Fara í efni

Fundargerð - Stjórn Eyþings - 02.04.2014

22.01.2015

 

 

Stjórn Eyþings

252. fundur

 

Árið 2014, miðvikudaginn 2. apríl, kom stjórn Eyþings saman til fundar í Baðstofunni að Hafnarstræti 91 Akureyri. Mætt voru Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður, Dagbjört Bjarnadóttir, Guðný Sverrisdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarsonar og Siggeir Stefánssonar sem var í síma, og varamennirnir Soffía Helgadóttir og Ólafur Jónsson. Gunnlaugur Stefánsson og Halla Björk Reynisdóttir boðuðu forföll. Einnig var framkvæmdastjóri, Pétur Þór Jónasson, mættur.

Fundur hófst kl. 13:10.

Þetta gerðist helst.

 

  1. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 10. mars, um áformaða úttekt á almenningssamgöngum.

Bréfið er svar við fyrirspurn Eyþings í bréfi 3. mars. Í bréfinu kemur fram að ráðherra hefur kallað eftir áfangaskýrslu um almenningssamgönguverkefnið og er þess vænst að nefnd um verkefnið skili tillögum til endurbóta.

Geir gerði grein fyrir tilraun sem gerð hefur verið til að ná samkomulagi við SSV en án árangurs.

Farið yfir erindi frá Eyþingi fyrir fund í innanríkisráðuneytinu á morgun. Stjórnin er sammála því að óska eftir að ríkið leysi til sín samninga um almenningssamgöngur á vegum Eyþings. Í erindinu eru ástæður þess taldar upp í sjö liðum.

 

  1. Bréf frá innanríkisráðuneytinu, dags. 10. febrúar, um samráð vegna endurskoðunar tólf ára samgönguáætlunar 2015-2026 og fjarskiptaáætlunar 2015-2026.

Samráðsfundur er áformaður 8. apríl á Húsavík og þess vænst að stjórn Eyþings sæki fundinn, ásamt fulltrúum frá sveitarfélögunum. Óskað er eftir að fulltrúaráð Eyþings taki þátt í fundinum. Dagskrá fundarins er ókomin.

 

  1. Menningarsamningur.

Upplýst var að enn er beðið eftir nýjum drögum að samningi en óvissa er um aðkomu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að samningnum.

 

  1. Fundur Eyþings og SSA um samskipti og samstarf landshlutanna, boðaður 4. apríl.

Samþykkt að Geir, Sigurður og Pétur taki þátt í fundinum sem haldinn verður hjá Eyþingi. Lagt er til að ræða sérstaklega almenningssamgöngur milli landshlutanna, vetrarþjónustu, flugsamgöngur til höfuðborgasvæðisins og úrgangsmál.

 

 

 

  1. Þingmál.

(a)      Tillaga til þingsályktunar um áhættumat vegna ferðamennsku, 216. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0278.html 

Lögð fram.

(b)     Frumvarp til laga um umferðarlög (EES-reglur o.fl.), 284. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0552.html

Lagt fram.

(c)      Tillaga til þingsályktunar um kaup ríkisins á Grímsstöðum á Fjöllum, 276. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0530.html

Lögð fram.

(d)     Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi, 277. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0532.html 

Lögð fram.

(e)      Tillaga til þingsályktunar um  að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og um eflingu samstarfs við Evrópusambandið og Evrópuríki, 340. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0635.html 

Lögð fram.

(f)      Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið, 344. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0532.html 

Lögð fram.

(g)     Tillaga til þingsályktunar um formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar, 352. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0532.html 

Lögð fram.

(h)     Frumvarp til laga um fiskeldi (breyting ýmissa laga), 319. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0609.html 

Lagt fram.   

 

(i)       Frumvarp til laga um smáþörungaverksmiðju Algalífs Iceland ehf. á Reykjanesi (ívilnanir í sköttum, og gjöldum o.fl.), 375. mál.

http://www.althingi.is/altext/143/s/0686.html

Lagt fram.

 

 

  1. Bréf frá RHA, dags. 6. febrúar, varðandi verkefni um Vaðlaheiðargöng – áhrif á samfélag og efnahag.

Stjórnin er sammála um að æskilegt er að ráðast í verkefnið og felur framkvæmdastjóra að ræða við RHA. Ákvörðun verður tekin síðar í ljósi fjárhagsaðstæðna.

 

  1. Vinnufundur um mótun sameiginlegrar framtíðarsýnar fyrir leikskóla landsins, landshlutafundur haldinn á Akureyri 31. mars.

Geir og Guðný greindu frá fundinum sem var að þeirra mati mjög vel heppnaður.

 

  1. Landskipulagsstefna 2015 – 2026.

Pétur tók þátt í samráðsfundi 5. mars á Akureyri og greindi frá þeim áherslum sem þar komu fram. Vakti einnig athygli á tengslum við aðrar áætlanir s.s. samgönguáætlun.

 

  1. Úrgangsmál.

Ekki reyndi á bókun stjórnar frá 251. fundi þar sem Flokkun boðaði til fundar um úrgangsmál á Norðurlandi í samstarfi við fleiri aðila. Sá fundur var 14. mars og sátu nokkrir stjórnarmenn fundinn. Engin niðurstaða varð á fundinum varðandi frekara samstarf, hvorki innan svæðis né milli landshluta. Nokkur umræða varð um það með hvaða hætti þessum málum verði þokað áfram.

 

Fundi slitið kl. 15:25.

Pétur Þór Jónasson ritaði fundargerð.

Getum við bætt síðuna?