Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 29.10.2013

07.11.2013

47. fundur

Þriðjudaginn 29. október kl. 17.00 kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29 Akureyri. Mættir eru: Arnór Benónýsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir,  Hildur Stefánsdóttir,  Logi Már Einarsson  og Kjartan Ólafsson á skype. Þórgunnur R. Vigfúsdóttir boðaði forföll ekki náðist í varamann, Barni Valdimarsson mætti ekki. Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi. 

 

Fundarsetning:

Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

 

1. Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Menningarráð Eyþings fagnar útkominni úttekt á framkvæmd menningarsamninga.  Norðurland Eystra er í öðru sæti þegar litið er til heildarárangurs á landsvísu með 89 stig af 100 mögulegum og lýsir menningarráðið yfir ánægju sinni með þá niðurstöðu. Fram kemur í úttektinni að ánægja styrkþega með þjónustu menningarráðs er áberandi mikil og með hæsta skori. Þar skiptir starf menningarfulltrúa meginmáli og vill ráðið þakka starfsmanni sínum gott starf.  Þá skal áréttað að meginniðurstaða úttektarinnar er það vanti meira fjármagn til þessa málaflokks til þess að markmiðum menningarsamningsins verði náð.

Skýrslan verður kynnt sem fyrst og sérstaklega fyrir aðildarsveitarfélögum.  Með frétt á nýrri heimasíðu.

2. Leiðarþing 2013 – Niðurstöður og framhald

Almenn ánægja er  með framkvæmd leiðarþings, bæði aðsókn og útkomu. Á þinginu og í vef-könnun sem send var til þátttakenda eftir þingið eru margir gagnlegir punktar sem nýtast vel við vinnu ráðsins. Gert er ráð fyrir að endurtaka leikinn að ári.

3. Úthlutunarferli 2014

Ákveðið var að auglýsa verkefnastyrki og stofn- og rekstrarstyrki í næstu viku en þó með fyrirvara um samþykki alþingis.  Umsóknarfrestur til 12.desember.

Auglýsing og úthlutunarreglur um stofn- og rekstrarstyrki samþykkt með áorðnum breytingum.

Auglýsing og úthlutunarreglur um verkefnisstyrki samþykkt með tveimur viðbótaráherslum við forgangsröðun úthlutana. Það eru verkefni sem stuðla að listsköpun ungs fólks og verkefni/aðilar sem ekki hafa fengið stuðning menningarráðs áður.

4. Önnur mál

Frá upphafi árs 2012 hefur menningarráð verið að þróa samstarf við menningarráð Vesterålen í Noregi. Borist hefur bréf frá Erik Bugge menningarfulltrúa Vesterålen, þar sem hann óskar eftir skype-fundi um frekar þróun samstarfsins.  Stjórnin tekur jákvætt í það að viðhalda og styrkja samstarf við Vesterålen.

Fundi slitið 19.15

Hildur Stefánsdóttir fundarritari

 

 

 

Getum við bætt síðuna?