Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 27.09.2013

27.11.2013

Stjórn Eyþings
246. fundur

Árið 2013, föstudaginn 27. september, kom stjórn Eyþings saman til fundar á skrifstofu Grýtubakkahrepps á Grenivík. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarsonar. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 11:15.
Þetta gerðist helst.

1. Aðalfundur 2013.

(a) Skýrsla stjórnar.
Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2012 – 2013 var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(b) Fjárhagsáætlun.
Samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2013. Talsverðar breytingar eru lagðar til, einkum vegna kostnaðar við umsýslu almenningssamgangna.
Samþykkt að leggja tillögu að áætlun fyrir árið 2014 fyrir aðalfund. Samkvæmt henni nema framlög sveitarfélaganna 3 milljónum kr. auk kostnaðar vegna fulltrúa á aðalfundi. Stjórnin felur fjárhagsnefnd aðalfundar að skoða frekari hækkun með hliðsjón af tillögu að lagabreytingum og þörf á viðbótarstarfi.

(c) Tillaga að lagabreytingum.
Pétur fór yfir tillöguna fór yfir tillöguna sem í meginatriðum felur í sér fjölgun í stjórn úr fimm í sjö og að kosið verður sérstakt 20 manna fulltrúaráð. Þetta er gert til að tryggja virkari aðkomu sveitarfélaganna að vaxandi starfsemi Eyþings. Tillagan, sem send var í fundargögnum, var áður borin undir lögfræðing.

(d) Greinargerð um almenningssamgöngur.
Sigurður fór yfir ítarlega greinargerð sem lögð verður fram á aðalfundi.

(e) Starfsmenn fundarins.
Lögð var fram tillaga að fundarstjórum og riturum sem lögð verður fyrir aðalfundinn. Valtýr Sigurbjarnarson hefur verið ráðinn ritari fundarins.

2. Almenningssamgöngur.
Geir fór yfir þá vinnu sem staðið hefur yfir undanfarið vegna rekstrarvanda almenningssamgangna. Tekist hefur að koma í veg fyrir að þær stöðvist. Þá greindi hann sérstaklega frá þeim aðgerðum sem ráðgert er að grípa til þannig að hægt verði að rétta reksturinn af. Óhjákvæmilegt er að draga eitthvað saman í þjónustu og miða hana við fjölfarnari leiðir fyrst um sinn.

Fundi slitið kl. 12:35.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?