Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 16.12.2011

16.12.2011
Stjórn Eyþings
226. fundur

Árið 2011, föstudaginn 16. desember, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 13:45.

 

Þetta gerðist helst.
 

 

1. Fundargerð menningarráðs, dags. 14. nóvember, 34. fundur.
Lögð fram.

 

2. Almenningssamgöngur á Norðausturlandi.
(a) Fundargerðir nefndar um almenningssamgöngur, dags. 6. okt., 27. okt., 14. nóv. og 8. desember, 1. - 4. fundur.

Sigurður Valur formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðirnar og feril málsins. Gerði m.a. grein fyrir vinnu Smára Ólafssonar samgöngu-verkfræðings hjá VSÓ sem skoðað hefur kosti þess að landshlutasamtökin taki verkefnið yfir.
Niðurstaða nefndarinnar er að leggja til að Eyþing yfirtaki verkefnið með samningi við Vegagerðina nú um áramótin og framlengi samninga við núverandi verktaka til ársloka 2012. Vinna þurfi að því að tryggja fjármagn frá ríkinu í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar um eflingu almenningssamgangna.
(b) Drög að samningum.
Lögð voru fram drög að samningi við Vegagerðina ásamt fyrstu drögum að samningi við verktaka, samstarfssamningi sveitarfélaganna og samningi viðkomandi landshlutasamtaka um almenningssamgöngur milli Akureyrar og Reykjavíkur og milli Akureyrar og Egilsstaða.
Stjórnin samþykkir að ganga til samninga við Vegagerðina um yfirtöku almenningssamgangna á Norðurlandi eystra frá og með næstu áramótum og var framkvæmdastjóra falið að vinna að frágangi samninga. Stjórnin samþykkir jafnframt að fela nefnd um almenningssamgöngur að starfa áfram að endurskoðun og endurskipulagningu almenningssamgangna á svæðinu og undirbúa útboð verkefnisins í framhaldi. Leitað verður til Smára Ólafssonar um sérfræðiaðstoð.

 

3. Aðgerðaáætlun Eyþings 2011 – 2012/Ályktanir aðalfundur 2011, (Mál til stjórnar).
Samþykkt var að fresta umfjöllun um þennan dagskrárlið að undanskilinni ályktun um „Ísland allt árið“ en aðalfundurinn lýsti sterkum vilja til þess að sveitarfélög á Norðurlandi verði sýnilegir þátttakendur í verkefninu og skoraði á sveitarstjórnir að leggja til það fjármagn sem þarf.
Lagt var fram tölvubréf, dags. 28. nóvember, frá forstöðumanni Markaðsskrifstofu Norðurlands. Þar vísar hann til samtala á aðalfundi Eyþings og  ítrekar mikilvægi þess að Norðurland komi sterkt að þessu verkefni, sem er hluti af „Inspired by Iceland“,  til að geta haft áhrif á áherslur þess. Rætt hefði verið um að sveitarfélögin á Norðurlandi legðu til 1.750.000 kr. auk 250.000 kr. framlags Markaðsskrifstofunnar.
Fram kom í máli stjórnarmanna að sveitarfélögin væru í fjárhagsáætlunum sínum að gera ráð fyrir umtalsverðum peningum í markaðssetningu Akureyrarflugvallar í gegnum Markaðsskrifstofuna. Ekki þýddi því að fara fram á peninga í þetta verkefni að auki. Stjórnin samþykkir því að Eyþing leggi fram 1 milljón kr. til verkefnisins fyrir sveitarfélögin í þeirri von að með því verði hægt að tryggja þátttöku landshlutans í verkefninu.

