Fara í efni

Fundargerð - Fulltrúaráð - 08.06.2017

08.06.2017

 

Fulltrúaráð Eyþings

Fundur á Fosshótel, Húsavík kl. 15:00

8. júní 2017

Fundargerð 6. fundar

 

Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður Eyþings setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar Eyþings.

Aðalefni fundarins var að kynna verkefnið Sameining Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna. Verkefnið var kynnt fyrir stjórn Eyþings í gær. Framkvæmdastjórar Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga (AÞ) voru á þeim fundi. Verkefnið verður aðalefni aðalfundar Eyþings í haust. Nauðsynlegt að hvert sveitarfélag myndi sér skoðun og taki þátt í umræðu í haust.

  1. Kynning á skýrslu RHA:sameining Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna á Norðurlandi eystra.

Hjalti Jóhannesson og Arnar Þór Jóhannesson frá RHA kynntu verkefnið. En það má nálgast á heimasíðu Eyþings undir skýrslur www.eything.is

Guðmundur Baldvin sagði verkefnið áhugavert og margt að hugsa um. Ýmislegt sem kom fram t.a.m. að AFE sé samráðsvettvangur en þar er fimm manna stjórn, tveir frá Akureyri og 3 frá öðrum sveitarfélögum. Guðmundur Baldvin sagðist hafa velt fyrir sér hvernig framtíðarskipulag í stjórn Eyþings ætti að vera þ.m.t. hverjir ættu að sitja í stjórn. Ættu það að vera eingöngu kjörnir fulltrúar eða einnig sveitarstjórar. Ef Eyþing er pólitískur vettvangur fer þetta þá of langt frá kjörnum fulltrúum ef stjórn yrði að mestu skipuð sveitarstjórum? Það myndi aldrei verða einungis ein starfsstöð ef af sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna yrði. Það skiptir miklu máli hvernig stjórn og stjórnandi hugsa málið, mikilvægt að stjórn í nýju batterýi ætli að hafa þetta á öllu svæðinu.

Þröstur Friðfinnsson taldi ekki koma fram í umfjölluninni hvort líta ætti á þetta sem tillögu. Vilja menn frekar sameiningu eða ekki?

Hjalti Jóhannesson sagði að það væri varla hægt að nota viðtölin til að mæla þann vilja. Verkefnið var að greina kosti og galla sameiningar ef það væri leiðin sem Eyþing vill fara. Næsta skref er pólitísk ákvörðun um hvert þið vilið fara á grundvelli þessara upplýsinga.  Skipurit sem sett er fram í skýrslunni er ein leiðin sem hægt er að fara.

Sóley Björk Stefánsdóttir sagði ágætt að fá skoðanir fólks en það eru bara skoðanir. Lagði RHA mat á þessar skoðanir? Á hverju er þetta byggt? Verður þetta sterkari eining?

Hjalti Jóhannesson sagði að þetta yrði stærri eining og þar með sterkari. Það þyrfti að vega og meta hvert atriði fyrir sig. Aukin slagkraftur kæmi með stærri einingu. Hann sagði margt sem mælti með því að sameina byggt á viðtölum og skoðun á umhverfi og lagaumhverfi og því hvað aðrir væru að gera.

Axel Grettisson spurði við hverja var talað og velti fyrir sér hvort það jákvæða væri frá sveitarstjórnarfulltrúum og sveitarstjórum og það neikvæða frá starfsmönnum sem væru hræddir við að missa starf sitt.

Hjalti Jóhannesson sagði að það væri ekki svo einfalt.

Böðvar Pétursson taldi að kostirnir sem fram komu ættu rétt á sér og væru gildir en gallarnir væru áskoranir til að takast á við og það væri vel hægt. Eini gallinn sem hægt væri að líta sem slíkan væri minnkað framlag frá Byggðastofnun. Það þyrfti að vinna í því að það verði ekki niðurstaðan. Við fengum sóknaráætlun í hendurnar og þurfum að aðlaga okkur að því.

