Fara í efni

Fundargerð - Menningarráð - 03.04.2011

03.04.2011

29. fundur

 

Árið 2011, sunnudaginn 3. apríl kl. 11:00, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar í Hótel Natur á Svalbarðsströnd. Mætt voru: Þórgunnur Reykjalín, Arnór Benónýsson, Bjarni Valdimarsson, Bryndís Símonardóttir, Gunnólfur Lárusson og Ingibjörg Sigurðardóttir. Sigurður Guðmundsson boðaði forföll og í  hans stað mætti Andrea Hjálmsdóttir. Einnig mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Þórgunnur Reykjalín, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

 

 

1.       Kynning á formannafundi 1. Febrúar 2011

Þórgunnur og Jóna kynntu fundarefni formannafundarins og niðurstöður hans. Þær sögðu einnig frá ráðstefnu um menningarrmál er fyrirhuguð á Nýfundnalandi. Þar verður efnið: Hlutverk menningar og lista í samfélagsþróun. Um er að ræða fjölþjóðlega ráðstefnu. Æskilegt væri að menningarfulltrúi Eyþings kæmist á ráðstefnuna. Fundarmenn voru sammála um að verkefnið væri verðugt þótt ljóst væri að kostnaður verði nokkur og formanni og menningarfulltrúa falið að vinna að því að af ferðinni geti orðið.

 

2.      Kynning á nýjum menningarsamningi

Menningarfulltrúi kynnti drög að nýjum menningarsamningi. Samningurinn hefur verið einfaldaður og gerður skýrari, svo tryggja megi að allir hafi sama skilning á samningnum og vinni að honum með svipuðum hætti. Áætluð dagsetning á undirskrift samningsins er  15. apríl n.k.

Úthlutun styrkjanna í Eyþingi verður væntanlega í upphafi Dymbilviku.

 

3.      Staða verkefna.

Styrkir sem veittir voru síðastliðið ár hafa nær allir verið nýttir en til endurúthlutunar koma þó 1.975.000 krónur.

Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir styrkumsækendur til þess að þeir geti haldið betur  utan um rekstur verkefna sinna og að skila af sér tilskildum reikningsgögnum.

 

4.      Úthlutun

Borist höfðu 119 umsóknir til menningarráðsins – samtals að upphæð 59,7 milljónir króna. Til ráðstöfunar hjá ráðinu að þessu sinni voru alls 23 milljónir króna.

 

Um vanhæfi:

 

Andrea kvaðst vanhæf við umfjöllun umsóknar númer  50

Arnór kvaðst vanhæfur  í nr. 12, 41, 56 og 108

Bryndís kvaðst vanhæf í nr. 42, 48, 51, 61, 74 og 114

Gunnólfur kvaðst vanhæfur í nr. 62 og 82

 

 

Unnið var við yfirferð umsókna að fundarlokum.

 

Fleira ekki gert – fundið slitið til kl. 18:45

Bryndís Símonardóttir, fundarritari.

Getum við bætt síðuna?