Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 12.02.2013

12.02.2013

 

Stjórn Eyþings

239. fundur

 

Árið 2013, þriðjudaginn 12. febrúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar í menningarhúsinu Hofi Akureyri. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. 

Fundur hófst kl. 16:35 að loknum aukaaðalfundi Eyþings.

Þetta gerðist helst.

 

1.        Sóknaráætlun.

Aukafundur Eyþings sem haldinn var í dag samþykkti að fela stjórn að ganga frá sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2013 í samræmi við fyrirliggjandi tillögur og umræður á fundinum. Þeirri upphæð sem ríkið veitir til sóknaráætlunar landshlutans, 50.595 þkr., verður varið til sex verkefna. Þau eru:

·         Norðurland hlið inn í landið

·         Orkuauðlindasamstarf

·         Náin tengsl atvinnulífs og menntunar – ný nálgun í símenntun

·         Fjölmiðlar og upplýsingamiðlun frá svæði Eyþings

·         Grunngerð og mannauður

·         „Aftur heim“

Tvö síðastnefndu verkefnin eru bæði á sviði menningarmála. Stjórnin felur framkvæmdastjóra og Bjarna Snæbirni Jónssyni ráðgjafa að ganga frá áætluninni og senda stýrineti stjórnarráðsins en skiladagur er 15. febrúar.

 

2.        Skipulag Eyþings.

Stjórnin ræddi lauslega þær tillögur sem aukafundurinn samþykkti varðandi skipulag Eyþings, þ.e. um fjölda stjórnarmanna og um fulltrúaráð. Stjórnin samþykkir að fresta frekari umfjöllun til næsta fundar stjórnar.

 

 

Fundi slitið kl. 16:55.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

 

Getum við bætt síðuna?