Fara í efni

Fundargerð - Aðalfundur 21. -22. september 2018

21.09.2018

Aðalfundur Eyþings 2018 

Haldinn á Sel-Hótel Mývatn, Skútustaðahreppi
21. og 22. september 2018 

Fundargerð 

Föstudagur 21. september 

1.  Fundarsetning kl. 12:30.
Formaður Eyþings, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar. Guðmundur bar kveðju Péturs Þórs Jónassonar framkvæmdarstjóra Eyþings sem er í veikindaleyfi. 

1.1.    Starfsmenn fundarins og kjörnefnd.
Guðmundur Baldvin lagði til að fundarstjórar og ritarar fundarins yrðu: 

Fundarstjórar:
Silja Jóhannesdóttir.
Helgi Héðinsson.
Samþykkt samhljóða. 

Fundarritarar:
Sóley Björk Stefánsdóttir.
Hjálmar Bogi Hafliðason.
Samþykkt samhljóða. 

Ráðinn fundarritari: Vigdís Rún Jónsdóttir. 

Helgi Héðinsson tók við fundarstjórn og þakkaði traustið fyrir hönd þeirra Silju.  Helgi lagði eftirfarandi til um kjörnefnd fundarins og bauð Guðmundi að kynna skýrslu stjórnar: 

Kjörnefnd:
Halla Björk Reynisdóttir, formaður.
Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Jón Stefánsson.
Samþykkt samhljóða. 

1.2.    Skýrsla stjórnar.
Guðmundur Baldvin flutti stutta samantekt á skýrslu stjórnar sem send hafði verið á alla aðalfundarfulltrúa fyrir fundinn og mun fylgja með fundargerð aðalfundarins. Að lokum þakkaði Guðmundur starfsmönnum Eyþings fyrir samstarfið og vel unna skýrslu. Sjá skýrslu stjórnar á heimasíðu Eyþings. 

1.3.    Ársreikningur og fjárhagsáætlun.
Aðalfundarfulltrúar fengu ársreikninginn sendan sem fundarskjal. Skýringar og sundurliðanir eru nákvæmar í ársreikningnum. Einnig voru tillögur að endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 og fjárhagsáætlun 2019 sendar til fulltrúa.
Helstu niðurstöður ársreiknings eru þessar: 

Rekstrarreikningur 2017 
Rekstrartekjur                                                                  358.035.634
Rekstrargjöld                                                                   359.473.803
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða                                  (1.438.169)
Fjármunatekjur                                                                    1.002.890
Rekstrarniðurstaða ársins                                                      (453.279) 

Efnahagsreikningur 31. des 2017 
Eignarhlutir í félögum                                                        5.423.042
Veltufjármunir                                                                165.419.173
Eignir samtals                                                                 170.842.215
Eigið fé                                                                            (53.504.370)
Lífeyrisskuldbindingar                                                      24.534.714
Skammtímaskuldir                                                          199.811.871
Eigið fé og skuldir samtals                                             170.842.215 

Guðmundur Baldvin lagði til að ársreikningi 2017 og fjárhagsáætlunum yrði vísað til fjárhags- og stjórnsýslunefndar. 

1.4.    Tillögur og erindi frá stjórn og fulltrúum.
Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögur og erindi sem lágu fyrir fundinum og lagði til að þeim yrði vísað til fjárhags- og stjórnsýslunefndar. 

1. Tillögur að breytingum á lögum Eyþings.
2. Bréf frá stjórn AFE með ósk um formlegar viðræður um samrekstur.
3. Tillaga stjórnar Eyþings um viðræður um samstarf og samvinnu Eyþings og atvinnu- þróunarfélaganna ásamt leiðarvísir.
4. Tillaga stjórnar um breytingu á reglum og skipun úthlutunarnefndar og fagráða.  
5. Tillaga stjórnar um uppsögn á samningi milli HA og Eyþings um bókasafnsþjónustu.
6. Tillaga um starfshóp um almenningssamgöngur.  

2. Framtíð íslenskra sveitarfélaga – styrking sveitarstjórnarstigsins.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi frá Ráðrík kynnti skýrsluna Framtíð íslenskra sveitarfélaga – styrking sveitarstjórnarstigsins, en þessar voru helstu niðurstöður skýrslunar:

  • Stjórnvöld marki skýra stefnu fyrir sveitarfélög til allt að 20 ára.
  • Jöfnunarsjóður verði endurskoðaður og styðji við stefnuna.
  • Stjórnvöld taki markvissari þátt í verkefninu um styrkingu sveitarstjórnarstigsins.
  • Íbúar sveitarfélaga vilji góða þjónustu og gott mannlíf burtséð frá því hver veitir þjónustu.
  • Sveitarstjórnarfólk vill ekki þriðja stjórnsýslustigið. 

