Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 05.10.2012

05.10.2012
Stjórn Eyþings
234. fundur

Árið 2012, föstudaginn 5. október, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Bergi menningarhúsi Dalvík. Mætt voru Bergur Elías Ágústsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Geir Kristinn Aðalsteinsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir og Jón Hrói Finnsson varamaður Sigurðar Vals Ásbjarnarsonar sem boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.  Undir 5. dagskrárlið mætti Anna Margrét Guðjónsdóttir ráðgjafi til fundar við stjórnina.
Fundur hófst kl. 10:15.

 

Þetta gerðist helst.

 

1. Aðalfundur 2012.
(a) Skýrsla stjórnar.

Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fyrir starfsárið 2011 – 2012 var samþykkt og verður lögð fyrir aðalfund.
(b) Fjárhagsáætlun.
Samþykkt að leggja fyrir aðalfund tillögu að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 og áætlun fyrir árið 2013. Í áætlun fyrir árið 2013 er gert ráð fyrir að framlags sveitarfélaganna nemi 2 milljónum kr. en að auki bera sveitarfélögin kostnað vegna fulltrúa sinna á aðalfundi.
(c) Starfsmenn fundarins og störf nefnda.
Lögð var fram tillaga um fundarstjóra og ritara sem lögð verður fyrir aðalfundinn. Valtýr Sigurbjarnarson hefur verið ráðinn ritari fundarins.

 

2. Bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 20. september, um áætlað framlag til landshlutasamtakanna árið 2013.
Lagt fram.

 

3. Almenningssamgöngur.
Fram kom að opnun tilboða í leiðirnar milli Akureyrar-Dalvíkur-Siglufjarðar og milli Akureyrar-Húsavíkur-Þórshafnar hefur verið frestað til 19. október.

 

4. Drög að skapalóni fyrir gerð sóknaráætlana landshluta, dags. 21. september.
Farið var yfir drögin og var Pétri falið að koma ábendingum á framfæri.

 

5. Undirbúningur að umsóknum um IPA styrki.
Anna Margrét Guðjónsdóttir gerði grein fyrir vinnu við að undirbúa og skilgreina verkefni sem henta til umsóknar um IPA-styrki. Niðurstaðan væri að fjögur til fimm verkefni væru í farvatninu:

(a) Norðurslóðamál.
Hugmyndin er að styrkja „Norðurslóðanetið“ og leggja  áherslu á öryggismál í verkefninu. Háskólinn á Akureyri verður væntanlega leiðandi aðili. 

 

(b) Flugklasinn Air 66N.
Áhersla er á að þróa vöruna Norðurland sem á að selja. Markaðsstofa ferðamála verður aðalumsækjandi en verkefnið tekur einnig til Norðurlands vestra.

(c) Tækninám á framhaldsstigi.
Þetta er eina umsóknin sem fer í félagsmálasjóðinn (ESF). Verkmenntaskólinn á Akureyri leiðir þetta verkefni sem felst í að koma á framhaldsmenntun í tæknigreinum á Norðurlandi eystra.
(d) Eldsneytisframleiðsla úr úrgangi.
Norðurorka leiðir verkefnið í samstarfi við AFE o.fl. Unnið er að því að útvíkka þetta verkefni til að styrkja það fyrir umsókn.

(e) Matur og heilsuvörur.
Hugmyndin byggir á nýtingu jarðhita í Þingeyjarsýslu. Þetta er eina umsóknin sem nær ekki til alls svæðisins en unnið er að samstarfi út fyrir svæðið. Háskólinn á Akureyri er þó með í verkefnishópnum. Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hefur leitt hópinn.

Fjórar af umsóknunum munu fara í byggðaþróunarsjóðinn (ERDF). Anna Margrét fór síðan yfir greiningu á vandamálum svæðisins sem fram fór í framhaldi af fundinum sem haldinn var 23. ágúst með fulltrúum sveitarfélaga, stofnana og atvinnugreina. Sú greining er ákveðinn grunnur fyrir IPA umsóknirnar. Nú þegar tekist hefur að móta verkefnahópana og verkefnishugmyndirnar er gert ráð fyrir að hóparnir taki við framhaldinu og sjái um að skrifa umsóknirnar.
Stjórnin lítur svo á að hlutverki Eyþings sé nú lokið og lýsir ánægju með niðurstöðuna. Stjórnin þakkar Önnur Margréti gott starf.

Fundi slitið kl. 11:45.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.
Getum við bætt síðuna?