Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 15.05.2015

14.07.2015

 Árið 2015, föstudaginn 15. maí, hélt stjórn Eyþings símafund. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Bjarni Theodór Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir og Jón Stefánsson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 13:00.
Þetta gerðist helst. 

  1. Skipting fjár skv. samningi um sóknaráætlun 2015 – 2019.

Lögð var fram tillaga til umræðu um skiptingu fjár sem fylgir samningi um Eyþings og ríkisins um sóknaráætlun. Heildarupphæð samnings nemur 112,4 mkr. Í þeirri tölu er 10,6 mkr. framlag sveitarfélaganna til menningarmála.

Heildarupphæðin skiptist þannig:

Sérmerktur verkefnaliður (viðauki 1)                   6,4 mkr.
Uppbyggingarsjóður, nýsköpun og atvinnuþróun   47,5 mkr.
Uppbyggingarsjóður, menningarmál                  34,0 mkr.
Til umsýslu, áætlað                                       9,0 mkr.
Áhersluverkefni sóknaráætlunar                       15,5 mkr.

Upphæð til nýsköpunar og atvinnuþróunar skiptist jafnt milli svæða atvinnuþróunarfélaganna tveggja. Gert er ráð fyrir að starf menningarfulltrúa verði fjármagnað að hluta af framlagi sveitarfélaganna og af hluta fjár vegna umsýslu.

Tillagan var samþykkt samhljóða að loknum umræðum.                                                        

2.   Önnur mál.

Samþykkt að halda næsta stjórnarfund 20. maí þegar svæðafundum um sóknaráætlun verður lokið.

Fundi slitið kl. 13:35.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð

 

Getum við bætt síðuna?