 

4. Þingmál.
(a) Tillaga til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi, 7. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0007.html 
Lagt fram.
(b) Frumvarp til laga um fólksflutninga og farmflutninga á landi (einkaleyfi), 192. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0197.html 
Stjórn Eyþings tekur undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. nóvember sl.
(c) Frumvarp til laga um stimpilgjald (afnám stimpilgjalds vegna kaupa á íbúðarhúsnæði), 44. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0044.html
Lagt fram.
(d) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 32. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0032.html
Lagt fram.
(e) Tillaga til þingsályktunar um höfuðborg Íslands, 29. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0029.html
Lagt fram. 
(f) Frumvarp til laga um varnarmálalög og lög um tekjustofna sveitarfélaga (fasteignaskattur af ratsjárstöðvum), 203. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0208.html
Lagt fram.
(g) Frumvarp til laga um náttúruvernd (refsingar fyrir náttúruspjöll), 63. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0063.html
Lagt fram.
(h) Tillaga til þingsályktunar um styttingu Þjóðvegarins milli höfuðborgar-svæðisins og Norðausturlands, 36. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0036.html 
Á vettvangi Eyþings hefur það sjónarmið verið ríkjandi að mikilvægt sé að halda opnum þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til að stytta hringveginn. Í því felst ekki að skipulagsvald sveitarfélaga sé dregið í efa. Vísað er til eftirfarandi ályktunar frá aðalfundi Eyþings:
„Aðalfundur Eyþings, haldinn á Húsavík 7. og 8. október 2011, leggur áherslu á nauðsyn þess að hringvegurinn verði styttur. Fyrir liggur að stytting hans er þjóðhagslega hagkvæm og að framkvæmdin þjónar því heildarhagsmunum íbúa og fyrirtækja í landinu.“
(i) Frumvarp til laga um náttúruvernd (akstur utan vega o.fl.), 225. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0231.html 
Lagt fram.
(j) Tillaga til þingsályktunar um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 106. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0106.html 
Lagt fram.
(k) Tillaga til þingsályktunar um þjóðgarð við Breiðafjörð norðanverðan, 238. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0244.html 
Lagt fram.
(l) Tillaga til þingsályktunar um Fjarðarheiðargöng, 127. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0127.html 
Lagt fram.
(m) Tillaga til þingsályktunar um nýsköpunarátak til að stórefla heilsársferðaþjónustu úti á landi, 37. mál.  
www.althingi.is/altext/140/s/0037.html 
Lagt fram.
(n) Frumvarp til laga um fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun (gjaldtaka), 362. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0438.html
Lagt fram.

 

5. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 26. september, vegna útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs 2012 – 2023 o.fl.
Lagt fram.

 

6. Bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 25. október, um landsskipulagsstefnu 2012 – 2024 og tilnefningu Eyþings í samráðsvettvang.
Samþykkt var að tilnefna Hönnu Rósu Sveinsdóttur í samráðsvettvanginn.

 

7. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 3. nóvember, með ósk um umsögn um drög að nýrri skipulagsreglugerð.
Lagt fram.

 

8. Fundargerð formanna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga 12. október.
Lögð fram.

 

9. Fundargerð Sambands ísl. sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaga 14. október.
Lögð fram.

10. Fundargerð formanna og framkvæmdastjóra Eyþings og SSA 15. nóvember.
Lögð fram.

 

11. Til kynningar.
(a) Fundargerð aðalfundar SASS 28. og 29. október 2011.
Lögð fram.
(b) Greinargerð starfshóps um stoðkerfi atvinnu og byggða á Vestfjörðum, dags. 11. nóvember 2011.
Lögð fram.
(c) Fréttatilkynning frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, dags. 28. nóvember, um breytingar í stoðkerfi atvinnulífs og byggða á Vestfjörðum.
Lögð fram.

