Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 14.12.2010

14.12.2010
Stjórn Eyþings
219. fundur

Árið 2010, þriðjudaginn 14. desember, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Bergur Elías Ágústsson formaður forfallaðist og ekki voru tök á að boða varamann. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 10:00.
Geir Kristinn Aðalsteinsson varaformaður stýrði fundi.

Þetta gerðist helst.
 
1. Fundargerð Menningarráðs Eyþings, dags12. nóvember, 27. fundur.
Lögð fram. Einnig var lagt fram blað um starfshætti Menningarráðsins.

 

2. Stefnumótun í almenningssamgöngum. Skýrsla samgönguráðuneytis, september 2010.
Lögð var fram fundargerð fjarfundar sem formaður og framkvæmdastjóri Eyþings tóku þátt í með fulltrúum samgönguráðuneytisins þann 9. desember. Pétur greindi frá fundinum en á honum var stefnumótun samgönguráðuneytisins til umfjöllunar. Í henni felst m.a. að stefnt er að því að sveitarfélögin taki að sér almenningssamgöngur í landinu með því að koma á fót svæðisbundnum samgöngufélögum.
Þá var lagt fram yfirlit um kostnað sveitarfélaga í Eyþingi við almenningssamgöngur á árinu 2009, en þar undir fellur akstur vegna grunn- og framhaldsskóla, ferliþjónustu auk annars aksturs vegna íbúanna. Heildarkostnaður nam um 369 millj. kr. 

 

3. Samgöngumál á borði Eyþings.
Pétur lagði fram yfirlit um áherslur og helstu verkefni í samgöngumálum sem eru á borði stjórnar.

 

4. Þingmál.
(a) Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2010-2013, 42. mál.
http://www.althingi.is/altext/139/s/0043.html
Lagt fram. Stjórnin vísar til bókunar á 213. fundi og umsagnar frá 25. maí sl. en tillagan er nú endurflutt óbreytt frá fyrra þingi.

 

(b) Frumvarp um breytingu á raforkulögum (flutningskerfi, gjaldskrár, EES-reglur o.fl.) 60. mál. http://www.althingi.is/altext/139/s/0061.html 
Lagt fram. Frumvarpið var áður á dagskrá 231. fundar og er nú endurflutt óbreytt frá fyrra þingi.

(c) Frumvarp til laga um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita (heildarlög), 77. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0081.html 
Lagt fram. Stjórnin vísar til umsagnar frá 215. fundi en frumvarpið er nú endurflutt óbreytt frá fyrra þingi.

 

(d) Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga (EES-reglur, heildarlög), 121. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0130.html 
Lagt fram. Frumvarpið var áður á dagskrá 214. fundar og er nú endurflutt lítillega breytt.

 

(e) Tillaga til þingsályktunar um formlega innleiðingu fjármálareglu (vöxtur ríkisútgjalda), 59. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0060.html 
Lagt fram.

 

(f) Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins, 88. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0093.html
Lagt fram.

 

(g) Frumvarp til laga um málefni fatlaðra (flutningur málaflokksins til sveitarfélaga), 256. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0298.html 
Stjórn Eyþings fagnar því að náðst hefur samkomulag um yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaganna f.o.m. næstu áramótum. Til þess að það gangi eftir er nauðsynlegt að frumvarpið verði samþykkt. Stjórnin vísar til ítarlegrar umsagnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 2. desember. Í henni eru einstakir þættir frumvarpsins og samkomulagsins skýrðir nánar og gerð grein fyrir nokkrum óvissuþáttum. Stjórn Eyþings leggur áherslu á mikilvægi þess að frumvarpið fái skjóta afgreiðslu.

 

(h) Tillaga til þingsályktunar um heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni, 8. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0008.html 
Lögð fram.

 

(i) Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð, 41. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0042.html
Lögð fram.

 

(j) Tillaga til þingsályktunar um olíu- og gasrannsóknir á landgrunni Íslands undan Norðausturlandi, 71. mál.
www.althibngi.is/altext/139/s/0075.html
Lögð fram. Stjórnin vísar til umsagnar sem samþykkt var á 212. fundi en tillagan er nú endurflutt óbreytt frá síðasta þingi.

 

(k) Frumvarp til laga um skeldýrarækt (heildarlög), 201. mál.  www.althingi.is/altext/139/s/0218.html
Stjórn Eyþings tekur undir þær athugasemdir sem fram koma í umsögn Sambands ísl. sveitarfélaga frá 30. nóvember sl.

 

(l) Frumvarp til laga um fjárhagsstöðu heimila og fyrirtækja (heildarlög), 238. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0269.html 
Lagt fram.

 

(m) Frumvarp til laga um raforkulög (frestun gildistöku ákvæðis um aðgreiningu samkeppnis- og sérleyfisstarfsemi), 204. mál.
 
www.althingi.is/altext/139/s/0221.html
Lagt fram.

 

(n) Frumvarp til laga um Orkuveitu Reykjavíkur (fyrirkomulag eigendaábyrgða, EES-reglur), 205. mál.
www.altingi.is/altext/139/s/0222.html
Lagt fram.

 

(o) Frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (brottfall ákvæðis um lágmarksfjárhæð), 73. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0077.html
Lagt fram.