Skýrsluna má nálgast á heimasíðu Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins undir heitinu Staða og framtíð íslenskra sveitarfélaga:
 https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=fba1f588-9e17-11e7-941d-005056bc4d74
Formleg kynning á skýrslunni verður á Fjármálaráðstefnunni sem haldin verður í Reykjavík dagana 11. og 12. október 2018. 

3.  Uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll.
Helgi Már Pálsson byggingartæknifræðingur og ráðgjafi frá Eflu kynnti uppbyggingaráætlun fyrir Akureyrarflugvöll. Verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2015-2019. Um verkefnið má lesa á heimasíðu Eyþings: https://www.eything.is/static/files/gh/Soknaraaetlun/ahersluverkefni-2018-5-akureyrarflugvollur.pdf og þar má finna ítarlegar upplýsingar um verkefnið sem og verkefnistillöguna. 

4.  Úttekt á innra starfi Eyþings.
Róbert Ragnarsson ráðgjafi fór yfir greiningu á innra starfi Eyþings og tillögur til úrbóta. Þessar voru helstu niðurstöður skýrslunar:

  • Liðið kjörtímabil einkenndist af talsverðum erfiðleikum í stjórnun og rekstri Eyþings.
  • Rekstur almenningssamgangna hefur verið þungur og tekið mikinn tíma og orku.
  • Ósætti var um stjórnun og rekstur Menningarráðs Eyþings á kjörtímabilinu.
  • Að mati ráðgjafa hefur Eyþing búið við vanda undanfarin ár sem hefur staðið verkefnum félagsins og mögulegum breytingum fyrir þrifum.
  • Stjórnarfyrirkomulag Eyþings tekur mið af því að tryggja reglulega aðkomu allra sveitarfélaganna að stjórn samtakanna, en á sama tíma að tryggja að stærri sveitarfélögin hafi áhrif til samræmis við íbúafjölda.
  • Að mati ráðgjafa er mikilvægt að ná fram samstöðu aðildarsveitarfélaganna um stjórnarfyrirkomulag sem stuðlar að langtímastefnumótun með hag svæðisins í huga, og eykur slagkraft samtakanna í hagsmunagæslu.
  • Það væri hægt að gera með breytingum á kjöri til stjórnar og verkefnum fulltrúaráðs, samhliða skýrri stefnu og sáttmála um hlutverk Eyþings. 

Fyrirspurnir og umræður:
Silja Jóhannesdóttir fundarstjóri tók til máls og bauð frummælendum til umræðna. 

Halla Björk Reynisdóttir spurði hvað yrði til þess að ákveðið hefði verið að miða við 500 og 1000 íbúa og af hverju að hætta í 1000? Einnig spurði Halla hvenær teikningarnar  af flugstöðvarbyggingunni hefðu verið gerðar og hvort möguleiki væri á að fara í ódýrari lausnir? 
Óli Halldórsson spurði hvert hlutverk landshlutasamtakanna væri og hvort farsælt væri að taka við verkefnum frá ríkinu inn í landshlutasamtök og búa þannig til tvöfalt kerfi þar sem sum verkefni væru falin sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og önnur landshlutasamtökum á landsbyggðinni?  
Þröstur Friðfinnsson hvatti alla til að lesa skýrsluna sem Eyrún kynnti. Hann taldi engin rök vera á bak við íbúatölurnar sem þar væru settar fram. Þröstur spurði einnig hvort ekki hefði verið horft til Markaðsstofu Norðurlands varðandi sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna, þ.e. ef hún yrði slitin frá Norðurlandi vestra? 
Sigurður Þór Guðmundsson spurði hver vandinn væri hjá Eyþingi sem talað var um í skýrslu Róberts? 
Þorsteinn Gunnarsson spurði Eyrúnu hvort það hefðu komið einhver skilaboð frá nýrri ríkisstjórn varðandi framvindu á verkefninu og hver væru næstu skref? Varðandi lágmarksíbúafjölda vs. eflingu á landshlutasamtökum. Ef það væri farið í að fækka sveitarfélögum og stækka, hvaða áhrif hefði það á landshlutasamtökin sem slík? 

