Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 09.10.2015

24.11.2015

 Árið 2015, föstudaginn 9. október, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Bjarni Theodór Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Jón Stefánsson og Sif Jóhannesdóttir. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 10:30.

Þetta gerðist helst. 

1.   Aðalfundur 2015.

(a)     Skýrsla stjórnar.
Skýrsla stjórnar  og framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2014 – 2015 var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(b)     Fjárhagsáætlun, endurskoðuð áætlun 2015.
Framkvæmdastjóri fór yfir áætlunina og skýrði breytta framsetningu fjárhagsáætlana Eyþings. Tillagan var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(c)      Fjárhagsáætlun 2016.
Tillagan var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.

(d)     Starfsmenn fundarins.
Gerð var tillaga að fundarstjórum og riturum sem borin verður upp á aðalfundi. Ráðinn ritari fundarins verður Linda Margrét Sigurðardóttir.

(e)      Skipulag fundarstarfa.
Samþykkt var að á fundinum starfi þrjár málefnanefndir, auk kjörnefndar.

2.   Fundargerð Menningarráðs Eyþings, dags. 28. september, 56. fundur.

Arnór formaður menningarráðs gerði grein fyrir fundargerðinni.

3.   Erindi frá Jóni Stefánssyni.

Lagður fram tölvupóstur, dags. 5. október, þar sem Jón segir sig úr stjórn Eyþings en hann mun jafnframt hætta sem fulltrúi Eyjafjarðarsveitar á aðalfundi.

Erindið verður lagt fyrir kjörnefnd aðalfundar.

4.   Erindi frá Pétri Maack Þorsteinssyni formanni heilbrigðisnefndar.

Lagður fram tölvupóstur, dags. 7. október, þar sem Pétur biðst lausnar frá nefndarstörfum.

Erindið verður lagt fyrir kjörnefnd aðlafundar.

5.   Önnur mál.

(a)      Sóknaráætlun. Framkvæmdastjóri greindi frá að stýrihópur Stjórnarráðsins hefði á fundi sínum 7. október staðfest bæði sóknaráætlun og áhersluverkefni Eyþings. 

(b)     Breytingar á stjórn. Jón þakkaði fyrir skemmtilegt og áhugavert samstarf í stjórn og kvað miklar annir valda því að hann kysi að hverfa úr stjórn.  Stjórnarmenn þökkuðu Jóni sömuleiðis fyrir ánægjulegt samstarf. 

Fundi slitið kl. 11:30.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?