Fara í efni

Fundargerð - Fulltrúaráð - 15.02.2019

15.02.2019

Fundargerð
Fulltrúaráðsfundur Eyþings
Upsa, ráðhúsi Dalvíkurbyggðar
15. febrúar 2019

Fundur hófst kl: 10:00. Katrín Sigurjónsdóttir bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar bauð fólk velkomið og Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Eyþings setti fundinn.

1. Áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2019.
Kynntar voru tillögur að áhersluverkefnum sem stjórn Eyþings hefur nú til skoðunar sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2019.

• Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands kynnti:

  • Framleiðslu og útbreiðslu á gæða kynningarefni.
  • Arctic Coast Way / Norðurstrandarleið - Markaðshraðal.
  • Air 66N.

• Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga kynnti:

  • Þurrkstöð við Húsavík.
  • Frumkvöðlasetur á svæðinu.
  • Hugbúnaðarfyrirtæki á svæðinu.
  • Áframhaldandi vinna við innviðagreiningu á Norðurlandi eystra sem var áhersluverkefni árið 2018.
  • Yfirfara og bæta skráningu á auðlindum ferðaþjónustu á vef Ferðamálastofu.
  • Aukið námsframboð í framhaldsskólum.

• Vigdís Rún Jónsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kynnti:

  • Plastpokalaust Norðurland eystra 2020.
  • Upptaktinn – Tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna á Norðulandi eystra.
  • Þróun og ráðgjöf í menningarmálum sem er áhersluverkefni frá árinu 2018 og nær yfir tveggja ára tímabil.

• Baldvin Valdemarsson verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kynnti:

  • Iceland Winter Games.
  • Local Food Festival.

• Hilda Jana Gísladóttir formaður stjórnar Eyþings kynnti önnur verkefni:

  • Fjarfundarmenningu.
  • Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem er áhersluverkefni frá árinu 2018.
  • Öflugra Eyþingssvæði.
  • Jólasveinarnir í Dimmuborgum, Snjallsmiðjur og Ráðstefnubærinn Akureyri sem eru tillögur fagráða að áhersluverkefnum að beiðni stjórnar Eyþings.

Flestir aðilar fulltrúaráðs voru á þeirri skoðun að mikilvægt væri að leggja áherslu á verkefnið Öflugra Eyþingssvæði auk verkefna frá Markaðsstofu Norðurlands.

2. Viðræður við atvinnuþróunarfélögin um aukið samstarf og eða sameiningu.
Fundir Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna hafa nú farið fram og verður viðræðum haldið áfram á næstu dögum. Formaður stjórnar Eyþings hvatti til frekara samtals og tilkynnti að annar fulltrúaráðsfundur yrði haldinn fyrir aukaaðalfundinn í apríl.

3. Vinna við nýja Sóknaráætlun á árinu 2019.
Umræða um vinnulag og endurskoðun Sóknaráætlunar 2020-2025. Vinna stendur nú yfir á árangri núverandi Sóknaráætlana landshlutanna. Formaður stjórnar Eyþings hvatti kjörna fulltrúa og aðila fulltrúaráðsins til að fara vel yfir núverandi Sóknaráætlun Norðulands eystra 2015-2019 áður en farið verður í vinnu við endurskoðun Sóknaráætlunar 2020-2025.

4. C1 verkefni byggðaáætlunar og önnur verkefni byggðaáætlunar.
Kynntar voru hugmyndir að verkefnum byggðaáætlunar með áherslu á styrki vegna sértækra verkefna sóknaráætlunarsvæða (C1).

• Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga kynnti:

  • Verkefni um áninga- og ferðamannastaði.

• Vigdís Rún Jónsdóttir menningarfulltrúi Eyþings kynnti:

  • Verksmiðjan á Hjalteyri – stuðningur við faglegt starf.

• Baldvin Valdemarsson verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar kynnti:

  • Verkefni er varðar Hrísey.
  • Verkefni er varðar Grímsey.

5. Samtal um stefnur ríkisins í landshlutum.
Formaður gerði grein fyrir efni ráðstefnunnar sem haldin var í Hveragerði 22. og 23. janúar sl. Að ráðstefnunni stóðu Byggðastofnun, sem jafnframt sá um skipulag og umgjörð ráðstefnunnar ásamt stýrihópi Stjórnarráðsins um byggðamál. Tilgangur ráðstefnunnar var að ná heildstæðari árangri með samtali um stefnur ríkisins í landshlutunum en í undirbúningi eru nýjar Sóknaráætlanir landshluta og var þetta liður í þeim undirbúningi.

6. Önnur mál.
Engin önnur mál.

Fundi slitið kl: 12:47.


Fundinn sátu:

Hilda Jana Gísladóttir

Akureyrarbær

Helgi Héðinsson

Skútustaðahreppur

Sigurður Þór Guðmundsson

Svalbarðshreppur

Axel Grettisson

Hörgársveit

Jón Stefánsson

Eyjafjarðarsveit

Þröstur Friðfinnsson

Grýtubakkahreppur

Helga Helgadóttir

Fjallabyggð

Eva Hrund Einarsdóttir

Akureyrarbær

Björg Erlingsdóttir

Svalbarðsstrandarhreppur

Aðalsteinn J. Halldórsson

Tjörneshreppur

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

Akureyrarbær

Sóley Björk Stefánsdóttir

Akureyrarbær

Jóna Björg Hlöðversdóttir

Þingeyjarsveit

Katrín Sigurjónsdóttir

Dalvíkurbyggð

Helena Eydís Ingólfsdóttir

Norðurþing

Kristján Þór Magnússon

Norðurþing

Elías Pétursson

Langanesbyggð

Arnheiður Jóhannsdóttir

Markaðsstofa Norðurlands

Baldvin Valdemarsson                 

Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar

Reinhard Reynisson

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Eyþing

Páll Björgvin Guðmundsson

Eyþing

Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð

Eyþing

 

 

Getum við bætt síðuna?