Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 04.02.2015

09.03.2015

Árið 2015, miðvikudaginn 4. febrúar, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Jón Stefánsson, Sif Jóhannesdóttir og Sigurður Valur Ásbjarnarson. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.
Fundur hófst kl. 15:00.

Þetta gerðist helst.
1. Bréf frá Greiðri leið ehf., dags. 13. janúar, um áskrift að hlutafé.

Á 262. fundi stjórnar var samþykkt að Eyþing skrifaði sig fyrir 423.691 kr. í samræmi við eignarhlut sinn. Ekki tókst að ljúka hlutfjáraukningunni í einni umferð og með bréfi Greiðrar leiðar er óskað eftir að Eyþing nýti rétt sinn til áskriftar að 230.504 kr. af óseldu hlutafé, þannig að félagið geti staðið við skuldbindingu sína um árlega 40 mkr. aukningu í Vaðlaheiðargöngum hf. Stjórnin hefur þegar samþykkt aukninguna í tölvupóstum og hefur upphæðin verið greidd.
Pétur greindi frá aukafundi í Greiðri leið sem haldinn var 12. janúar en þar kom fram mikill einhugur um að hluthafar standi saman um að klára verkefnið og standa við skuldbindingar sínar. Við gerð lánasamnings ríkisins og Vaðlaheiðarganga var gerð krafa um 200 mkr. aukningu hlutafjár frá Greiðri leið. Samkomulag náðist um að deila henni á fimm ár til að auðvelda hluthöfum Greiðrar leiðar að standa undir aukningunni. Enn eru ókomin svör frá einhverjum hluthöfum í seinni umferð áskriftar.
Stjórnin telur mikilvægt að sveitarfélögin taki samstarf sitt um verkefnið til umræðu og samþykkir að setja það á dagskrá fulltrúaráðsfundar 20. febrúar nk.


2. Fundargerðir menningarráðs, dags. 18. maí, 19. maí. 26. maí og 5. nóvember 2014, 48. – 51. fundur.
Arnór gerði grein fyrir fundargerðunum.


3. Sóknaráætlun.
(a) Samningur um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015 – 2019.
Lögð var fram endanleg útgáfa af samningnum, ásamt viðaukum I og II. Fulltrúar landshlutasamtakanna hafa verið boðaðir til undirritunar þann 10. febrúar í Reykjavík.
Heildarupphæð sem kemur til sóknaráætlana landshlutanna frá ríkinu er ríflega 550 milljónir króna. Til sóknaráætlunar Norðurlands eystra renna kr. 112.377.917 á ári með fyrirvara um samþykki fjárlaga. Þar af eru 10.600.000 kr. frá sveitarfélögum á Norðurlandi eystra.
Fallið var frá því að gera samræmdar úthlutunarreglur fyrir
uppbyggingarsjóðinn sem kveðið er á um í 2. kafla samningsins. Þess í stað er
nú kveðið á um að landshlutasamtökin setji sér verklagsreglur vegna úthlutana
úr sjóðnum og skulu þær staðfestar af stýrihópi Stjórnarráðsins.


(b) Skipting framlaga til sóknaráætlana.
Kynnt hefur verið endanleg reikniregla sem notuð var til að skipta framlögum
milli landshluta. Skiptireglan var samþykkt á fundi stýrihóps Stjórnarráðsins
um byggðamál þann 20. janúar sl. og lögð fyrir ríkisstjórn þann 27. janúar.
Fram kemur að reglan sé í meginatriðum eins og kynnt var á samráðsfundi
þann 5. desember 2014. Við endanlega útfærslu hennar hafi verið horft til
þeirra sjónarmiða að hún endurspeglaði félags- og hagfræðilega stöðu
landshlutanna (socio-economical) ásamt því að frávik frá upphæðum síðasta
tímabils yrðu viðráðanleg fyrir viðkomandi landshluta.
Eins og fram kemur í 262. fundargerð stjórnar þá var stjórnin í meginatriðum
sátt við skiptiregluna eins og hún var kynnt á fundinum 5. desember, og lýsti
yfir ánægju með hversu vandaður rökstuðningur lá að baki vali á breytum.
Hún tók jafnframt fram að hún gæti fallist á að bætt væri við breytu sem byggir
á fjarlægð frá Reykjavík. Í endanlega reiknireglu hefur nú verið bætt
svokölluðum fjarlægðarfasta. Því miður virðist ekki hafa verið tekið tillit til
þeirra ábendingar sem fram komu á fundinum 5. desember og þessi breyta ekki
byggja á jafn vönduðum grunni og þær breytur sem kynntar höfðu verið. Þetta
veldur stjórn Eyþings vonbrigðum.


