Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 06.06.2012

06.06.2012
Stjórn Eyþings
231. fundur

Árið 2012, miðvikudaginn 6. júní, kom stjórn Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur. Fundur hófst kl. 10:30.
Þetta gerðist helst.
 

 

1. Undirbúningur IPA-umsókna á vegum Eyþings.
Undir þessum dagskrárlið var mætt Anna Margrét Guðjónsdóttir AM ráðgjöf. Hún kynnti í upphafi bakgrunn sinn og kynni sín af Evrópskum byggðamálum, m.a. frá þeim tíma sem hún veitti skrifstofu Sambands ísl. sveitarfélaga í Brussel forstöðu.
IPA styrkir (Instrument for Pre-Accession) að upphæð 8 milljónir Evra verða líklega auglýstir í ágúst nk. Reiknað er með að margar umsóknir berist frá Íslandi og er áætlað að 15 – 20 verkefni hljóti styrk. Stefnt er að því að verkefni geti hafist í upphafi næsta árs.
Umsóknirnar taka til tveggja sjóða. Annars vegar ERDF (European Regional Development Fund) sem styrkir fjárfestingar í innviðum svæða. Áætlað er að styrkur til hvers verkefnis nemi 200-500.000 Evrum. Alltaf gengið út frá 20% framlagi til viðbótar frá heimamönnum (umsóknaraðila). Hins vegar er félagsmálasjóðurinn ESF (European Social Fund) sem styrkir fjárfestingu í mannauði. Styrkja má verkefni um allt að eina milljón Evra en verkefnið þarf þá helst að ná til alls landsins eða stórs hluta þess. Gert er ráð fyrir að við bætist 20% framlag heimamanna.
Leitað verður að verkefnum sem eru þess eðlis að sem flestir í landshlutanum njóti góðs af þeim. Umsóknir þurfa annars vegar að falla að stefnu innanlands, þ.e. Íslandi 2020 (sóknaráætlun) og hins vegar stefnu ESB. Um er að ræða óafturkræfa styrki, m.ö.o. óháða aðildarumsókn að ESB.
Anna Margrét skýrði síðan nánar verklagið við að safna inn hugmyndum, úrvinnslu og vali verkefna til umsóknar. Fyrsta skref verður að kynna þessa vinnu fyrir atvinnuþróunarfélögunum, Háskólanum á Akureyri og fleiri aðilum og mun framkvæmdastjóri skipuleggja það með Önnu Margréti.

 

2. Vaðlaheiðargöng.
Lögð var fram áskorun, dags. 5. júní, til Alþingis um að samþykkja frumvarp fjármálaráðherra um fjármögnun Vaðlaheiðarganga hið fyrsta. Áskorunin hafði áður verið samþykkt af stjórnarmönnum í tölvupósti.
Framkvæmdastjóri sendi 4. júní tilmæli til sveitarfélaganna, hluthafa í Greiðri leið, atvinnuþróunarfélaganna, samtaka atvinnurekenda o.fl. um að senda áskorun til allra alþingismanna. Mikilvægt er að vekja athygli á knöppum tímaramma en framlengt tilboð í framkvæmdina rennur út 14. júní nk.

 

3. Námsferðir.
Fram kom að Geir Kristinn mun fara í námsferð til Brussel 17. til 21. júní. Ekki er búið að tímasetja seinni námferðina sem farin verður.
Pétur greindi frá samtali sínu við Kristmund Ólafsson í utanríkisráðuneytinu um TAIEX námsferð sem stefnt er að fyrir þrjá fulltrúa Eyþings til Norræns aðildarríkis ESB í lok sumars eða byrjun hausts. Pétri falið að vinna áfram að málinu.

 

Pétur Þór yfirgaf fundinn vegna annars fundar í tengslum við IPA-umsóknir.
 
4. Ísland 2020 - sóknaráætlun landshlutans.
Bergur greindi frá samráðsfundi sem hann sat ásamt Pétri og haldinn var í Reykjavík 24. maí á vegum stýrinets sóknaráætlana landshluta. Verkefnið verður rætt frekar á sumarfundi landshlutasamtakanna 14. og 15. júní nk.
Tekin var umræða um aukin verkefni Eyþings og um framtíðarskipulag starfseminnar á grundvelli punkta sem Bergur lagði fram.

Fundi slitið kl. 12:50
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð fram að 4. dagskrárlið og Bergur Elías Ágústsson varðandi 4. lið.
Getum við bætt síðuna?