Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 03.10.2012

03.10.2012

39. fundur

 

Árið 2012, miðvikudaginn 3. október kl. 16.00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Arnór Benónýsson og  Bjarni Valdimarsson, Bryndís Símonardóttir og Sigurður Guðmundsson. Forföll boðuðu Gunnólfur Lárusson og Ingibjörg Sigurðardóttir.  Hildur Stefánsdóttir mætti í forföllum Gunnólfs Lárussonar ekki náðist í varamann Ingibjargar Sigurðardóttur. Einnig mætti Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.   

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir setti fundinn, bauð  fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.

 

 

 

1.       Stefnumótun, svör frá sveitarfélögum

Svör bárust frá 5 sveitarfélögum og er formanni Menningarráðsins og menningarfulltrúa falið að gera stutta samantekt um efnið og koma til skila til Eyþings.

 

2.       Erindi frá Árnastofnun

Nefndarmenn telja erindið eiga ekki heima hjá  Menningarráðinu. Menningarfulltrúa falið að svara erindinu.

 

3.       Fjárhagsáætlun 2013  

Lagt er til að hækka áætlunina um 300.000 vegna heimasíðugerðar og um  80.000  vegna auglýsinga. Að öðru leyti var fjárhagsáætlun 2013 samþykkt.

 

4.       Önnur mál

a)      Örstutt umræða átti sér stað um málefnið 20/20.

 

 

Fundi slitið kl 17:00.

Bryndís Símonardóttir, ritari.

 

 

Getum við bætt síðuna?