(p) Frumvarp til laga um virðisaukaskatt (rafræn þjónusta, bætt skil og eftirlit o.fl.), 208. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0227.html
Lagt fram.

(q) Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (heildarlög, EES-reglur), 298. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0344.html
Lagt fram. Frumvarpið var áður á dagskrá 215. fundar.

 

(r) Frumvarp til laga um skatta og gjöld (breyting ýmissa laga), 313. mál. www.althingi.is/altext/139/s/0380.html
Lagt fram.

(s) Frumvarp til laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (sérregla um félagsaðild), 301. mál.
www.althingi.is/altext/139/s/0354.html
Lagt fram.
 
5. Til kynningar.
(a) Fundargerðir stjórna landshlutasamtaka (SSNV, SSA, SASS).

(b) Fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. október, 780. fundur.

(c) Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 18. nóvember, með upplýsingum um framlög sjóðsins til landshlutasamtakanna.

(d) Erindi frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 19. nóvember, um fund með norska sveitarfélagasambandinu 16. og 17. desember nk.

(e) Erindi frá Önnu Guðrúnu Björnsdóttur Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 9. desember, um ráðstefnu í Reykjavík 14. og 15. desember um byggðasjóði ESB.
Vakin var athygli á að efni ráðstefnunnar ætti sérstakt erindi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

6. Menningarsamningurinn – endurnýjun.
Lagðar voru fram tillögur landshlutasamtakanna að áherslubreytingum og einföldun á samningunum en tillögurnar voru sendar mennta- og menningarmálaráðuneyti. Framkvæmdastjóri upplýsti að fyrir lægju drög að nýjum menningarsamningi í ráðuneytinu, en þar væri enn verið að vinna í tillögu að skiptingu fjárveitingar milli landshlutanna.

 

7. Úrskurður Skipulagsstofnunar og atvinnuuppbygging á Bakka.
Frestað vegna fjarveru formanns.

 

8. Verkefni frá aðalfundi 2010.
Farið var yfir þær ályktanir aðalfundar sem var sérstaklega vísað til stjórnar. Aðalfundurinn fól m.a. stjórninni, í samvinnu við vinnuhóp um sameiningarkosti, að halda ráðstefnu um samstarf sveitarfélaga og eða sameiningu sveitarfélaganna á starfssvæðinu. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að taka skipulag ráðstefunnar til umræðu á fundi með vinnuhópnum eftir áramót.
Þá fól aðalfundurinn stjórn að standa fyrir kynningu fyrir sveitarstjórnarmenn á áhrifum hugsanlegrar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Pétur Þór upplýsti að utanríkisráðuneytið væri tilbúið að leggja til fyrirlesara á málþingi. Samþykkt að stefna að slíkri kynningu, t.d í aprílmánuði, þar sem lögð verði áhersla á byggða- og sveitarstjórnarmál.
Loks gerði Pétur Þór grein fyrir stöðunni varðandi 20/20 Sóknaráætlun.

 

9. Bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 18. nóvember, með boði á samráðsfund um veiðar á villtum dýrum og fuglum á Íslandi.
Samþykkt að kanna hvort áhugi og þekking er meðala varamanna í stjórn á þátttöku í samráðshópnum.

 

10. Bréf frá Leið ehf., dags. 24. nóvember, varðandi Húnavallaleið og afgreiðslu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps á aðalskipulagstillögum.
Lagt fram. Stjórn Eyþings kom á framfæri athugasemdum í júní sl. við að ekki var gert ráð fyrir Húnvallaleið í aðalskipulagstillögum sveitarfélaganna, enda í samræmi við ályktanir frá aðalfundum Eyþings um mikilvægi vegstyttinga milli Norðaustur- og Suðvesturlands.

 

11. Ráðningarsamningur framkvæmdastjóra.
Samþykkt að fela formanni stjórnar að endurnýja ráðningarsamning  við framkvæmdastjóra, en núgildandi samningur rennur út um næstkomandi áramót.

 

12. Önnur mál.
(a) Kynning á námskeiði fyrir ungt fólk.
Sigurður Valur kynnti erindi sem borist hafði frá Pétri Guðjónssyni um námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 18 – 30 ára.
Stjórnin telur hugmyndina um margt athygli verða og samþykkti að fela framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um reynslu af námskeiðunum áður en afstaða verður tekin til erindisins.

(b) Árlegur fundur með þingmönnum.
Rætt var um undirbúning fundar stjórnar með þingmönnum kjördæmisins sem væntanlega verður haldinn í janúar.

 

(c) Úrsögn Fjallabyggðar úr Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.
Lagt var fram ljósrit af bréfi Fjallabyggðar til Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, dags. 8.12., þar sem tilkynnt er að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra taki yfir allt eftirlit fyrir Fjallabyggð frá og með næstu áramótum.
Gert hafði verið ráð fyrir að Fjallabyggð yrði aðili að samningi um Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Sigurður Valur upplýsti að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefði boðist til að kosta starfsmann sem staðsettur verði í Fjallabyggð og hefði það ráðið úrslitum um ákvörðun bæjarstjórnar.

Fundi slitið kl. 12:10.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?