Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 23.02.2013

23.02.2013

 

Stjórn Eyþings

240. fundur

 

Árið 2013, miðvikudaginn 20. febrúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. 

Fundur hófst kl. 13:00.

Þetta gerðist helst.

 

1.        Sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2013.

Áætlunin var send til stýrinets stjórnarráðsins 15. febrúar. Viðbragða er að vænta frá stýrinetinu á næstu dögum.

Stjórnin lýsir yfir ánægju með þá vinnu sem fram hefur farið og niðurstöður hennar.

 

2.        Fundargerð aukafundar Eyþings 12. febrúar 2013.

Stjórnin samþykkir fundargerðina með smávægilegum ábendingum um orðalag. Rætt var um þær tillögur sem samþykktar voru um skipulag Eyþings. Endurskoða þarf lög Eyþings fyrir næsta aðalfund með tilliti til skipunar fulltrúaráðs og fjölgunar í stjórn. Stjórnin velti jafnframt upp þeim möguleika að kalla saman fulltrúaráð til reynslu þrátt fyrir að lagastoð vanti.

 

3.        Tölvupóstur frá innanríkisráðuneytinu, dags. 11. febrúar, um samráð við mótun innanríkisstefnu. Vísað er í gögn á slóðinni:

       http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28421

Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga um hvernig önnur landshlutasamtök hafa brugðist við erindinu. Jafnfram var því beint til formanns og framkvæmdastjóra að setja þetta mál á dagskrá fundar landshlutasamtakanna sem áformaður er 14. mars.

 

4.        Bréf frá Northern Research Forum (NRF), dags. 17. janúar, með ósk um þátttöku Eyþings í gestgjafanefnd ráðstefnu Rannsóknaþings norðursins (NRF) og Evrópuverkefnis ENECON, sem haldin verður á Íslandi 22. – 23. ágúst 2013.

Stjórnin samþykkir að Geir Kristinn Aðalsteinsson taki sæti í nefndinni.

             

5.        Þingmál.

(a)      Frumvarp til laga um náttúruvernd (heildarlög), 429. mál.

www.althingi.is/altext/141/s/0537.html       

Lögð voru fram drög að umsögn sem Valtýr Sigurbjarnarson hafði tekið saman fyrir stjórnina. Stjórnin samþykkir umsögnina.

(b)     Tillaga til þingsályktunar um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, 470. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0604.html       

Lögð fram.

 

 

(c)      Tillaga til þingsályktunar um endurbætur björgunarskipa, 471. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0605.html       

Lögð fram.

(d)     Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, 449. mál.

www.althingi.is/altext/141/s/0563.html

Lagt fram.    

(e)      Frumvarp til sveitarstjórnarlaga (fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa og efling íbúalýðræðis). www.althingi.is/altext/141/s/0211.html       

Lagt fram.

(f)       Tillaga til þingsályktunar um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll, 174. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0175.html       

Lögð fram.

(g)      Tillaga til þingsályktunar um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum, 193. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0196.html

Lögð fram.

(h)     Tillaga til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0084.html       

Lögð fram.

(i)        Frumvarp til laga um búfjárhald, 282. mál.

 www.althingi.is/altext/141/s/0315.html

Stjórnin gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

(j)       Frumvarp til laga um velferð dýra (heildarlög), 283. mál. www.althingi.is/altext/141/s/0316.html

Lagt fram.

(k)     Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál.

 www.althingi.is/altext/141/s/0968.html

Lagt fram.

 

6.        Til kynningar.

(a)      Fundargerðir landshlutasamtaka sveitarfélaga.

Lagðar fram.

(b)     Dagskrá málþings Sambands ísl. sveitarfélaga um byggðamál. 14. mars í Reykjavík.

Á málþinginu verður farið yfir reynslu landshlutasamtakanna af svokölluðum TAIEX-ferðum til annarra Evrópulanda til að kynna sér fyrirkomulag byggðamála, áætlanagerð fyrir svæði og svæðasamvinnu sveitarfélaga.

(c)      Kynning á námskeiði í Brussel um byggðastefnu ESB 20.-22. mars.

Fram kom að Sigurður Valur mun fara í ferðina.

 

7.        Samstarf menningarráða.

(a)      Fundargerð frá fundi menningarfulltrúa og formanna 30. janúar 2013.

Lögð fram.

(b)     Fundargerð frá fundi menningarfulltrúa 31. janúar 2013.

Lögð fram.

 

(c)      Ályktun um endurnýjun menningarsamninga, dags. 30. janúar 2013.

Ályktunin kemur einnig fram í fundargerðinni frá 31. janúar. Stjórnin telur mikilvægt að ályktunin verði tekin til umræðu á næsta samráðsfundi stýrinetsins og landshlutasamtakanna um sóknaráætlun.

 

8.        Önnur mál.

(a)      Fjarskiptaverkefnið.

       Spurst var fyrir um stöðu verkefnisins. Framkvæmdastjóri upplýsti að innanríkisráðuneytið hafi viðrað hugmyndir um breyttar áherslur í verkefninu þannig að það beinist einkum að öryggismálum. Ekki liggur fyrir niðurstaða.

 

(b)     Vaðlaheiðargöng.

       Pétur greindi frá að 36 umsóknir hafi borist um starf framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga hf. og munu viðtöl við nokkra úr hópi umsækjenda fara fram á næstu dögum.

 

 

 

Fundi slitið kl. 14:55.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

 

Getum við bætt síðuna?