ef ekki tekst að fá viðunandi lausn á rekstrarvandanum.

Getum við bætt síðuna?