Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 26.08.2013

26.08.2013

 

Stjórn Eyþings

244. fundur

 

Árið 2013, mánudaginn 26. ágúst, kom stjórn Eyþings saman til símafundar. Í Strandgötu 29 voru mætt Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Guðný Sverrisdóttir ásamt Pétri Þór Jónassyni framkvæmdastjóra og Þórði Stefánssyni bókara. Í síma voru Dagbjört Bjarnadóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.

Fundur hófst kl. 10:35.

Þetta gerðist helst.

 

1.        Almenningssamgöngur.

Geir fór yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í rekstri almenningssamgangna á vegum Eyþings. Fyrir liggur að verkefnið er komið í greiðsluþrot. Hann rifjaði upp þær ákvarðanir sem teknar voru á síðasta fundi stjórnar en ekki tókst að ná fundi með þingmönnum í júlí og ekki tókst að fá fund með innanríkisráðherra fyrr en 11. september nk.

Pétur greindi frá svörum sveitarfélaganna við ósk stjórnar um heimild til að taka yfirdráttarlán til að geta staðið við greiðslur skv. samningum. Nokkur sveitarfélaganna frestuðu afgreiðslu þar til niðurstaða af fundi með ráðherra liggur fyrir og eitt sveitarfélag hafnaði erindinu. Svör liggja ekki fyrir frá þremur sveitarfélögum. Niðurstaðan er því að ekki er heimild til að taka yfirdráttarlán.

Þórður fór yfir greiðslustöðuna en ekki er mögulegt að greiða alla þá reikninga sem eru gjaldfallnir. Benti á að mikilvægt er að reyna að komast hjá bótakröfum.  Til að hægt sé ljúka uppgjöri við verktakann í dag vantar 1,5 mkr.

Stjórnin samþykkti eftirfarandi:

·         Greiðsla til HBA verður leyst í dag með 1,5 mkr. millifærslu frá Eyþingi. Ekki er hægt að ganga frekar að sjóði Eyþings.

·         Ljúka þarf við að færa allt bókhald Eyþings til að fá glögga mynd af rekstrarstöðu sambandsins í heild.

·         Greiðsla til Strætó verður dregin. Sigurði falið að hafa samband við Strætó.

·         Greiðsla til SSV verður dregin. Pétri falið að hafa samband við SSV.

·         Óskað verði eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins og tillaga gerð um 4. september sem fundardag. Á fundinn verði einnig boðaðir forsvarsmenn sveitarfélaganna. Pétri falið að koma fundinum á.

·         Fundur hefur verið bókaður með innanríkisráðherra 11. september. Geir og Sigurður munu fara. Lagt til að Pétur og lögmaður fari einnig.

 

 

·         Sigurður boði til fundar í nefnd um almenningssamgöngur. Pétur og Geir mæti einnig.

·         Óskað er eftir að Smári Ólafsson ráðgjafi komi á fund með fulltrúum stjórnar og nefndar um almenningssamgöngur. Pétri falið að hafa samband við Smára.

·         Fundur verði með Ólafi Rúnari Ólafssyni lögmanni en hann hefur tekið til skoðunar þá samninga sem gerðir hafa verið, einkum forsendur og uppsagnarákvæði. Pétur og Geir munu mæta.

·         Málið verði kynnt fyrir Guðjón Bragasyni lögfræðingi hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga og m.a. fengið álit hans á ábyrgð sveitarfélaganna. Guðnýju og Pétri falið að ræða við Guðjón.

Stjórnin bindur vonir við að fundir með innanríkisráðherra og þingmönnum kjördæmisins leiði til úrlausnar varðandi rekstrarvanda almenningssamgangna á vegum Eyþings þannig að unnt verði að halda áfram að þróa þessa mikilvægu þjónustu. Takist það ekki sér stjórnin ekki önnur úrræði en að skila verkefninu aftur til Vegagerðarinnar.

 

Dagbjört þurfti að yfirgefa fundinn kl. 11:10.

 

 

Fundi slitið kl. 11:35.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?