Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 21.04.2010

21.04.2010

 

25. fundur

Árið 2010, miðvikudaginn 21. apríl kl. 14:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar í húsnæði Grunnskóla Ólafsfjarðar. Mætt voru: Björn Ingimarsson, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Valdimar Gunnarsson og Guðni Halldórsson.

Erna Þórarinsdóttir, forfallaðist á síðustu stundu og ekki var gerlegt að boða varamann.

Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Björn Ingimarsson, setti fund, bauð fundarmenn velkomna og þakkaði Þórgunni Reykjalín fyrir framboðna fundaraðstöðu. Því næst var gengið til dagskrár.

 

1.       Endurskoðun á úthlutunarferli: Fundarmenn ræddu almennt hvernig til hefði tekist á umliðnum árum, hvar mögulega mætti breyta og bæta frekar. Farið var yfir nokkra punkta sem settir höfðu verið fram til umhugsunar. Jafnframt rætt um að skilgreina innri starfshætti fyrir ráðið til að auðvelda starfið við mannaskipti. Fundarmenn voru sammála að hafa úthlutunarreglur svo lýsandi og einfaldar sem kostur væri. Ramminn þyrfti að vera skýr og reglur að gilda jafnt um alla.

Um verkefnastyrki er að ræða, sbr. samning um samstarf  ríkis og sveitarfélaga á svæði Eyþings, og tryggja verði að það komist sem best til skila í kynningu, auglýsingum og umsóknarferlinu öllu.

Farið var yfir: Matskerfi - Úthlutunarreglur - Umsóknareyðublöð - Greinargerð og loks Samþykktir Menningarráðs Eyþings.

Framlagðar nokkrar tillögur um breytingar á úthlutunarreglum sem og á umsóknareyðublöðum og á formi fyrir greinargerð við lok verkefna. Tillögur verða afgreiddar endanlega á næsta fundi Menningarráðs Eyþings.

 

2.       Endurnýjun menningarsamnings 2010/2011:  Björn og Sigrún gerðu grein fyrir samskiptum við mennta- og menningarmálaráðuneyti varðandi samning fyrir yfirstandandi ár og síðan var rætt um væntanlega vinnu við samning fyrir árið 2011. Skal vinnu lokið fyrir 1. september.

 

3.       Menningarlandið 2010: Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til Menningarþings 30. apríl á Hótel Lofleiðum í Reykjavík, undir yfirskriftinni: Menningarlandið 2010 – Mótun menningarstefnu. Samþykkt var að formaður og menningarfulltrúi sæktu þingið á vegum Menningarráðs Eyþings.  

 

4.       Önnur mál: Rætt um næsta fund ráðsins í lok ágúst til að ákveða um áherslur í starfinu 2011.

 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00

Guðni Halldórsson, fundarritari

Getum við bætt síðuna?