Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 10.06.2010

10.06.2010
Stjórn Eyþings
214. fundur

Árið 2010, fimmtudaginn 10. júní, hélt stjórn Eyþings símafund. Mætt voru Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður, Árni K. Bjarnason, Bergur Elías Ágústsson, Marinó Þorsteinsson og Ólína Arnkelsdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 09:30.

 

Þetta gerðist helst.

 

 
1. Endurnýjun menningarsamnings fyrir árið 2010.
Framkvæmdastjóri greindi frá fundi um menningarsamninginn með menntamálaráðherra sem formaður menningarráðs mætti á fyrir hönd stjórnarinnar. Þá greindi hann frá umræðu á sumarfundi landshlutasamtaka sveitarfélaga um þörf á endurskoðun á framlagi sveitarfélaganna og einföldun samningsins. Ákveðið var að landshlutasamtökin komi fram með samræmdum hætti við gerð samnings fyrir næsta samningstímabil frá 2011.
Stjórn Eyþings samþykkir að fela formanni að undirrita menningarsamninginn fyrir hönd sveitarfélaganna og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar menningarráðs á aðalfundi í haust. Stjórnin ítrekar jafnframt þá skoðun sína að nauðsynlegt sé að taka samninginn til gagngerrar endurskoðunar og einföldunar fyrir næsta samningstímabil. Þá lýsir stjórnin ánægju með þá ákvörðun landshlutasamtakanna að koma að samningsgerðinni með samræmdum hætti.

 

2. Samantekt frá fundi um svæðisútvarp RÚV 1. júní sl.
Bergur greindi frá umræðu á fundinum, en í honum tóku þátt fulltrúar frá RÚV, HA, SSNV auk Eyþings. Fulltrúi frá SSA hafði ekki tök á að mæta.
Samþykkt að fela Bergi að hafa samband við útvarpsstjóra og greina honum frá að stefnt sé að því að starfshópur þessara aðila setji saman tillögur í ágústmánuði.

 

3. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um grunngerð landupplýsinga (EES-reglur, heildarlög), 549. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0939.html
Lagt fram.
(b) Tillaga til þingsályktunar um eflingu græna hagkerfisins, 520. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0909.html
Lagt fram.
(c) Frumvarp til laga um skyldur erlendra fyrirtækja og starfskjör starfsmanna þeirra (EES-reglur, tímamörk í upplýsingagjöf), 484. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0835.html
Lagt fram.
(d) Frumvarp til umferðarlaga (heildarlög), 553. mál.
www.althingi.is/altext/138/s/0943.html
Lagt fram.

 

(e) Tillaga til þingsályktunar um frumkvæði að almennu hvatningarverkefni til að efla innlenda framleiðslu og fjölga störfum, 528. mál. www.althingi.is/altext/138/s/0917.html
Lögð fram.

 

4. Önnur mál.
(a) Fundur með samgöngunefnd Alþingis 20. maí.
Framkvæmdastjóri greindi frá símafundi sem hann átti með samgöngunefnd, þar sem hann gerði grein fyrir athugasemdum stjórnar við samgönguáætlun 2009 - 2012 og svaraði fyrirspurnum.

 

(b) Ársfundur Byggðastofnunar 11. júní.
Samþykkt að framkvæmdastjóri sitji fundinn sem haldinn verður í Varmahlíð.

 

(c) Aðalfundur Greiðrar leiðar 16. júní.
Samþykkt að formaður fari með umboð Eyþings á fundinum. Framkvæmdastjóri Eyþings er formaður stjórnar Greiðrar leiðar.

 

(d) Athugasemd við tillögur að aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 og Blönduósbæjar 2010-2030 varðandi Húnavallaleið.
Stjórn Eyþings vísar til eftirfarandi bókunar sinnar frá 4. mars sl.:
„Stjórn Eyþings tekur undir sjónarmið Vegagerðarinnar um að Húnavallaleið (Svínavatnsleið) og ný veglína í Skagafirði verði settar á aðalskipulag viðkomandi sveitarfélaga. Umræddar veglínur leiða til mikilvægrar styttingar á Hringveginum. Stjórnin minnir á samþykkt frá aðalfundi Eyþings 2009 um að skoðaðir verði ítarlega möguleikar á styttingu Hringvegarins milli Norðaustur- og Suðvesturlands.“
Í samræmi við fyrrgreinda bókun vill stjórn Eyþings koma á framfæri athugasemdum við að í aðalskipulagstillögunum skuli ekki gert ráð fyrir nýjum vegi um Húnavallaleið. Stjórnin skorar á hlutaðeigandi sveitarstjórnir að gera ráð fyrir veginum í aðalskipulagstillögum sínum.
 
Fundi slitið kl. 10:25.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?