Sigurjón Jóhannesson sagði margt gott sem kom fram. Einn af göllunum sem nefndir hafa verið er að þekking myndi tapast en það hefur t.d. verið ör starfsmannaskipti hjá AFE en þar gengur samt ágætlega en hann sagðist ekki þekkja til AÞ. Hann sagði það vissan kost að hafa eðlilega endurnýjun. Sigurjón taldi vanta í skýrsluna mat af starfi atvinnuþróunarfélaganna og hverju þau séu að skila.

Hjalti Jóhannesson sagði að Byggðastofnun væri að taka atvinnuþróunarfélögin út.

Eva Hrund Einarsdóttir benti á að í hagræðingu fælist að peningarnir færu í verkefnin sjálf en ekki umsýsluna. Eva Hrund benti á að stjórnin í AFE væri pólitísk og einnig í AÞ. AFE sinnir ekki bara Akureyri líka t.d. Siglufirði en það er ekki langt síðan það svæði var í varnarbaráttu. Svæðin eru ekki endilega svo ólík, má ekki bara horfa á Akureyri.

Hjalti Jóhannesson benti á að ákveðin hagræðing yrði í bókhaldi, stjórnun og framkvæmdastjóra svo eitthvað sé nefnt.

Jón Stefánsson taldi skipta öllu fyrir sveitarfélög að eiga menn í stjórn Eyþings, 20 manna stjórn væri mikið en það þyrfti að hugsa um það. Lágmark að hafa tvær starfsstöðvar en starfsmannahópurinn þyrfti að upplifa sig sem eina stofnun. Ef fjalla á um pólití verða pólitísk kjörnir fulltrúar að sitja í stjórn að mati Jóns. Hér er talað um að Þingeyingar hafi verið lengi í varnarbaráttu en er það ekki meira lýsing á því sem var en verður? Með tilkomu uppbyggingu á Bakka og ferðaþjónustu.

Sif Jóhannesdóttir sagðist vera búin að hugsa mikið um hvernig fyrirkomulagið gæti verið ef af sameiningu yrði. Hún starfaði hjá AÞ og situr nú í stjórn AÞ og Eyþings. Það er margt sem þarf að huga að og ýmislegt sem skiptir máli t.d. hvort stækka þurfi stjórn og fjölga fundum. Hugmyndir uppi um að breyta nafni AÞ í þróunarfélag Þingeyinga. Vilji til að hafa AÞ áfram sjálfstætt hefur komið fram hjá Héraðsnefnd Þingeyinga og AÞ.

Arnór Benónýsson sagði ástæðu þess að við værum hér væri til að skoða hvernig fjármunum sveitarfélaga væri varið og hvort hægt væri að nýta þá betur. Umsýsla uppbyggingarsjóðs og sóknaráætlun kalla á ný vinnubrögð sem og Vaðlaheiðargöng. Eftir að þau komast í gagnið verður jafnlangt fyrir íbúa Þingeyjarsveitar til Húsavíkur og Akureyrar. Svæðið verður eitt þjónustusvæði. Við þurfum að spyrja okkur: Hvað erum við að gera í atvinnuþróunarfélögunum og í Eyþingi. Við lögðum niður menningarráð sem starfaði yfir svæðið í heild sinni. Þar var aldrei neitt vandamál innan stjórnar, við höfum reynslu af því að starfa saman. Arnór sagðist ekki óttast Akureyri. Akureyri þarf jaðarsvæðin. Ræðum kosti og galli. Kannski er uppbygging Eyþings of veik til að gleypa þetta núna. En þetta er framtíðin. Það verður engin ákvörðun tekin hér og kannski ekki á aðalfundi í haust heldur.

Eiríkur H. Hauksson sagðist vilja hafa kjörna fulltrúa sveitarfélaga í stjórn Eyþings og vildi ekki setja algilda reglu þar sem menn væru misvirkir. Gallarnir sem nefndir eru í skýrslunni eru verkefni sem þarf að passa og kostirnir eru góðir. Við erum ekki farin að mæla þau áhrif sem Vaðlaheiðargöng munu hafa en þau eiga eftir að hafa mikil áhrif.

