Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 15.03.2012

15.03.2012
Stjórn Eyþings
228. fundur

Árið 2012, fimmtudaginn 15. mars, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgársveit. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Siggeir Stefánsson varamaður Dagbjartar Bjarnadóttur sem boðaði forföll. Þá boðaði Sigurður Valur Ásbjarnarson forföll skömmu fyrir fund. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 11:00.

 

Þetta gerðist helst.
 

 

1. Fundargerð stjórnar með þingmönnum Norðausturkjördæmis 3. febrúar 2012.
Samþykkt.

 

2. Menningarráðs Eyþings.
(a) Fundargerðir Menningarráðs Eyþings, dags. 15. og 16. janúar. 35. og 36. fundur.

Lagðar fram.
(b) Minnispunktar fyrir fund með mennta- og menningarmálaráðherra 29. febrúar.
(c) Punktar frá fundi með mennta- og menningarmálaráðherra 29. febrúar.

(d) Fréttatilkynning mennta- og menningarmálaráðuneytisins nr. 9/2012, um úthlutun styrkja sem áður var úthlutað af fjárlaganefnd Alþingis.
(e) Listi yfir umsóknir sem mennta- og menningarmálaráðuneytið synjaði en vísaði til hlutaðeigandi menningarráða, sbr. tölvupóst frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu (Karitas H. Gunnarsdóttir) dags. 14. mars.
Liðir b-e voru ræddir saman. Um er að ræða framhald af umræðu á síðasta fundi stjórnar. Fram kemur í punktum frá fundinum með ráðherra að sérstaklega hafi verið rætt um að þrjú verkefni, sem vísað hafði verið til menningarráðs, verði fjármögnuð eftir öðrum leiðum. Einnig rætt um tvö önnur verkefni sem ráðuneytið hafði ýmist vísað til menningarráðs, eða frá. Beðið er svara frá ráðuneytinu.

 

3. Almenningssamgöngur.
(a) Fundargerðir nefndar um almenningssamgöngur, dags. 24. febrúar, 1. mars og 13. mars, 6. - 8. fundur.
(b) Bókun bæjarráðs Fjallabyggðar frá 28. febrúar.
(c) Afrit af bréfi frá Samabandi ísl. sveitarfélaga, dags. 27. febrúar, til Leiðar ehf. um samnýtingu ökutækja og almenningssamgöngur.
(d) Afrit af bréfi SASS til mennta- og menningarmálaráðuneytis, dags. 16. febrúar, varðandi samnýtingu skólaaksturs og almenningssamgangna.
(e) Drög að viðaukasamningi vegna almenningssamgangna milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar á árinu 2012.
(f) Minnisblað frá Smára Ólafssyni VSÓ-ráðgjöf, dags. 16. febrúar, um almenningssamgöngur á Vesturlandi og akstur milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Samþykkt var að fresta umfjöllun og afgreiðslu á þessum dagskrárlið vegna fjarveru Sigurðar Vals sem er formaður nefndar um almenningssamgöngur. Framkvæmdastjóra falið að finna tíma fyrir símafund svo fljótt sem verða má.

 

4. Fundargerð fjallskila- og markanefndar Eyþings, dags. 26. janúar, 1. fundur.
Lögð fram.

 

5. Sóknaráætlun landshlutans.
(a) Verkefnið Norðurslóðamiðstöð Íslands. Fundargerð undirbúningsnefndar verkefnisins „Icelandic Arctic Cooperation Network“, dags. 21. febrúar.

Bergur og Pétur gerðu grein fyrir verkefninu, sem var meðal þeirra sex tillagna sem Eyþing lagði fram vegna Sóknaráætlunar. Leggja verður áherslu á að verkefnið verði unnið í samræmi við verkefnislýsinguna sem lögð var fram í Sóknaráætluninni og þær forsendur sem lágu til grundvallar verkefninu.
(b) Önnur verkefni. Fjarskipti og gagnaflutningar á Norðurlandi eystra.
Auk Norðurslóðamiðstöðvar var samþykkt að verkefnið um fjarskipti og gagnaflutninga færi inn á fjárlög. Gert er ráð fyrir að í ár fari fram fyrsti hluti verkefnisins sem felst í úttekt á stöðu. Framkvæmdastjóra falið að afla upplýsinga frá nokkrum aðilum varðandi úttektina.
Fylgja þarf hinum fjórum verkefnatillögunum eftir en þau fengu öll jákvæða afgreiðslu til frekari vinnslu.
(c) Tillaga um útfærslu sóknaráætlana landshluta árin 2012-2020.
Lögð var fram tillaga ráðherranefndar um ríkisfjármál um sameiginlegan skilning Stjórnarráðsins og stofnun stýrinets til útfærslu Sóknaráætlana landshluta árin 2012-2020. Tillagan lýtur sérstaklega að verklagi ráðuneytanna.
Þá gerði Bergur grein fyrir fundi sem haldinn var 23. febrúar sl. í Þjóðmenningarhúsinu um Sóknaráætlanir landshluta og Ísland 2020. Þar hefði komið fram mjög jákvæð afstaða stjórnvalda og ánægja með hvernig verkefnið hefði þróast til þessa.
Siggeir velti því upp hvort ekki vantaði nánari kynningu á stöðu verkefnisins fyrir sveitarstjórnir og almenning á svæðinu.

