Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 06.01.2017

09.01.2017

 Árið 2017, föstudaginn 6. janúar, hélt stjórn Eyþings símafund. Mætt voru Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður, Arnór Benónýsson, Eiríkur H. Hauksson, Elías Pétursson og Eva Hrund Einarsdóttir.  Gunnar I. Birgisson og Sif Jóhannesdóttir voru forfölluð. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 10:00. 

Þetta gerðist helst.

1. Sóknaráætlun Norðurlands eystra.

(a)     Endurskoðun á Stjórnskipulagi Uppbyggingarsjóðs - um úthlutunarnefnd og fagráð.
Eins og fram kemur í gögnum eru lagðar til nokkrar breytingar og voru þær samþykktar af stjórn. 

(b)     Endurskoðun á Verklagsreglum vegna úthlutunar styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015 – 2019.
Eins og fram kemur í gögnum eru lagðar til nokkrar breytingar og voru þær samþykktar af stjórn. 

(c)      Samningar við atvinnuþróunarfélögin um tiltekna þætti í umsýslu Uppbyggingarsjóðs.
Lögð voru fram drög að samningi. Stjórnin samþykkt að fela framkvæmdastjóra að ganga frá samningum við atvinnuþróunarfélögin í samræmi við þær ábendingar sem fram komu í umræðu. 

Stjórnin samþykkti að fresta dagskrárliðum d- f til næsta fundar stjórnar.

Framkvæmdastjóra var falið að ganga eftir nánari túlkun á hæfisreglum sem verið hafa til umræðu í stýrihópi Stjórnarráðsins.

Þá samþykkti stjórnin að fela framkvæmdastjóra og starfsmönnum að setja af stað vinnuferil uppbyggingarsjóðs og koma út auglýsingu um styrkumsóknir sem fyrst. 

(d)     Skipun í fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega.

(e)      Skipun í fagráð menningar til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega.

(f)      Skipun í úthlutunarnefnd til tveggja ára. Fimm aðalmenn og tveir til vara. Formaður skipaður sérstaklega. 

Fundi slitið kl. 10:40.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?