Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 29.07.2011

29.07.2011

 

 

32. fundur

 

Árið 2011, föstudaginn 29. júlí kl. 17:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson, Ingibjörg Sigurðardóttir,  Bryndís Símonardóttir,  Bjarni Valdemarsson  og Gunnólfur Lárusson.  Sigurður Guðmundsson mætti ekki og enginn varamaður fyrir hann. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.  Á fundinn mætti  Haukur Hannesson, listrekstrarfræðingur nefndinni til ráðgjafar.

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð Hauk Hannesson og fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár og gaf hún Hauki orðið.

 

1. Menningarstefna Eyþings.

Haukur fór yfir helstu atriði stefnumótunar og aðferðafræðina við að setja hana saman.

Menningarráðið ákvað að ráða Hauk til þess að gera fyrstu drög að menningarstefnu fyrir ráðið og mun Ragnheiður Jóna ganga frá því við hann.

 

2. Önnur mál.

Ekkert var tekið fyrir undir þessum lið.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:30.

 

Bryndís Símonardóttir, fundarritari.

 

Getum við bætt síðuna?