5.  Ávörp
Kristján Þór Júlíusson ráðherra og 1. þingmaður NA-kjördæmis
Kristján Þór Júlíusson bar kveðju þingmanna og Sigurðar Inga Jóhannssonar sem komust ekki á fundinn og óskaði nýkjörnum fulltrúum til hamingju með kjörið. Kristján ræddi nauðsyn þess að forgangsraða og ljúka umræðu um eftirfarandi málaflokka: menntamál, samgöngumál, raforkumál, skattlagningu og  raforkuflutninga. Fyrir hönd þingmanna sendi Kristján Pétri Þór Jónassyni framkvæmdarstjóra Eyþings kveðjur og óskaði honum góðs bata. 

Sigurður Á. Snævarr sviðstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Sigurður Á. Snævarr fjallaði um sveitarstjórnarkosningar 2018. Hann ræddi um  kynjahlutverk í sveitarstjórnum og taldi að í framtíðinni yrðu konur í meirihluta. Hann benti á að þingmenn hefðu litla reynslu af sveitarstjórnarstörfum en taldi að samráð sveitarfélaga við ríkið hefði batnað. 

Fyrirspurnir úr sal til Kristjáns Þórs Júlíussonar:
Ingibjörg Ólöf Ísaksen, spurði um heilbrigðismál á landsbyggðinni og benti á að sérfræðiþjónustan væri að þynnast út og þjónustan að minnka.
Hilda Jana Gísladóttir, spurði hvernig ráðherra myndi ráðleggja fulltrúum Eyþings í þeirri vinnu sem framundan væru um störf Eyþings, með það að markmiði að ná slagkrafti og betri samvinnu við ríkið?

Kaffihlé 

6.  Vinnustofur (115mín)
Hlutverk og áherslur Eyþings á kjörtímabilinu 2018-2022.
Undir lok fundar fyrri daginn voru haldnar vinnustofur fyrir kjörna fulltrúa sveitarfélaga Eyþings, þar sem hlutverk og áherslur Eyþings á kjörtímabilinu 2018-2022 voru ræddar og lagðar niður. Vinnustofunum var stýrt af Halldóru Hreggviðsdóttur framkvæmdarstjóra Alta og mun hún vinna úr tillögum hópanna. Vinnuhóparnir voru flestir sammála um að Eyþing ætti að vera samráðsvettvangur sem markar málefni fyrir allt svæðið.  

7.  Verklok og óráðstafaður tími
Kjörnefndin og fjárhags- og stjórnsýslunefnd nýttu tímann til funda. 

Fundarhlé kl. 18.00 

Laugardagur 22. september 

8.  Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.
Alfreð Schiöth framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Alfreð kynnti skýrslu heilbrigðisnefndar, ársreikning og fjárhagsáætlun og sagði rekstur Heilbrigðiseftirlitsins í góðu jafnvægi. Alfreð fór yfir nokkur verkefni yfirstandandi árs. Þar má nefna þjónustusamning um skráningarkerfi vegna eftirlits á mengunarvarna- og hollustuháttasviði. Samstarf við Matvælastofnun um skráningarkerfi vegna matvælaeftirlits. Samstarf heilbrigðisfulltrúa, skipulags- og byggingarfulltrúa og fulltrúa Vinnueftirlits ríkisins um framkvæmd eftirlits vegna afgreiðslu rekstrarleyfa fyrir gistiþjónustu. Umhverfisstofnun kemur að máli varðandi ráðgjöf, gagnasöfnun og stöðumat um ástand yfirborðsvatns og strandsjávar. Samstarf sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og ríkisins í úrbótum við fráveitumál til að draga úr álagi á Mývatn af völdum næringarefna. Alfreð nefndi að úrbætur á fráveitum yrðu að fá aukinn forgang hjá sveitarstjórnum. Að lokum nefndi hann að aðgerðir gegn vöðvasulli í sauðfé sem kom upp í Bakkafirði og Þistilfirði hafi gengið vel en mikilvægt sé að fylgja málinu eftir og vera á varðbergi. Eins sé mikilvægt að öll sveitarfélög haldi skrá yfir alla hunda, jafnt í þéttbýli sem til sveita og framkvæmi lögboðna hundahreinsun að lokinni sláturtíð ár hvert. 