Þröstur Friðfinnsson sagði að við yrðum að horfa á þetta í stærra samhengi og spurði hvort sameining símenntunar, Markaðstofunnar og heilbrigðiseftirlitisins hafi ekki verið rædd og hvort það væri næsta skref.

Arnar Þór Jóhannesson svaraði því til að það var ekki hluti af verkefninu að skoða þetta. Það virtist ekki vera áhugi að sameina símenntun en sameining með Markaðsstofunni kom oft til umræðu. Hugsanlega væri nóg að taka þetta skref.

Sif Jóhannesdóttir sagði að það væri synd að Markaðsstofan hafi ekki verið tekin með. Sveitarfélögin eru ekki með mann í stjórn þar. Að mati Sifjar er skörun atvinnuþróunarfélaganna meiri við Markaðsstofuna og Nýsköpunarmiðstöð en við Eyþing. Þá taldi Sif að Eyþing sem eining væri of lítil til að sinna þeim verkefnum sem hún er með.

Guðmundur Baldvin spurði hvort ekki væri eðlilegt að sveitarstjórnarstigið ætti aðila í stjórn Markaðsstofunnar og að Eyþing skipaði þann fulltrúa. Þá þyrfti að gera breytingu á samþykktum Markaðsstofunnar. Guðmundur Baldvin nefndi að ef af sameiningu yrði myndi sparast í stjórnarlaunum. Hægt væri að nýta það til að halda reglulega fulltrúaráðsfundi sem væru tímasettir fram í tímann 3-4 sinnum á ári. Þetta væri ein leið til að koma upplýsingum til allra.

Guðmundur Baldvin sagði að öll sveitarfélög fengju skýrsluna og að hún ætti að fara til umræðu í öllum sveitarfélögum. Að hans mati er Eyþing of lítil starfsstöð miðað við verkefnin en engin ákvörðun verði tekin á næstu misserum.

Gunnar I Birgisson taldi mikilvægt að halda annan fulltrúaráðsfund fyrir aðalfund um þetta sama efni. Að hans mati þarf að taka á þessu strax.

Guðmundur Baldvin taldi rétt að tryggja að öll sveitarfélög komi að fundi áður en aðalfundurinn verður og búið verði að taka smá undirbúning fyrir aðalfundinn.

Kaffihlé

  1. Stutt samantekt um starf Eyþings frá aðalfundi.

Guðmundur Baldvin fór yfir helstu mál stjórnar Eyþings frá aðalfundi.

Í uppbyggingarsjóð var úthlutað skv. samþykkt stjórnar samtals 109,4 milljónum (53,4 milljónir til atvinnumála og 56 milljónir til menningarmála) og til áhersluverkefna 34,1 milljónum króna. Úthlutað var vegna atvinnuþróunar og nýsköpunar 34,8 milljónum eða 65% af úthlutuðu fjármagni og 44,1 milljón vegna menningarmála eða tæp 79% af úthlutuðu fjármagni.  Við fengum síðan viðbót úr sóknaráætlun ríflega 17 milljónir króna. Við eigum því um 47 milljónir óúthlutað vegna ársins 2017.  Það er áhyggjuefni að ekki skuli takast að úthluta meiru en alls bárust umsóknir fyrir ríflega 230 milljónir króna. Hins vegar eru verklagsreglur afar skýrar um úthlutun og mikillar fagmennsku gætt. Mikilvægt að blása lífi í sjóðinn en verkefnin verða að standast ákveðnar kröfur. Þar sem úthlutun okkar var óvenju seint á ferðinni og vegna krafna stýrihóps Stjórnarráðsins um að reyna að láta verkefni rúmast innan almannaksársins er ekki gert ráð fyrir því að fara í aðra úthlutun í haust heldur að þetta fjármagn færist milli ára. Þó er möguleiki á að hluti af þessu fjármagni verði tekið inn í áhersluverkefni og er það til skoðunar. Stefnt er að því að í að auglýsa eftir styrkjum vegna 2018 í október og að úthlutun fari fram í janúar.

