Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 03.11.2014

22.01.2015

Stjórn Eyþings

260. fundur

 

Árið 2014, mánudaginn 3. nóvember, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Hafnarstræti 91, Akureyri. Mætt voru Logi Már Einarsson formaður, Arnór Benónýsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Hilma Steinarsdóttir, Sif Jóhannesdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Eiríkur H. Hauksson varamaður Jóns Stefánssonar sem boðaði forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 10:00.

Þetta gerðist helst.

 

  1. Drög að samningi um sóknaráætlun 2015 – 2019 (dags. 17. október), ásamt drögum að úthlutunarreglum vegna styrkja úr uppbyggingarsjóði landshlutans (dags. 24. október).

Undir þessum dagskrárlið mætti Hólmfríður Sveinsdóttir verkefnisstjóri sóknaráætlana landshluta til að fara yfir drögin og svara spurningum stjórnamanna. Fyrir fundinum lá minnisblað, dags. 31. október, í samantekt framkvæmdastjóra, minnispunktar frá símafundi landshlutasamtakanna 30. október og umsögn menningarfulltrúa landshlutanna.

Fram kom vilji til að byggja á verklagi sóknaráætlunar eins og ítrekað hefur komið fram áður. Miklar áhyggjur komu á hinn bóginn fram á þeirri óvissu sem ríkir um fjármagn til samningsins, ekki síst til framtíðar litið. Að mati stjórnarinnar liggur í samningsdrögunum hætta á kröfu um vaxandi framlög frá sveitarfélögunum á móti ríkisframlagi. Sömuleiðis komu fram miklar áhyggjur af hlut menningar í nýjum samningi. Vakin var athygli á hvernig framlög til menningarsamninga hafa lækkað með hverjum samningi á sama tíma og framlög til menningarstofnana í Reykjavík hafa verið verðbætt.

Að mati stjórnarinnar þarf að halda þeim möguleika opnum til vara að framlengja núverandi samninga um sóknaráætlun, vaxtarsamningsfé og menningarmál um eitt ár ef þörf reynist á til að ljúka nýjum samningi með fullnægjandi hætti.

Samþykkt var að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við einstaka kafla og einstakar greinar í drögunum. Framkvæmdastjóra var falið að ganga frá umsögn á grunni fyrirliggjandi minnisblaðs og umræðna á fundinum.

Hólmfríður gat þess að hún hefði kosið að meira frumkvæði hefði komið frá landshlutasamtökunum í gerð samningsins. Formaður nefndi að hann saknaði þess að fyrst væri haldinn samráðsfundur landshlutasamtakanna og stýrihóps vegna mismunandi áherslna frekar en setja drögin fyrst í umsagnarferli.

Hólmfríði voru þökkuð greinargóð svör á fundinum.

 

 

  1. Bréf frá Minjastofnun, dags. 22. október, með ósk um tilnefningu tveggja fulltrúa í minjaráð Norðurlands eystra.

Eftirtalið var samþykkt:

Aðalmaður: Steinunni Maríu Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi Fjallabyggð

       Til vara: Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Akureyri

Aðalmaður: Sif Jóhannesdóttir, bæjarfulltrúi Norðurþingi

       Til vara: Daníel Pétur Hansen, sveitarstjórnarfulltrúi Svalbarðshreppi

  1. Þingmál.

(a)     Frumvarp til laga um vegalög (gjaldtaka af umferð o.fl., EES-reglur), 157. mál.         www.althingi.is/altext/144/s/0161.html

Lagt fram.

(b)     Frumvarp til laga um framhaldsskóla, 214. mál.

       www.althingi.is/altext/144/s/0243.html     

       Lagt fram.

(c)      Frumvarp til laga um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, 107. mál.

       www.althingi.is/altext/144/s/0107.html     

       Lagt fram.

(d)     Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (Hvammsvirkjun), 244. mál.

www.althingi.is/altext/144/s/0273.html      

Lagt fram.

(e)      Frumvarp til laga um úrskurðarnefnd velferðamála, 207. mál. www.althingi.is/altext/144/s/0233.html     

Lagt fram.

(f)      Frumvarp til laga um sérhæfða þjónustumiðstöð á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu (heildarlög), 257. mál.

www.althingi.is/altext/144/s/0295.html     

Lagt fram.

  1. Önnur mál.

Nokkur umræða varð um breytingar á starfsumhverfi framhaldsskólanna, bæði hvað varðar fækkun nemendaígilda og boðað 25 ára aldursmark. Einkum veldur þetta áhyggjum í nýju og litlu framhaldsskólunum úti á landi. Arnór og Sigurður munu afla nánari upplýsinga fyrir stjórnina.

 

Fundi slitið kl. 12:03.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?