Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 31.05.2011

31.05.2011

 

 

31. fundur

 

Árið 2011, þriðjudaginn 31. maí kl. 15:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson, Sigurður Guðmundsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Bryndís Símonardóttir. Fjarverandi voru  Bjarni Valdemarsson  og Gunnólfur Lárusson, en fyrir þá mættu Bjarkey Gunnarsdóttir og Hildur Stefánsdóttir.  Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár:

 

1. Sóknaráætlun landshluta.

Pétur Þór Jónasson framkvæmdarstjóri Eyþings kynnti verkefnið „Ísland 2020“, sem fjallar um stefnumótun og framtíðarsýn í stjórnsýslu Ríkisins. Innan verkefnisins er jafnframt landshlutaáætlun og er þar gert ráð fyrir að svæðin skapi sér heildarstefnu landshlutans í menningarmálum. Stjórn Eyþings fer þess á leit að Menningarráðið leiði þá vinnu og leggi fram drög að stefnumótun fyrir fjórðunginn í lok september.

 

2. Endurskoðun á úthlutunarferlinu.

Ákveðið var að bæta klausu við styrkumsóknareyðublaðið þess efnis að Menningarráðið geti kallað eftir ársreikningum hjá félagasamtökum sem sækja um styrk.

Talsverð umræða varð um það hvaða verkefni á að styrkja. Ákveðið var að fresta frekari umræðu um málið þar til kemur að stefnumótunarvinnunni.

Þórgunnur lagði til að styrkumsóknir yrðu auglýstar í október og úthlutun færi fram í janúar. Þetta var samþykkt.

 

3. Stefnumótun í menningarmálum fyrir Eyþing.

Þórgunnur lagði til að ráðinn verði verkefnisstjóri að verkefninu. Gott ef viðkomandi eða einhver sem þekkingu hefur á slíku, gæti komið á fund Menningaráðsins og kynnt fyrir því verkferil verkefnis af þessu tagi.

Ákveðið var að haft verði samband við Dr. Hauk Hannesson, listrekstarfræðing og óskað eftir að hann mæti á fund Menningarráðsins í júlí.

 

4. Athugsemdir frá Frafl, framkvæmdafélagi listamanna.

Menningarráð Eyþings þakkar Frafl, framkvæmdafélagi listamanna, Reykjavík fyrir innsendar athugasemdir.

 

5. Önnur mál.

Engin mál voru tekin fyrir undir þessum lið.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.

Bryndís Símonardóttir, fundarritari.

 

Getum við bætt síðuna?