Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 11.05.2016

01.06.2016

Árið 2016, miðvikudaginn 11. maí, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Karl Frímannsson og Sif Jóhannesdóttir. Þá var mættur Jón Óskar Pétursson varamaður Arnórs Benónýssonar sem boðaði forföll. Bjarni Theodór Bjarnason boðaði forföll sem og varamaður hans. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 16:05. 

Þetta gerðist helst. 

1. Drög að ársreikningi 2015.

Níels Guðmundsson endurskoðandi hjá ENOR mætti undir þessum dagskrárlið og gerði grein fyrir drögunum sem dreift var á fundinum. Eftir lauslega yfirferð var samþykkt að taka ársreikninginn til formlegrar afgreiðslu þegar endanleg gerð ásamt endurskoðunarskýrslu liggur fyrir.

2. Uppbyggingarsjóður.

(a)   Fundargerðir fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, dags. 18. mars, 25. og 28. apríl.
Lagðar fram.

(b)   Fundargerðir fagráðs menningar, dags. 2. febrúar, 18. og 19. apríl, 57. – 60. fundur.
Lagðar fram.

(c)    Fundargerðir úthlutunarnefndar, dags. 29. apríl og 9. maí, 4. og 5. fundur.
Eva Hrund sem gegnir formennsku í úthlutunarnefnd fór yfir störf fagráða og úthlutunarnefndar og greindi frá megin niðurstöðum úthlutunar. Hún ræddi einnig sérstaklega þær hæfisreglur sem unnið er eftir.

Stjórnin staðfestir fundargerðirnar.

(d)   Úthlutunarhátíð.
Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs verður miðvikudaginn 18. maí í félagsheimilinu Breiðumýri í Þingeyjarsveit.

3. Málefni heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (Frestað á 279. fundi).

Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE) mætti undir þessum dagskrárlið. Hann greindi frá stefnu ríkisstjórnarinnar um heilbrigðiseftirlit en hún felur m.a. í sér hugmyndir um stækkun og/eða sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða. Bæði hefur verið velt upp hugmyndum um sameiningu innan kjördæmisins og sameiningu innan Norðurlands. Þá fór Alfreð yfir skipulag starfseminnar eftir málaflokkum. 

Stjórnin er sammála um að leggja beri áherslu á mikilvægi nærþjónustunnar og á þjónustuþátt eftirlitsins. Það er mat stjórnar að HNE sé mjög góð eining sem uppfylli þessar áherslur með hagkvæmum og faglegum hætti.

4. Fundaáætlun stjórnar.

Samþykkt var að stefna að stjórnarfundum eftirtalda daga í sumar:
Miðvikudaginn 22. júní.
Miðvikudaginn 24. ágúst.

5. Svæðisskipulag ferðaþjónustu.

Lagt var fram minnisblað frá framkvæmdastjóra, dags. 11. maí, um nokkra aðila sem komið hafa að gerð svæðisskipulags.

Samþykkt var að fela framkvæmdastjóra að leita til þriggja aðila og óska eftir sýn þeirra á verkefnið, ásamt því að fá nánari upplýsingar um aðkomu þeirra að hliðstæðum verkefnum.

6. Þingmál.

(a)   Frumvarp til laga um opinber innkaup (heildarlög, EES-reglur), 665. mál.
http://www.althingi.is/altext/145/s/1093.html
Lagt fram.

(b)   Frumvarp til laga um grunnskóla, 675. mál.
 http://www.althingi.is/altext/145/s/1103.html
Lagt fram.

(c)    Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árið 2017-2021, 740. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/1212.html
Lagt fram.

(d)   Tillaga til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2017-2021, 741. mál. http://www.althingi.is/altext/145/s/1213.html
Lagt fram. 

7. Önnur mál.

(a)     Fundur vegna undirbúnings nýrrar byggðaáætlunar.
Framkvæmdastjóra falið að finna fundartíma í byrjun júní í samráði við Byggðastofnun.

(b)     Fundur með formönnum og framkvæmdastjórum stoðstofnana sveitarfélaga.
Samþykkt að halda fundinn þriðjudaginn 31. maí á Húsavík. Stjórnin óskar eftir að fá formenn og framkvæmdastjóra AFE, AÞ, MN og Eyþings, ásamt menningarfulltrúa Eyþings til fundar við sig. Stjórnin vísar til umræðu um samstarf sveitarfélaga á 274. fundi stjórnar. 

 

Fundi slitið kl.17:55.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?