 

12. Tilnefning fulltrúa í vatnasvæðisnefnd (svæði 2).
Borist hafa tölvubréf frá nokkrum sveitarfélögum við Eyjafjörð (Hörgársveit, Akureyrarbær, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakka-hreppur) þar sem þau óska eftir að Eyþing tilnefni sameiginlegan fulltrúa í nefndina. Einnig lagt fram afrit af bréfi Umhverfisstofnunar til sveitarfélaganna, dags. 21. október, en þar kemur m.a. fram að sveitarfélögunum sé heimilt að sameinast um fulltrúa í nefndina.
Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun verður kostnaði vegna nefndarstarfa haldið í lágmarki. Af hálfu stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga hefur verið lögð áhersla á að ríkinu beri að greiða þann kostnað sem hlýst af ferða- og dvalarkostnaði nefndarmanna, enda hér um að ræða verkefni ríkisins.
Stjórnin samþykkir að tilnefna Jónas Vigfússon sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit sem sameiginlegan fulltrúa þeirra sveitarfélaga á starfssvæðinu sem þess óska.

 

13. Skipun í fjallskila- og markanefnd skv. 2. grein fjallskilasamþykktar fyrir sveitarfélög við Eyjafjörð.
Samþykkt var að skipa Guðmund Skúlason Hörgársveit og Þórarinn Inga Pétursson Grýtubakkahreppi til setu í nefndinni ásamt markaverði fjallskilaumdæmisins sem er formaður nefndarinnar.

 

14. Safnliðir fjárlaga – skipting fjárveitingar milli landshluta.
Bergur fór yfir þær hugmyndir sem fram hafa komið um skiptingu fjármagns, en stefnt var að því að landshlutasamtökin kæmu sér saman um gegnsæjar reglur um skiptingu (sjá einnig dagskrárliði 8 og 10). Um tíma leit út fyrir að sátt gæti náðst um tillögu sem Bergur setti fram en nú liggur fyrir að ekki verður lögð fram sameiginleg tillaga og skiptingin því í höndum mennta- og menningarmálaráðuneytisins.
Stjórn Eyþings lýsir yfir áhyggjum yfir því að minni fjármunir muni koma til ráðstöfunar í landshlutanum af safnliðum fjárlaga en verið hefur. Sú staða getur sett tiltekin menningarverkefni á starfssvæðinu í uppnám. Mikilvægt er að svigrúm verði til einhverra nýrra verkefna.
Ákveðið að ræða þessar breytingar við þingmenn kjördæmisins.

 

15. Boðun ráðstefnu 16. janúar nk. um áætlanagerð vegna þátttöku í byggðastefnu ESB.
Lögð fram.

 

16. Skatttekjur og ríkisútgjöld í Norðausturkjördæmi.
Jón Þorvaldur Heiðarsson mætti á fundinn kl. 15 til að kynna helstu niðurstöður úr verkefninu sem unnið hefur verið að á vegum RHA fyrir Eyþing og SSA. Þóroddur Bjarnason ætlaði einnig að mæta á fundinn en forfallaðist.
Jón fór yfir niðurstöður verkefnisins með sérstakri áherslu á heilbrigðismál og menningarmál. Ekki verður gengið frá lokaskýrslu um verkefnið fyrr en eftir áramót en beðið er viðbótarupplýsinga.
Nokkur umræða varð um spurningar sem vakna í tengslum við verkefnið s.s. um áhrifin af staðsetningu starfa á vegum ríkisins sem skapa mikilvægan skattstofn. Einnig rætt hvernig skatttekjur og ríkisútgjöld hefðu þróast í landshlutanum yfir lengra tímabil.
Samþykkt var að taka niðurstöður verkefnisins til umfjöllunar á árlegum fundi með þingmönnum í janúar. Eftir er að kynna niðurstöðurnar á vettvangi SSA, en ákvörðun um frekari kynningu hjá Eyþingi verður ekki tekin fyrr en skýrsla liggur fyrir.

 

Bergur Elías yfirgaf fundinn kl. 15:10.
Kristinn Geir yfirgaf fundinn kl. 15:40.
Sigurður Valur yfirgaf fundinn kl. 15:45.
 

 

Fundi slitið kl. 15:55.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?