Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 18.06.2014

22.01.2015

Stjórn Eyþings

255. fundur

 

Árið 2014, miðvikudaginn 18. júní, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru: Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson,  Sigurður Valur Ásbjarnarsonar og Siggeir Stefánsson sem var í síma. Ólafur Jónsson var mættur í stað Höllu Bjarkar Reynisdóttur sen boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 13:20.

 

Þetta gerðist helst.

 

  1. Sóknaráætlun 2014.

Til ráðstöfunar eru 12.348.000 kr. Lögð var fram tillaga að þremur verkefnum, ásamt tilheyrandi upplýsingum, í samræmi við umræður á síðasta stjórnarfundi. Verkefnin eru: Atvinnulíf og menntun – ný nálgun í símenntun, Sjálfbær orkuframleiðsla í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og Sjónvarpstengt kynningarefni. Tillögurnar hafa verið sendar stýrihópi Stjórnarráðsins.

Stjórnin lýsir yfir ánægju með verkefnin.

  1. Almenningssamgöngur.

Engar nýjar upplýsingar eða úrræði hafa komið fram af hálfu ríkisins sem breyta þeirri ákvörðun að skila verkefninu f.o.m. næstu mánaðamótum. Uppsögn verkefnisins tekur gildi 1. júlí.

Stjórnin samþykkir annars vegar að leita eftir upplýsingum um starf nefndar um úttekt á almenningssamgöngum og hins vegar að óska eftir fundi með vegamálastjóra í næstu viku.

 

  1. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 4. júní, um umdæmamörk nýrra sýslumannsembætta og staðsetningu skrifstofa.

Óskað er umsagnar stjórnar. Stjórnin samþykkir að taka ekki afstöðu til málsins.

  1. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 5. júní, um umdæmamörk nýrra lögregluumdæma og staðsetningu skrifstofa.

Óskað er umsagnar stjórnar. Stjórnin samþykkir að taka ekki afstöðu til málsins.

 

  1. Bréf frá Landsneti, dags. 12. maí, kynning á drögum að umhverfisskýrslu kerfisáætlunar 2014-2023 (frestað á 254. fundi).

Stjórnin lýsir yfir ánægju með áætlun um langþráðar framkvæmdir í tengslum við Þeistareyki og Bakka. Stjórnin hefur hins vegar miklar áhyggjur af óöryggi í afhendingu rafmagns annars vegar í Eyjafirði, ekki síst í Fjallabyggð, og hins vegar á norðausturhluta landsins, í Langanesbyggð og Norðurþingi.

 

 

  1. Fundargerðir landshlutasamtaka.

Lagðar fram til kynningar.

  1. Fundargerð frá aðalfundi Greiðrar leiðar ehf. 10. júní sl.

Lögð fram. Fundinum var frestað með dagskrártillögu og verður fram haldið 14. ágúst nk.

  1. Aðalfundur Norðurslóðanets Íslands, boðaður mánudaginn 30. júní nk. að Borgum.

Samþykkt að formaður sitji fundinn.

  1. Aðalfundur Eyþings 2014.

Stjórnin samþykkir að halda sig við áður samþykkta dagsetningu og verður fundurinn haldinn 3. og 4. október að Narfastöðum í Þingeyjarsveit.

 

  1. Önnur mál.

(a)     Formaður og framkvæmdastjóri sóttu sumarfund landshlutasamtakanna 12. og 13. júní í Reykjanesbæ. Formaður sagði frá umæðum á fundinum, einkum um sóknaráætlun og byggðamál. Áhyggjur komu þar fram yfir skipulagsleysi og ósamræmi sem virðist í framkvæmd þeirra mála af hálfu ríkisins þar sem m.a. er farið að setja á fót pólitískar nefndir við hlið sóknaráætlunar.

(b)     Framkvæmdastjóri fór yfir ábendingar varðandi starf og skipun minjaráðs. Stjórnin felur honum að koma ábendingunum á framfæri við minjavörð.

 

Fundi slitið kl. 14:45

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð

Getum við bætt síðuna?