Fyrirspurnir og umræður:
Þröstur Friðfinnsson spurði: um fráveitureglugerðir og frárennslismál.
Andri Teitsson spurði : hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af eitruðum þörungum við fiskeldi, í þörungalóni við Eyjafjörð? 
Hermann Ingi Gunnarsson spurði: hvort hægt sé að fara aðrar leiðir við að kvarna niður úrgang?
Þorsteinn Gunnarsson: Þakkaði samstarfið vegna fráveitumála í Mývatnssveit. Hann hefur áhyggjur af nýju reglugerðinni um fráveitur og skólp sem varða skilgreiningu á persónueiningum sem geti haft mikil áhrif á starfsemina á landsbyggðinni.
Gunnar Birgisson: Hefur áhyggjur af þróun í fiskeldi í heiminum. Sveitarfélög hafa áhyggjur af nýrri reglugerð varðandi kröfur á hreinsuninni og kostnaðinum. 

9.   Álit nefnda. Afgreiðsla tillagna og ályktana, kosningar o.fl. 

9.1. Fjárhags- og stjórnsýslunefnd.

  1. Katrín Sigurjónsdóttir formaður
  2. Gunnar Gíslason
  3. Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  4. Þröstur Friðfinnsson
  5. Jóna Björg Hlöðversdóttir
  6. Þorsteinn Gunnarsson
  7. Óli Halldórsson 

Ársreikningur 2017.
Katrín Sigurjónsdóttir formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar kynnti ársreikning 2017 og gerði engar efnislegar athugasemdir við hann en benti á að framlagi Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar var ruglað saman. Aðrar athugasemdir komu ekki fram og lagði hún til að ársreikningurinn yrði samþykktur.
Samþykkt samhljóða. 

Afgreiðsla á endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2018 og fjárhagsáætlun 2019.
Katrín kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlan fyrir 2018 og fjárhagsáætlun 2019 og gerði engar athugasemdir við þær.
Samþykkt samhljóða.

Tillögur að breytingu á lögum Eyþings.
Stjórn Eyþings samþykkti tillögu til aðalfundar að breytingum á V. kafla gr. 5.3. í lögum Eyþings.
Kjörgengir til stjórnar eru kjörnir sveitarstjórnarmenn aðildarsveitarfélaga og varamenn þeirra, svo og framkvæmdastjórar sveitarfélaga. 
Skýring:
Ákvæði hér að ofan kemur í stað núgildandi ákvæðis sem hljóðar svo: „Kjörgengir til stjórnar eru aðalfulltrúar á aðalfundi, með þeim takmörkunum sem um getur í 5.1“.
Samhliða tillögu um fjölgun í stjórn Eyþings er þörf á að fjölga þeim sem eru kjörgengir til setu í stjórn til að mæta margvíslegum sjónarmiðum sem þarf að hafa í huga við kjör stjórnar. Þegar greinin var upphaflega samin voru stjórnarmenn einungis fimm talsins.

Tillaga Gunnars I. Birgissonar um að fjölgað verði í stjórn Eyþings.
Gunnar gerði grein fyrir tillögunni:
Lagt er til að fjölgað verði í stjórn Eyþings úr sjö stjórnarmönnum í níu.

Stjórnin verði skipuð eftirfarandi: 
Akureyri                                                         2 fulltrúar
Fjallabyggð                                                    1 fulltrúi
Dalvíkurbyggð                                               1 fulltrúi
Hörgársveit + Eyjafjarðarsveit                      1 fulltrúi
Svalbarðsstrandahr. + Grýtubakkahreppur    1 fulltrúi
Þingeyjarsveit + Skútustaðahreppur              1 fulltrúi
Norðurþing + Tjörneshreppur                        1 fulltrúi
Langanesbyggð + Svalbarðshreppur             1 fulltrúi
Samtals:                                                         9 fulltrúar 

Greinagerð sem fylgdi tillögu Gunnars I. Birgissonar: Að mínu mati er ótækt að fulltrúar fjölmennustu sveitarfélaganna hafi ekki stjórnarmenn að staðaldri.
Þegar fulltrúar sveitarfélaganna sitja ekki í stjórn eru þeir nánast teknir út úr umræðum og ákvarðanatöku innan Eyþings og óljóst er með ábyrgð stjórnar.
Fundir í fulltrúaráði eru afar sjaldgæfir og samskipti við þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn eru af skornum skammti. 

