Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 04.09.2013

04.09.2013

 

Stjórn Eyþings

245. fundur

 

Árið 2013, miðvikudaginn 4. september, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Húsavík. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 14:00.

Þetta gerðist helst.

 

1.        Almenningssamgöngur.

Undir þessum dagskrárlið voru í síma lögfræðingar Sambands ísl. sveitarfélaga, Guðjón Bragason og ?. Fram kom hjá Guðjóni að misskilnings gætti hjá sveitarfélögunum á því hvað fælist í hugtakinu lögákveðin verkefni. Lögákveðið verkefni væri ekki það sama og skylduverkefni heldur væri það verkefni sem kveðið væri á um í lögum.

 

2.        Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 22. ágúst, um jöfnun raforku og húshitunarkostnaðar.

Samþykkt að vísa erindinu til umfjöllunar nefndar á aðalfundi.

 

3.        Aðalfundur 2013.

 

4.        Viljayfirlýsing, dags. 26. júlí, um leigu á skrifstofuhúsnæði í Hafnarstræti 91 á Akureyri.

Samkvæmt yfirlýsingunni er áformað að Eyþing ásamt nokkrum stofnunum flytji í Hafnarstræti 91 í janúar nk. að loknum gagngerum endurbótum og breytingum á húsnæðinu. Leigusamningi vegna núverandi húsnæðis hefur verið sagt upp.

 

5.        Frumvarp um breytingu á skipulagslögum.
Lagt fram.

                       

6.        Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga um Evrópska lýðræðisviku. Dags.

Lagt fram.

 

7.        Önnur mál.

 

 

Fundi slitið kl. 16:15.

Getum við bætt síðuna?