Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 13.08.2014

22.01.2015

 

Stjórn Eyþings

257. fundur

Árið 2014, miðvikudaginn 13. ágúst, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mættir voru allir aðalmenn: Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Halla Björk Reynisdóttir. Sigurður Valur Ásbjarnarsonar og Siggeir Stefánsson tóku þátt í fundinum í síma. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Þórður Stefánsson bókari Eyþings sat fundinn undir 1. dagskrárlið.

Fundur hófst kl. 14:05.

Þetta gerðist helst.

 

  1. Almenningssamgöngur.

(a)     Rekstur janúar – júlí 2014.

Lagt var fram rekstraryfirlit yfir fyrstu sjö mánuði ársins sem Þórður Stefánsson fór yfir. Einnig lögð fram uppfærð áætlun og samanburður við áætlun ársins. Verulegur árangur hefur náðst af þeim aðgerðum sem gripið var til. Til að verkefnið verði rekstrarhæft þurfa tekjur þó að aukast umtalsvert og taka verður á uppgöri og rekstrarfyrirkomulagi leiðar 57 (Akureyri-Reykjavík) sbr. bókun stjórnar á 256. fundi.

(b)     Svör við erindum stjórnar frá 256. fundi.

Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir frá síðasta fundi stjórnar og viðbrögð við þeim. Engin svör hafa borist frá Vegagerðinni og innanríkisráðuneytinu. Þá er þess beðið að nefnd sem hefur almenningssamgönguverkefnið til úttektar ljúki störfum. Formaður og framkvæmdastjóri munu á næstunni eiga fund með fulltrúum Strætó bs. um ýmis mál s.s. gjaldskrármálið. Þá telur stjórnin mikilvægt að nýjustu rekstrarupplýsingar verði kynntar fyrir Vegagerðinni þegar svör hafa borist við erindi stjórnar.

 

  1. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 24. júlí, vegna umsýslukostnaðar við sóknaráætlun.

Framkvæmdastjóra er falið að taka saman umbeðna greinargerð til sjóðsins.

  1. Kynningar- og samráðsfundur í Reykjavík 15. ágúst um mögulega valkosti Landsskipulagsstefnu 2015 – 2026.

Samþykkt að fela Sigurði Val að sitja fundinn.

  1. Aðalfundur Greiðrar leiðar ehf. 14. ágúst.

Samþykkt að Halla Björk fari með umboð Eyþings á fundinum.

 

Fundi slitið kl. 15:05.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.           

Getum við bætt síðuna?