(c) Staða sóknaráætlunarverkefna.
Pétur greindi frá því að endanlegu uppgjöri vegna sóknaráætlunarverkefna
2013 væri lokið. Þá fór hann yfir stöðu þeirra þriggja verkefna sem samþykkt
voru í sóknaráætlun 2014. Tveimur þeirra er nú að ljúka í samræmi við áætlun
en óvissa virtist um framgang þriðja verkefnisins.


4. Almenningssamgöngur – rekstraryfirlit.
Pétur fór yfir greiðslu- og skuldastöðu verkefnisins miðað við 31.12. 2014. Einnig
lagt fram yfirlit, dags. 16.1.2015, um rekstur á einstökum leiðum. Ljóst er að þær
hagræðingaraðgerðir sem farið var í á árinu 2014 hafa skilað sér að fullu og
farþegatekjur nær óbreyttar þrátt fyrir fækkun ferða. Óskað hefur verið eftir fundi
með innanríkisráðherra til að fá upplýsingar um þær úrbætur sem ræddar hafa verið
í rekstri almenningssamgangna. Enn hefur aðeins að takmörkuðu leyti verið unnið
úr rekstrarvanda Eyþings.
Fram kom að Geir Kristinn Aðalsteinsson sem setið hefur í samninganefnd
varðandi uppgjör á leið 57 og Sigurður Valur Ásbjarnarson eru báðir tilbúnir að
vinna áfram að verkefninu með formanni og framkvæmdastjóra. Stjórnin tekur
boði þeirra með þökkum.

5. Bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun, dags. 20. nóvember, um leiðbeiningar um ljósleiðarauppbyggingu.
Í bréfinu er kynning á leiðbeiningum sem finna má á vef stofnunarinnar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Jafnframt er boðið upp á fund til að kynna og ræða efni leiðbeininganna.
Stjórnin samþykkir að þiggja boð um kynningarfund og felur framkvæmdastjóra að kanna möguleika á því að kynningin verði á fyrirhuguðum fundi fulltrúaráðs Eyþings.


6. Þingmál.
(a) Frumvarp til laga um örnefni (heildarlög), 403. mál.
http://www.althingi.is/altext/144/s/0586.html
Lagt fram.
(b) Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun um áætlun vernd og orkunýtingu landsvæða, 244. mál.
http://www.althingi.is/altext/144/s/0273.html
Lagt fram.
(c) Frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál.
http://www.althingi.is/altext/144/s/0700.html
Lagt fram.
(d) Frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.), 426. mál. http://www.althingi.is/altext/144/s/0634.html
Lagt fram.
(e) Boð á fund umhverfis- og samgöngunefndar 4. febrúar um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína, 321. mál og um frumvarp til breytinga á raforkulögum, 305. mál (sjá 261. fund).
Fundurinn var haldinn í morgun í síma og tóku formaður, framkvæmdastjóri og Jón Stefánsson þátt í fundinum.


7. Undirbúningur vegna fundar Eyþings og SSA með þingmönnum NA-kjördæmis, þann 11. febrúar nk. í Mývatnssveit.
Gerð var tillaga um þau mál sem stjórnin telur að ræða eigi á sameiginlegum fundi stjórna Eyþings og SSA með þingmönnum.
Framkvæmdastjóra falið að ganga frá dagskrá í samstarfi við forsvarsmenn SSA og senda út ásamt lista yfir mál sem óskað er að verði rædd.


8. Fundur í fulltrúaráði.
Samþykkt að fundurinn verði haldinn föstudaginn 20. febrúar á Húsavík. Framkvæmdastjóra er falið að ganga frá dagskrá fundarins en sérstök áhersla er á umfjöllun um sóknaráætlun og um almenningssamgöngur.

9. Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015 – 2026, útgefin í desember 2014. Sjá www.landsskipulag.is eða www.skipulagsstofnun.is .
Lagðir fram minnispunktar um helstu áhersluatriði tillögunnar. Stjórnin telur ekki tilefni til sérstakra athugasemda við tillöguna.


10. Önnur mál.
Sigurður Valur tók til máls og sagði að þar sem hann hefði nú látið af starfi bæjarstjóra Fjallabyggðar vildi hann þakka fyrir mjög ánægjulegt samstarf og gott starf innan Eyþings. Stjórnarmenn og framkvæmdastjóri þökkuðu Sigurði sömuleiðis mjög góð kynni. Sigurður sagðist vænta þess að varamaður hans sæti stjórnarfundi fram að aðalfundi að nýr aðalmaður verði kosinn í sinn stað.


Fundi slitið kl. 17:00.
Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?