Gunnar I. Birgisson benti á að það væri of flókið að sækja um. Guðmundur Baldvin tók undir það og benti á að sameiginlegt umsóknarkerfi væri í undirbúningi. Hann taldi þörf á því að skerpa á innra skipulagi hjá Eyþingi, starfsmenn væri of fáir og hefði fækkað.

Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Eyþings eru þrjú á þessu ári,  Eimur, þróun og ráðgjöf í menningarmálum og svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu.

Eimur er í góðum farvegi og nú í næstu viku er félagið t.a.m. að kynna niðurstöður á hugmyndasamkeppni um nýtingu heita vatnsins í Vaðlaheiðargöngum sem verður afar spennandi.

Alta ráðgjafarþjónusta er að vinna verkefninu Svæðisskipulag fyrir ferðaþjónustu og mun leggja niðurstöður forverkefnis fyrir stjórn í lok þessa mánaðar.

Ráðgjöf í menningarmálum er verkefni sem við verðum að endurskipuleggja m.t.t. breytingar á starfsmannahaldi sem ég mun koma að síðar.

Orkumálin hafa verið fyrirferðarmikil. Mikið fundað bæði á vettvangi Eyþings og AFE.  Í gær hélt Eyþing málþing um raforkumál á Norðurlandi í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), AFE og AÞ. Það má gagnrýna að fundurinn var of Eyjafjarðarmiðaður en vandamálin eru allt um kring. Við þurfum að koma þessum fundi á framfæri. Málþingið var gott en nauðsynlegt að láta ekki staðar numið. Þetta er stórt mál fyrir okkur.

Nú er endurskoðun fjölmenningarstefnu og handbók um móttöku innflytjenda í skóla í fullum gangi og verður kynnt fyrir stjórn í lok mánaðarins. Hermína Gunnþórsdóttir hefur óskað eftir að fá að kynna á vettvangi Eyþings rannsóknina Innflytjendur í námi: Ný áskorun. Viðhorf foreldra og kennara til náms og kennslu. Hugsanlega gæti það verið á aðalfundi í haust.

Skipan fagráða Málið verður tekið fyrir á aðalfundi en spurning er um hámarkstíma á nefndarsetu og svo hvort stjórnarmenn eigi að sitja í fagráðum

Yfirleitt er samhljómur í umsögnum um þingmál. Þó var á árinu undantekning í umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun). Eyþing er pólítískur vettvangur, hvernig eigum við að taka á því ef menn eru ekki sammála. Mörg landshlutasamtök eru duglegri við að senda inn umsagnir. Við þurfum að skoða hvað við viljum í þessu sambandi.

Starfsmaður óskaði eftir launalausu leyfi, það var ágreiningur um það innan stjórnar. Það var gerður starfslokasamningur. Hún fékk uppsagnarfrestinn greiddan og átti inni sumarleyfi og yfirvinnu. Þetta voru 6 mánuður sem lágu undir. Það er alltaf vont þegar starfsmenn hverfa á braut með þessum hætti. Nú þurfum við að hugsa hvernig við ætlum að tækla brotthvarf hennar og hvernig ætlum við að vinna menningarmálin áfram.

Eyþing átti fund með fjárlaganefndinni um fjármálaáætlun. Það er breytt fyrirkomulag frá því sem áður var. Nú voru landshlutasamtökin kölluð fyrir en ekki sveitarfélögin. Fjármálaáætlun er af hinu góða að mínu mati en það þarf að breyta vinnubrögðunum. Mörg mál sem þarf að koma að og sem sveitarfélögin þurfa að koma að.

Það þarf að endurskoða fjárhagsáætlun og endurskipuleggja hvernig við sjáum næstu mánuði og misseri í starfsemi Eyþings. En Pétur Þór er með vissar hugmyndir um það.

