Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 28.02.2010

28.02.2010

 

23. fundur

 

Árið 2010, sunnudaginn 28. febrúar kl. 13:30, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar í Hótel Reynihlíð. Mætt voru:  Björn Ingimarsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir,  Valdimar Gunnarsson, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Erna Þórarinsdóttir og Guðni Halldórsson.  Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Björn Ingimarsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.           

1.       Endurnýjun menningarsamnings fyrir árið 2010.  Enn hefur ekki fengist niðurstaða í málið en vænta má ákvörðunar frá mennta- og menningráðuneyti á allra næstu dögum. Enn eru fáein atriði óljós, sem verður að fá botn í m.a. varðandi hlut sveitarfélaga. Björn, Sigrún Björk og  Ragnheiður Jóna gerðu grein fyrir samskiptum og fundahöldum um málið á síðustu vikum. Sigrún leggur áherslu á að menningarfulltrúar ættu að vinna í því að skilgreina markmið. Telur mikilvægt að markmið hjá ríkinu og hinum mismunandi menningarráðum séu þau sömu svo vinnubrögð verði markvissari. Fundarmenn ræddu þessi og önnur atriði nokkru nánar.

 

2.       Staða verkefna: Ragnheiður Jóna gerði grein fyrir stöðu nokkurra verkefna sem fengið hafa styrkúthlutanir hjá Menningarráði Eyþings en hefur enn ekki verið lokið. Umrædd verkefni eru á mismunandi stigum en líkur á að þeim verði lokið áður en langt líður.

 

3.       Úthlutun 2010: Borist höfðu 127 styrkumsóknir til menningarráðsins – samtals að upphæð 73.560.000 milljónir króna. Til ráðstöfunar hjá ráðinu að þessu sinni voru alls 23 milljónir króna.

       Um hæfi og vanhæfi:

Erna Þórarinsdóttir kvaðst vanhæf við umfjöllun umsókna nr. 1, 14, 102 og 127.

Sigrún Björk Jakobsdóttir kvaðst vanhæf í nr. 32, 48 og 71.

Guðni kvaðst vanhæfur í nr. 119.

Unnið var  við yfirferð umsókna til kl. 16:25, gert þá 15 mínútna kaffihlé en síðan haldið áfram sleitulaust að fundarlokum.

                                                               Fleira ekki gert – fundið slitið til kl. 19.05.

                                                                                              Guðni Halldórsson, fundarritari.                                                                                             

Getum við bætt síðuna?