Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 16.06.2015

14.07.2015

Árið 2015, þriðjudaginn 16. júní, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Bjarni Theodór Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir og varamennirnir Eiríkur H. Hauksson og Jón Óskar Pétursson. Varamaður Sifjar Jóhannesdóttur hafði ekki tök á að mæta. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 11:30

Þetta gerðist helst.

  1. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

(a)     Skipting fjárframlags og umsýslukostnaðar. Endurskoðun á samþykkt frá 15. maí sl.

Tillagan felur í sér skiptingu fjár árið 2015 sbr. samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 – 2019. Breytt framsetning frá eldri tillögu sem samþykkt var 15.5.2015.

Atvinnumál, styrkir             42.750 þkr.
Atvinnumál, umsýsla           4.750 þkr.
Menning, styrkir                 31.875 þkr.
Menning, sveitarfélög*          10.600 þkr.  
Menning, umsýsla                2.125 þkr.
Sóknaráætlun, umsýsla          2.125 þkr.
Áhersluverkefni                  11.775 þkr.

Summa:                           106.000 þkr.

Urðarbrunnur, fjárveiting      6.400 þkr.

Samtals samningsupphæð:    112.400 þkr.

Umsýslukostnaður, alls 9 mkr. sbr. samning um sóknaráætlun.

*Áhersluverkefni í menningarmálum.

Stjórnin samþykkir tillöguna.

Mikil umræða spannst í kjölfarið um samstarf Eyþings við atvinnuþróunarfélögin og um skipulag stoðkerfisins í landshlutanum.

 

(b)     Staða stefnumótunarvinnu (gerð sóknaráætlunar).

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir úrvinnslu á efni frá svæðafundum og kynnti fyrstu niðurstöður. Þá kynnti hann hugmynd að skipan samráðsvettvangs.

Stjórnin samþykkir að fresta því að kalla saman sérstakan samráðsvettvang þar til í haust þegar vænta má góðrar mætingar á fund. Stjórnin vísar til þess að boðað var til opins samráðs með fjórum svæðafundum sem skiluðu miklu efni til grundvallar sóknaráætlunar fyrir landshlutann í heild.

(c)      Reglur um starfshætti fagráða og úthlutunarnefndar.

Texti í reglum fagráðanna tveggja og úthlutunarnefndar hefur nú verið yfirfarinn og samræmdur að mestu.

Stjórnin samþykkir reglurnar með smávægilegum breytingum til samræmingar.

(d)     Fundargerð úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra, dags. 2. júní, 1. fundur.

Stjórnin samþykkir fundargerðina.

 2.   Fundargerð fulltrúaráðs, dags. 26. maí, 4. fundur.

Í lok fundargerðar eru reifaðar hugmyndir um áhersluverkefni í menntamálum og samstarf við stjórnvöld um framtíðarskipan þeirra í landshlutanum.

Stjórnin samþykkir fundargerðina.

 3.   Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 10. júní, um stöðu og framtíð framhaldsskóla á norðaustursvæði. Ósk um skipun eins fulltrúa í vinnuhóp.

Samkvæmt bréfinu munu auk fulltrúa ráðuneytisins sitja í vinnuhópnum skólameistarar framhaldsskólanna og einn fulltrúi tilnefndur af AFE og einn fulltrúi tilnefndur af Eyþingi. Ráðrík ehf. mun fara með verkefnisstjórn.

Málið hefur farið í talvert annan farveg en rætt var á fulltrúaráðsfundinum 26. maí. Nokkur sjónarmið komu fram um tilnefningu af hálfu Eyþings.

Stjórnin samþykkti að fresta tilnefningu.

4.   Bréf frá Landvernd, dags. 8. júní, varðandi kröfu Landverndar um endurskoðun umhverfismats raflína frá Kröflu að Bakka.

Í bréfinu er brugðist við gagnrýni stjórnar Eyþings og bæjarstjórna Akureyrar og Norðurþings og henni vísað á bug.

Bréfið breytir ekki þeirri afstöðu stjórnar sem fram kom í bókun hennar frá 265. fundi.

5.   Þingmál.

(a)     Tillaga til þingsályktunar um eflingu brothættra byggða og byggðafestu veiðiheimilda, 588. mál.
http://www.althingi.is/altext/144/s/1020.html

Stjórn Eyþings telur nauðsynlegt að unnið verði að framtíðarstefnumörkun um eflingu brothættra byggða í samráði við íbúa, Byggðastofnun og helstu hagsmunaaðila.

Talsverð reynsla er nú þegar af eflingu brothættra byggð sem hægt er að byggja á. Nauðsynlegt er að líta til aðstæðna í hverri byggð fyrir sig. Ljóst er að sömu úrræði eiga ekki við alls staðar. Sama hvaða stuðningsúrræðum verður beitt á hverjum stað er nauðsynlegt að horfa til langs tíma til að úrræðin beri tilætlaðan árangur líkt og ætlunin er með byggðafestu veiðiheimilda.     

(b)     Fundur með umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 2. júní, um samgönguáætlun 2015 – 2018.

Formaður mætti á fundinn sem boðaður var með mjög skömmum fyrirvara. Leitað var eftir sjónarmiðum frá sveitarfélögunum fyrir fundinn og bárust nokkrar ábendingar.

6.    Önnur mál.

(a)     Sumarfundur landshlutasamtaka sveitarfélaga 18. og 19. júní.

       Formaður mun mæta á fundinn.

(b)     Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs.

       Úthlutunarhátíðin verður haldin 26. júní í Ketilhúsinu á Akureyri.

  

Fundi slitið kl. 13:00.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð

Getum við bætt síðuna?