Það er gaman að starfa í stjórn Eyþings. Ef af nýju félagi yrði þá kæmi fólk úr öllum áttum og víða að, ekki alltaf með sömu skoðanir en það er gott að heyra sjónarmið annarra. Eyþing á að lifa og við eigum að horfa fram á veginn.

Umræður:

Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings benti á að viðbótarféð ríflega 17 milljónir má nýta í áhersluverkefni. Það er verið að ræða að nýta peningana í raforkuverkefni sem yrði unnið í samstarfi við atvinnuþróunarfélögin. Það er ekki búið að skilgreina verkefnið en hugmyndir eru uppi um smávirkjunarverkefni. Atvinnuþróunarfélögin þurfa að koma að skilgreiningunni.

Sigurjón Jóhannesson benti á þann möguleika að leita til háskólanna til að fá mastersnema til að vinna að raforkuverkefninu.

Guðmundur Baldvin sagði að stjórnin vildi helst tengja verkefni við atvinnuþróunarfélögin, þetta væri liður í að efla samskipin milli þeirra og Eyþings.

Arnór Benónýsson sagði að tæplega þrjár milljónir hefðu verið skildar eftir í menningarhluta uppbyggingarsjóðs en svo kom fjármagn frá verkefnum fyrri ára sem hafði verið fellt niður eða lækkuð upphæð. Arnór taldi að það þyrfti að brjótast út úr miðstýringunni á umsóknareyðublöðunum. Einnig sagði hann að við þyrftum að móta okkar aðferðafræði og ákveða hvernig við ákveðum áhersluverkefni. Það hefur verið gagnrýnt hvernig þau eru valin. Gagnrýnt að það sé ekki hægt að sækja um þá peninga.

Engir fleiri kváðu sér hljóðs og Guðmundur Baldvin þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn og óskaði öllum góðrar heimferðar.

 

Fundarritari: Linda Margrét Sigurðardóttir

 

 

Mætingarlisti

Sveitarfélag

 

Aðalfulltrúar

 

Varafulltrúar

Fjallabyggð

 

Gunnar I. Birgisson

 

S. Guðrún Hauksdóttir

Fjallabyggð

 

Steinunn María Sveinsdóttir

 

Ríkharður Hólm Sigurðsson

Dalvíkurbyggð

 

Bjarni Th. Bjarnason

 

Heiða Hilmarsdóttir

Dalvíkurbyggð

 

Valdís Guðbrandsdóttir

 

Gunnþór E. Gunnþórsson

Hörgársveit

X

Axel Grettisson

 

Jóhanna María Oddsdóttir

Akureyrarbær

X

Guðmundur B. Guðmundsson

 

Ingibjörg Ólöf Isaksen

Akureyrarbær

X

Eva Hrund Einarsdóttir

 

Silja Dögg Baldursdóttir

Akureyrarbær

 

Sigríður Huld Jónsdóttir

 

Dagbjört Pálsdóttir

Akureyrarbær

 

Matthías Rögnvaldsson

X

Sigurjón Jóhannesson

Akureyrarbær

X

Sóley Björk Stefánsdóttir

 

Preben Jón Pétursson

Eyjafjarðarsveit

X

Jón Stefánsson

 

Sigurlaug Hanna Leifsdóttir

Svalbarðsstrandar­hr.

X

Eiríkur H. Hauksson

 

 

Grýtubakkahreppur

X

Þröstur Friðfinnsson

 

Ásta F. Flosadóttir

Þingeyjarsveit

X

Arnór Benónýsson

 

 Margrét Bjarnadóttir

Skútustaðahreppur

X

Böðvar Pétursson

 

Elísabet Sigurðardóttir

Norðurþing

X

Sif Jóhannesdóttir

 

 

Norðurþing

X

Olga Gísladóttir

 

 

Tjörneshreppur

 

Steinþór Heiðarsson

 

Sveinn Egilsson

Svalbarðshreppur

 

Sigurður Þór Guðmundsson

 

Sigurður Jens Sverrisson

Langanesbyggð

 

Elías Pétursson

 

 

Getum við bætt síðuna?