Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 27.03.2012

27.03.2012

 

 

37. fundur

 

Árið 2012, þriðjudaginn 27. mars kl. 16:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson,  Bjarni Valdimarsson, Gunnólfur Lárusson, Kjartan Ólafasson í forföllum Ingibjargar Sigurðardóttur og Sigurður Guðmundsson. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.  Bryndís Símonardóttir boðaði forföll, ekki náðist í varamann.

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð  fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

 

1. Flutningur fjármagns af safnliðum fjárlaga

Bjarni Valdimarsson gerði grein fyrir fundi formanna menningarráðanna á landsbyggðinni  og fundi í menntamálaráðuneytinu.  Formenn menningarráðanna leggja áherslu á að úthlutunarreglurnar séu þær sömu um allt land.  Fyrir fundinum lágu drög að úthlutunarreglum. Menningarráð samþykkti reglurnar með  breytingum.

Með fyrirvara um jákvæð viðbrögð frá mennta- og menningarmálaráðuneyti við erindi menningarráðs vegna flutning fjármagns af safnliðum fjárlaga felur menningarráð formanni menningarráðs og menningarfulltrúa  að auglýsa stofn og rekstrarstyrki að því gefnu að  stjórn Eyþings samþykki samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

 

2. Stefnumótun menningarráðs Eyþings

Ein athugasemd hefur borist við drögum um stefnu Menningarráðs Eyþings.  Samþykkir ráðið athugasemdirnar.  Formaður gerir tillögu um frekari breytingar sem eru samþykktar.  Stefnan er samþykkt með fyrirliggjandi breytingum.

Rætt um útvíkkun stefnunnar á starfssvæði Eyþings.  Mikilvægt að sveitarfélögin hafi aðkomu að gerð hennar.  Aðkoma sveitarfélaga rædd,  senda þarf sveitarfélögunum drög og fá fram þeirra áherslur.

 

3. Breytingar á verkefnum

Fyrir fundinum liggur ósk um breytingu á verkefni frá Miðjunni á Húsavík sem fellur undir List án landamæra.  Menningarráðið getur ekki  orðið við ósk um breytingar á verkefninu og fellur styrkurinn því niður.

4. Önnur mál

Fyrirspurn frá Sigurði Guðmundssyni um kostnað við síðustu úthlutun menningarráðs og ferð menningarfulltrúa til Vesterålen. Formaður svarar fyrirspurn Sigurðar.

Formaður kynnir bréf frá Láru Sóleyju Jóhannsdóttur,  málið rætt.  Formanni og menningarfulltrúa falið að svara erindinu á sömu forsendum og öðrum slíkum erindum.

Formaður gerir grein fyrir að endurnýja þurfi tölvu menningarfulltrúa og að ekki sé gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun menningarráðs.   Menningarráð  samþykkir að  keypt sé ný tölva á skrifstofuna.

Ragnheiður Jóna gerði grein fyrir ferð til Vesterålen í Noregi sem farin var með Menningarráði Austurlands. Lögð var fram skýrsla um ferðina.

Sigurður Guðmundsson óskaði eftir umræðu um störf sín í menningarráðinu. Honum barst til eyrna að óánægja fulltrúa í menningarráðinu um störf hans í ráðinu hefði borist inn á stjórnarfund Eyþings. Kvörtuðu fulltrúar undan því að Sigurður setti hagsmuni Akureyrar ofar faglegum sjónarmiðum. Taldi Sigurður að um trúnaðarbrest væri að ræða. Málið rætt. Formaður taldi að ekki hefði verið um trúnaðarbrest að ræða.


Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, ritaði fundargerð

 

 

Getum við bætt síðuna?