Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 25.01.2017

28.02.2017

Árið 2017, miðvikudaginn 25. janúar, hélt stjórn Eyþings kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson, Eva Hrund Einarsdóttir, Gunnar I. Birgisson og Sif Jóhannesdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 15:30. 

Þetta gerðist helst.

1. Úrgangsmál á Norðurlandi.

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar og Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

Lagðir voru fram minnispunktar frá ráðstefnu Eyþings og SSNV um úrgangsmál á Norðurlandi sem haldin var 2. maí 2016. Í lok ráðstefnunnar voru settar fram tillögur um næstu skref og áframhaldandi samstarf í málaflokknum. Þar var áhersla á að formgera samstarf sveitarfélaganna og skoða kosti einnar brennslu fyrir Norðurland. Eiríkur og Kristján eiga sæti í þriggja manna nefnd sem vinnur að málinu.

Eiríkur og Kristján fóru yfir stöðu mála og sögðu að áherslan hefði einkum beinst að brennslum. Þeir sögðu að aðeins hefði komið rof í samstarfið við Norðurland vestra auk sem þeir sögðu að bakland vantaði í Umhverfisstofnun og ráðuneyti til að fylgja málum eftir. Það væri þó að þeirra mati algerlega nauðsynlegt að ríkið stigi inn í málið og vísuðu m.a. til aðkomu ríkisins að rekstri brennslustöðva í Svíþjóð.

Álit stjórnar var að lítið hefði áunnist í málinu og að nauðsynlegt væri að fá skýra afstöðu Norðurlands vestra til áframhaldandi samstarfs um úrgangsmál. Stilla þurfi í framhaldi upp sviðsmyndum og setja fram ákveðna tillögu sem lögð verði fyrir umhverfisráðherra. Óskað verði svars við því hvort ríkið er tilbúið að koma til samstarfs um framkvæmd þeirrar tillögu.

Stjórnin óskar eftir því við Eirík Björn og Kristján Þór að þeir vinni tillögu að lausn í samstarfi við fulltrúa Norðurlands vestra og í samræmi við ofanritað. Óskað er eftir að þeir hraði þeirri vinnu og komi aftur til fundar með stjórn Eyþings þegar tillagan liggur fyrir.

2. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

Lögð voru fram gögn, m.a. frá öðrum landshlutasamtökum, og drög að tillögu varðandi skipun í nefndir uppbyggingarsjóðs. Einnig var lagt fram minnisblað frá Guðjóni  Bragasyni  lögfræðingi  Sambands  íslenskra s veitarfélaga,  dags. 7. júní 2016, um sérstakt hæfi við styrkveitingar úr uppbyggingarsjóði. Stýrihópur Stjórnarráðsins hefur vísað til minnisblaðsins til viðmiðunar

Nokkur umræða var um skipan í fagráð og úthlutunarnefnd. Ákveðið var að taka málið til umfjöllunar á næsta aðalfundi Eyþings og fá fram sjónarmið hvernig að skipan fagráða og úthlutunarnefndar yrði staðið í framtíð og þá m.a. hvort setja eigi hámarkstíma á nefndarsetu sem og setu stjórnamanna í þeim.   Að umræðu lokinni samþykkti stjórnin eftirfarandi tillögu að skipan:

(a)     Skipun í fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega.

Sigurður Steingrímsson formaður, Akureyri
Heiðrún Óladóttir, Þórshöfn
Snæbjörn Sigurðarson, Húsavík
Sigríður María Róbertsdóttir, Siglufirði
Eiríkur H. Hauksson, Svalbarðsstrandarhreppi

Til vara:    
Brynhildur Bjarnadóttir, Eyjafjarðarsveit
Rúnar Sigurpálsson, Akureyri                    

(b)     Skipun í fagráð menningar til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega.

Arnór Benónýsson  formaður, Þingeyjarsveit.
Valdimar Gunnarsson Eyjafjarðarsveit.
Andrea Hjálmsdóttir, Akureyri.
Hildur Stefánsdóttir Svalbarðshreppi.

Til vara:
Guðrún Kristín Jóhannsdóttir, Húsavík
Gunnar I. Birgisson, Fjallabyggð      

Framkvæmdastjóra er falið að leita eftir tilnefningu eins aðalmanns og varamanns hans frá Háskólanum á Akureyri. 

(c)      Skipun í úthlutunarnefnd til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega.

Formenn fagráða eiga sæti í úthlutunarnefnd en auk þeirra eru skipaðir:

Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri, formaður
Birna Björnsdóttir, Raufarhöfn
Sigrún Stefánsdóttir, Akureyri

Til vara:
Dagbjört Bjarnadóttir, Skútustaðahreppi
Valdemar Þór Viðarsson, Dalvíkurbyggð           

Þegar varamaður er kallaður til skal að jafnaði við það miðað að kona komi í stað konu og karl í stað karls.

3. Úttekt á kostum og göllum sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Lagt fram verktilboð RHA vegna úttektar á kostum og göllum sameiningar Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.
Stjórnin samþykkir að fela framkvæmdastjóra að ræða við forstöðumann RHA í samræmi við umræðu á fundinum.

4. Til kynningar:

(a)     Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga – áformaðir kynningarfundir.

Lagt var fram bréf, dags. 4. janúar sl., frá formanni verkefnisstjórnar, ásamt tölvupósti frá Stefnaíu Traustadóttur í innanríkisráðuneytinu. Kynntar eru óskir um fundi með kjörnum fulltrúum sveitarfélaga, framkvæmdastjórum og stjórnum og starfsmönnum landshlutasamtaka.

Stjórnin samþykkir að óska eftir að fundir verði haldnir á Akureyri og Húsavík en stefnt er að fundum í fyrri hluta febrúar.

(b)     Fundur formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtakanna með formönnum stjórnmálaflokkanna, haldinn 19. janúar.

Formaður og framkvæmdastjóri fóru yfir fundargerðina og lýstu yfir mikilli ánægju með fundinn.

(c)      Drög að byggðaáætlun 2017 -2023.

Formaður gerði í stuttu máli fyrir áætluninni sem hann taldi vel fram setta.

(d)     Fundargerð aðalfundar 2016.

Lögð fram.

5. Önnur mál.

Formaður og framkvæmdastjóri sögðu frá fundi sem þeir áttu meðforsvarsmönnum Arnarlax þann 12. janúar.

Sameiginlegur fundur stjórnar Eyþings og SSNV um raforkumál o.fl. er í undirbúningi. 

Fundi slitið kl. 17:10.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?