Fyrirspurnir og umræður:
Gunnar Gíslason lagði til að ákvörðun um fjölgun í stjórn yrði frestað þar til umræður og ákvörðun um breytingar á stoðstofnunum væru kláraðar. Einnig þyrfti að ræða betur tillögur sem komu fram í skýrslu Róberts, og verða líklega ræddar í fulltrúaráði. 

Hjálmar Bogi Hafliðason og Guðbjartur Ellert Jónsson, lögðu fram breytingartillögu um skipan í stjórn Eyþings sem hljóðaði svo: 

Breytingartillaga Hjálmars Boga og Guðbjarts Ellerts.
Hvert sveitarfélag innan starfssvæðis Eyþings skipar einn fulltrúa í stjórn Eyþings. Innan stjórnar Eyþings verði skipað framkvæmdaráð með 2 fulltrúum af vestursvæði og 1 fulltrúa af austursvæði. Auk þess á formaður Eyþings sæti í framkvæmdarráðinu gefið að hann sé ekki fyrir í framkvæmdarráðinu. Stjórn Eyþings skal funda að lágmarki fjórum sinnum yfir árið. 

Viðbótartillaga A:
Við þessa breytingu verður fulltrúaráð Eyþings lagt niður þegar tillaga um stjórn með fulltrúum hvers sveitarfélags tekur gildi. 

Viðbótartillaga B:
Að aðalfundur Eyþings haldinn í Myvatnssveit 21. og 22. september 2018 verði frestað þangað til eftir 1. mars 2019. 

Rökstuðningur með tillögu:
Með þessari tillögu er aðgengi hvers sveitarfélags tryggt varðandi stefnumótun og þróun samtakanna. 

Þröstur Friðfinnsson studdi tillögu Gunnars Birgissonar og taldi tillögu Hjálmars og Guðbjarts vera of stóra breytingu og setta fram með of stuttum fyrirvara. 
Arnór Benónýsson lagði til að aðalfundi yrði frestað fram í mars og þá yrði tekist á við breytt skipulag Eyþings. Arnór lagði til að kosin yrði stjórn samkvæmt gildandi lögum þ.e. 7 manna stjórn. Hann telur að Eyþing hafi misst slagkraft sinn og benti á að fáir þingmenn hafi mætt á aðalfundinn. Arnór lagði til að auka aðalfundur yrði haldinn í mars 2019 og fram að þeim tíma gæti stjórnin hafið samtal við atvinnuþróunarfélögin og rætt hvernig menn vilja skipa í stjórnina. 
Guðmundur Baldvin Guðmundsson studdi tillögu um frestun á aðalfundi. Taldi mikilvægt að tillögunum sem lágu fyrir fundinum yrðu ræddar betur. 
Gunnar Gíslason studdi tillögu um frestun á aðalfundi. Lagði til að tillögunum sem lágu fyrir fundinum yrði vísað til umræðu á fulltrúaráðsfundi.
Hjálmar Bogi Hafliðason taldi upp íbúafjölda bak við hvern fulltrúa í stjórn Eyþings og taldi að miðað við það væri 7 manna stjórn eðlilegust.
Arnór Benónýson lagði fram formlega tillögu um frestun aðalfundar.
Þröstur Friðfinnsson útskýrði rökin á bak við tillögu Gunnars Birgissonar og lagði til að klára fundinn og halda aukafund í mars.
Gunnar Birgisson tók til máls um sína tillögu og taldi ekki skynsamlegt að fresta fundi heldur væri skynsamlegra að halda auka-aðalfund. 

Fundarstjóri tók til máls og taldi mikilvægt að umræðan fengi að klárast. 

Hjálmar Bogi Hafliðason studdi frestunartillöguna.
Sigurður Þór Guðmundsson studdi tillögu Gunnar Birgissonar um 9 fulltrúa. Taldi 13 fulltrúa of mikið, þá muni frekar verða forföll á stjórnarfundum.
Guðmundur Baldvin benti á að fulltrúaráðið hefði ekki verið nýtt sem skildi, það hefðu aðeins verið haldnir 5 fundir frá stofnun þess 2012, þar af tveir fundir 2017 og einn í september 2018. Lagði til við nýja stjórn að virkja fulltrúaráðið og að haldinn yrði auka-aðalfundur. Hann benti á að sveitarfélögin hefðu ekki borið nógu mikla virðingu til fulltrúaráðsins og ekki alltaf sent fulltrúa á fundi þess. Hann lagði til að sveitarfélögin yrðu skylduð til að senda fulltrúa á fulltrúaráðsfundi. 
Hjálmar Bogi dró tillögu sína og Guðbjarts til baka í heild sinni. 