 

6. Bréf frá AM ráðgjöf, dags. 7. mars, með tilboði í undirbúning fyrir IPA-umsókn á vegum Eyþings.
Stefnt er að því að auglýsa eftir umsóknum um IPA styrki (Instrument for Pre-Accession) til landshlutasamtaka sveitarfélaga í sumar. Gerðar eru miklar kröfur til umsóknanna sem þarf að undirbúa í nánu samstarfi við alla hagsmunaaðila og byggja á vönduðum gögnum, ásamt raunhæfri verk- og fjárhagsáætlun. Tilboð AM ráðgjafar felst í að undirbúa umsóknina, en í því felst m.a. að greina verkefni, fundir með hagsmunaaðilum og nauðsynleg gagnasöfnun.
Stjórnin tekur jákvætt í tilboðið og telur mikilvægt að leggja inn umsókn. Pétri falið að afla upplýsinga hjá RHA um erlend byggðaverkefni áður en gengið verður frá samningi.

 

7. Þingmál.
(a) Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál.
 
www.althingi.is/altext/140/s/0682.html 
Lögð fram.
(b) Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun 2011-2014, 392. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0533.html 
Sjá c-lið.
(c) Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2011-2022, 393. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0534.html  
Sent var inn erindi þar sem ítrekaðar voru þær áherslur sem sendar voru samgönguráði við vinnslu samgönguáætlunar. Jafnframt var áréttaður sá skilningur að með lögum nr. 97/2010 hefði verið ákveðið að fjármagna Vaðlaheiðargöng utan samgönguáætlunar. Þar með væru þau ekki meðal áherslna landshlutans í samgönguáætlun.
(d) Frumvarp til laga um varnir gegn mengun hafs og stranda, 375. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0451.html
Lagt fram. 
(e) Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (þjóðareign og nýtingarréttur), 408. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0589.html 
Lagt fram.
(f) Tillaga til þingsályktunar um tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2022, 342. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0418.html 
Lögð fram.
(g) Tillaga til þingsályktunar um fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011-2014, 343. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0419.html 
Lögð fram.
(h) Frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 50. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0050.html 
Lagt fram.
(i) Tillaga til þingsályktunar um faglega úttekt á réttargeðdeildinni á Sogni í Ölfusi, 319. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0376.html
Lögð fram.
(j) Tillaga til þingsályktunar um samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (reglur um fjárhagsaðstoð við Ísland, IPA), 373. mál.
www.althingi.is/altext/140/s/0449.html
Lögð fram.
(k) Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, 466. mál. 
www.althingi.is/altext/140/s/0712.html
Lagt fram.

 

8. Bréf frá umhverfisráðuneytinu, dags. 2. mars, þar sem leitað er umsagnar við drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs.
Lagt fram. Undir þessum lið varð umræða um áhrif þess að sorpbrennslunni við Húsavík verður lokað eins og ákveðið hefur verið. Þá var rætt um koma á sameiginlegum fundi sveitarfélaga í Eyþingi með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

 

9. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 27. febrúar, um framlag vegna kostnaðar í tengslum við sóknaráætlun landshluta.
Í bréfinu er tilkynnt um framlag til Eyþings sem nemur 793.511 kr.

 

10. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga (Önnu Guðrúnu Björnsdóttur), dags. 6. febrúar, um TAIEX-námsferðir.
Tilkynnt er um að Eyþingi standi til boða þriggja daga námsferð fyrir þrjá til aðildarríkis. Enginn stjórnarmanna gefur sig fram að svo stöddu. Pétri falið að skoða málið nánar.

 

11. Erindi frá Sambandi ísl. sveitarfélaga (Önnu Guðrúnu Björnsdóttur), dags. 6. febrúar, um þátttöku landshlutasamtakanna í stýrihópi og vinnuhópum varðandi mótun framkvæmdaáætlunar fyrir Byggðaþróunarsjóð ESB (European Regional Development Fund).
Stjórn Eyþings mun skipa fulltrúa. Pétri falið að afla nánari upplýsinga um vinnuhópana.

 

12. Til kynningar.
(a) Ráðstefna um þátttöku í evrópsku samstarfi um rannsóknir og stefnu í byggðaþróun, haldin í Háskólanum í Reykjavík 12. mars.

(b) Landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga 23. mars á Hótel Reykjavík Natura og fundur landshlutasamtaka sveitarfélaga 22. mars.
(c) Efni frá landshlutasamtökunum.

 

13. Aðalfundur 2012.
Fundurinn í ár verður haldinn í Dalvíkurbyggð. Samþykkt að halda hann dagana 5. og 6. október nk.

 

14. Önnur mál.
(a) Olíuleit á Drekasvæðinu.

Siggeir lýsti áhyggjum sínum yfir að í útboðsgögnum vegna olíuleitar er ekki skilgreint að þjónustan verði að vera á Íslandi en það hefði verið gert í fyrri útboðsgögnum. Hann benti einnig á mikilvægi þess að halda Norðausturhorninu á lofti í þessari umræðu og minnti á þarfagreiningu sem unnin var fyrir Langanesbyggð og Vopnafjarðarhrepp. Stjórnin tekur undir mikilvægi þess að tryggja samstöðu um að standa að baki verkefninu.
(b) Vaðlaheiðargöng.
Pétur fór yfir stöðuna. Frumvarp fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga er enn ekki komið fram en frumvarpið hefur verið til umsagnar hjá Ríkisábyrgðasjóði undanfarnar vikur.
(c) Iðnaðaruppbygging á Bakka.
Bergur greindi frá þeim viðræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu. Sagði það verulega bagalegt hve skorti á samræmdar aðgerðir af hálfu stjórnvalda.

Fundi slitið kl. 13:30
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?