Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 03.09.2010

03.09.2010

 

26. fundur

Árið 2010, föstudaginn 3. september kl. 14:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Strandgötu 29,  Akureyri.  Mætt voru:  Björn Ingimarsson,  Sigrún Björk Jakobsdóttir, Erna Þórarinsdóttir, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir, Valdimar Gunnarsson, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðni Halldórsson. Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Björn Ingimarsson, setti fund, bauð fólk velkomið og gengið var til dagskrár:

1.       Staða verkefna:

Ragnheiður Jóna lagði fram lista yfir stöðu einstakra verkefna úr úthlutunum 2009. Nokkur verkefni úr fyrri og seinni úthlutun, sem samþykkt hafði verið að styrkja, náðu ýmissa hluta vegna ekki fram að ganga og hlutu því ekki fjárframlög. Upphæð, alls liðlega 4 milljónir  króna, er því tiltæk til endurúthlutunar.

 

Úthlutun 2009

Verkefni

Heimaréttarkvöld í Mývatnssveit

Hinn þingeyski sagnamaður

Menning úr heimabyggð - Arfurinn okkar

Menningardagskrá í Draflastaðakirkju

Miðlun á menningartengdri ferðaþjónustu - jólasveinarnir í Dimmuborgum

Námskeið í Sagnamennsku að Húsabakka

Núll einn og einn níu - Sögur af Akureyrarflugvelli

SIN HÚSVÍK

Sumardjassnámskeið Eyjafjarðar

Sögugönguleiðir - afþreying og miðlun menningararfsins

Söguslóð: miðbær-innbær

Þekktar persónur á síldartunnubotnum

Þorgeirsstofa

 

Úthlutun 2009 b

Verkefni

Börn fyrir börn

Hringferð í Fjörðum

Sagnaþing á Dalvík

 

Eftirtalin verkefni fengu skerta úthlutun að aflokinni yfirferð yfir uppgjör verkefnanna, upphæð alls liðlega 800 þúsundir króna, er því tiltæk til endurúthlutunar.

Úthlutanir 2009

Verkefni

Aðventudagskrá í Þingeyjarsýslum

Lifandi handverk - skapandi hönnun

Listahátíðin "List á landamæra"

Menning á sjálfbærum áfangastað

Myndlistasýningar í Menningarhúsinu á Dalvík

Myndlistanámskeið með áherslu á sjóinn

 

 

Menningarfulltrúi gerði og grein fyrir stöðu verkefna 2010, en nokkrum er þegar lokið og greinargerðum hefur verið skilað en önnur eru á mismunandi framkvæmdastigi.

 

Tekið fyrir tölvubréf frá Tónlistarfélagi Dalvíkur, stílað á formann menningarráðs, ásamt greinargerð vegna framkvæmdar verkefnis sem ákveðið var að styrkja sl. vor.  Vegna breytinga sem orðið hafa á verkefninu, frá því sem upphaflega var lagt upp með, var samþykkt að takmarka styrkfjárhæð við helming þeirrar fjárhæðar sem ákvörðuð var sl. vor. Heildarstyrkur vegna umrædds verkefnis hefur þar með verið greiddur.

 

   

2.       Endurskoðun á úthlutunarferli – framhald frá síðasta fundi:

Haldið var áfram þar sem frá var var horfið á síðasta fundi. Þau atriði sem þar voru rædd voru nú yfirfarin á ný ásamt nokkrum viðbótaratriðum. Umræddar breytingar munu taka gildi við næstu úthlutun ráðsins.  Jafnframt rædd nokkur grunnatriði í starfsháttum, sem hægt verður að miðla áfram til nýrra stjórnarmanna.

·         Umsóknarblað yfirfarið og samþykktar fáeinar breytingar.

·         Greinargerð vegna ráðstöfunar styrkfjár.  Formið  yfirfarið og samþykkt með framlögðum breytingum.

·         Úthlutunarreglur. Samþykktar með fáeinum breytingum.

·         Starfshættir ráðsins ræddir og framlögð tillaga um grunnatriði samþykkt með smábreytingu.

 

 

3.       Rekstur og fjárhagur 2010:                                                                                       

Menningarfulltrúi lagði fram fjárhagsáætlun 2010, yfirlit yfir fjárhagsstöðuna, framlög hvers sveitarfélags í Eyþingi sem og samanburð við framlög í öðrum menningarsamningum. Björn gerði grein fyrir samskiptum við ráðuneytið og hvað nýr samningur þýddi í auknum útgjöldum fyrir sveitarfélög í  Eyþingi. Ræddu fundarmenn þetta nokkuð og var ákveðið að formaður, varformaður og menningarfulltrúi myndu funda með nokkrum fulltrúum sveitarfélaga til að kynna  málið fyrir aðalfund Eyþings.

 

4.       Önnur mál:

Formaður vakti athygli á að bæta þyrfti aðstöðu á skrifstofu. Kaupa þyrfti hækkunarbúnað á skrifborð menningarfulltrúa, sem stríðir við bakveiki. Formaður vildi vekja athygli á þessu þar sem ekki væri getið útgjalalda til slíks í fjárhagsáætlun. Samþykkti ráðið að menningarfulltrúa væri heimilt að fjárfesta í umræddum búnaði.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00

Guðni Halldórsson, fundarritari

Getum við bætt síðuna?