Fundarstjóri varpaði upp tillögu Arnórs og lagði fundurinn til lagfæringar á orðalagi. 

Tillaga Arnórs Benónýssonar:
Aðalfundur Eyþings í Mývatnssveit 21. og 22. september 2018 samþykkir að vísa framkominni tillögu á breytingum á stjórn Eyþings til aukaaðalfundar sem haldinn verði í lok mars 2019. Jafnframt er stjórn Eyþings falið að kalla saman fulltrúaráð með reglubundnum hætti fram að aukaaðalfundi. 

Þröstur Friðfinnsson hvatti Arnór til að draga sína tillögu til baka.
Arnór Benónýsson lagði til að greidd yrðu atkvæði um tillögurnar. 

Tillaga Arnórs var samþykkt með 21 atkvæði gegn 15.

Tillaga um þriggja manna starfshópur til að fylgja eftir yfirstandandi viðræðum um almenningssamgöngur.
Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21. - 22. september leggur til að myndaður verði þriggja manna starfshópur til að fylgja eftir yfirstandandi viðræðum um almenningssamgöngur. Lagt er til að hópinn skipi Guðmundur Baldvin Guðmundsson fráfarandi formaður Eyþings, Elías Pétursson endurkjörinn stjórnarmaður Eyþings ásamt Hildi Jönu Gísladóttur nýkjörnum formanni Eyþings. Skipunartíminn er til næsta aðalfundar Eyþings ef þörf krefur.
Samþykkt samhljóða. 

Tillaga um endurskoðun um samning bókasafnsþjónustunnar.
Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21. – 22. september leggur til að stjórn Eyþings fari í viðræður við Háskólann á Akureyri um endurskoðun á samningi um bókasafnsþjónustu frá 4. febrúar 2000 með áherslu á stuðning Eyþings við starf háskólans.
Samþykkt, en einn á móti. 

Tillaga stjórnar um viðræður um sameiningu Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.
Það er sameiginleg sýn aðildarsveitarfélaga Eyþings að heillavænlegast sé til framtíðar litið að samstarfsverkefnin sem sinnt er nái yfir allt starfssvæði landshlutasamtakanna og því mikilvægt að heildarsýn náist í sameiginlegri atvinnuþróun og byggðarmálum á Eyþingssvæðinu.
Aðalfundur Eyþings haldinn í Mývatnssveit 21. – 22. september 2018 samþykkir að skipa fimm einstaklinga í starfshóp til að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar í samræmi við erindi þess til fundarins. Jafnframt er starfshópnum falið að hefja viðræður við Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga um form samstarfs og samvinnu þessara þriggja aðila á sviði atvinnu- og byggðamála til framtíðar. Starfshópurinn skal hafa lokið störfum fyrir 1. mars 2019.
Samþykkt samhljóða. 

Tillaga stjórnar Eyþings varðandi skipan fagráða og úthlutunarnefndar.
Í 1. mgr. á eftir setningunni: „Skipað er til tveggja ára í senn“, komi eftirfarandi setning: Sá sem hefur verið fulltrúi í þrjú tímabil í röð, það er sex ár, hefur ekki rétt til setu í úthlutunarnefnd næstu tvö árin.
Reynt skal að skipa ekki út fleiri fulltrúum en tveimur til þremur í einu.
Í 1. mgr. um úthlutunarnefnd þá verði síðasta setningin svo hljóðandi: Starfsmenn landshlutasamtaka eða annara stoðstofnana sveitarfélaga geta ekki setið í úthlutunarnefnd. Óæskilegt er að stjórnarmenn þessara stofnana sitji í úthlutunarnefnd.
Í umfjöllun um fagráð verði gerðar eftirfarandi breytingar á 1. mgr. setningin „Formenn eru skipaðir sérstaklega“ verði svo: Formenn eru skipaðir sérstaklega og æskilegt að þeir séu ekki stjórnarmenn í Eyþingi. Á eftir setningunni: „Skipað er til tveggja ára í senn“, komi eftirfarandi setning: Sá sem hefur verið fulltrúi í þrjú tímabil í röð, það er sex ár, hefur ekki rétt til setu í fagráði næstu tvö árin. Reynt skal að skipta ekki út fleiri fulltrúum en tveimur til þremur í einu.
Rök: Dreifa ákvörðunartökunni. Einn og sami maðurinn geti ekki setið beggja megin borðs.
Samþykkt samhljóða. 

Kosning í heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra (5 aðal- og varamenn).
Halla Björk kynnti tillögu um fulltrúum í Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra til 2022. 

Aðalmenn:
Jón Ingi Cæsarsson, Akureyri, formaður
Anna Rósa Magnúsdóttir, Akureyri
Benedikt Kristjánsson, Norðurþingi
Guðmundur Smári Gunnarsson, Þingeyjarsveit
Lilja Guðnadóttir, Dalvíkurbyggð 

Varamenn:
Anna María Jónsdóttir, Akureyri
Stefán Friðrik Stefánsson, Akureyri
Sesselja Guðrún Sigurðardóttir, Norðurþingi
Þórarinn Þórisson, Langanesbyggð
Fjóla Stefánsdóttir, Grýtubakkahreppi
Samþykkt samhljóða. 

Val á endurskoðanda til eins árs.
Halla Björk lagði til að Enor ehf. yrði áfram endurskoðandi Eyþings.
Samþykkt samhljóða. 

Kosning 7-manna stjórnar og varastjórnar Eyþings.
Stjórn:
Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Akureyri.
Axel Grettisson, Hörgársveit.
Elías Pétursson, Langanesbyggð.
Helgi Héðinsson, Skútustaðahreppi.
Katrín Sigurjónsdóttir, Dalvíkurbyggð.
Kristján Þór Magnússon, Norðurþingi.
Sóley Björk Stefánsdóttir, Akureyri. 

Varamenn í stjórn:
Halla Björk Reynisdóttir, Akureyri.
Jón Stefánsson, Eyjafjarðarsveit.
Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi.
Arnór Benónýsson, Þingeyjarsveit.
Gunnar I. Birgisson, Fjallabyggð.
Óli Halldórsson, Norðurþingi.
Gunnar Gíslason, Akureyri.
Samþykkt samhljóða.

Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.
Guðmundur Baldvin lagði til að auka-aðalfundur í mars yrði haldinn á Akureyri og að ný stjórn ákvæði tímasetninguna.
Samþykkt samhljóða.

Önnur mál.
Guðmundur Baldvin kynnti tillögur til ályktana fundarins. Hann benti á að breytt form væri á fundinum þar sem nú voru ályktanir ekki unnar inni í starfshópum heldur settust nokkrir stjórnarmenn og verðandi stjórnarmenn niður og sömdu tillögur að ályktunum. 

Ályktun
Aðalfundur Eyþings, haldinn 21. og 22. september 2018, í Mývatnssveit samþykkir eftirfarandi ályktun: 

Uppbygging Akureyrarflugvallar
Aðalfundur Eyþings fagnar framkominni skýrslu verkfræðistofunnar Eflu um uppbyggingu Akureyrarflugvallar. Skorað er á ríkisstjórn ásamt ISAVIA að leggja fram áætlun um framtíðaruppbyggingu með hliðsjón af skýrslunni með það tvennt að markmiði: Að opna nýja gátt inn í landið hið fyrsta til að auka ferðaþjónustu utan suðvesturhornsins og að tryggja varavöll fyrir hina miklu flugumferð í Keflavík. 

Almenningssamgöngur
Samningar um rekstur almenningssamgangna á vegum landshlutasamtakanna renna út í árslok 2018. Fram hafa komið hugmyndir stjórnvalda um áframhaldandi rekstur á vegum landshlutasamtakanna á árinu 2019. Fundurinn leggur áherslu á að ekki verði haldið áfram að óbreyttu nema til komi aukið framlag frá ríkinu til rekstrarins og gefið verði vilyrði fyrir fjármagni vegna uppsafnaðra skulda verkefnisins. 

Heilbrigðismál
Aðalfundur Eyþings krefst þess að sérfræðiþjónustu lækna sé dreift um landið en einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið. Afar mikilvægt er að Sjúkrahúsið á Akureyri verði mótvægi við Landsspítalann og því brýnt að hefja byggingu legudeilda við Sjúkrahúsið á Akureyri hið fyrsta. Jafnframt er mikilvægt að tryggja fjármagn til að efla heilsugæslu og geðheilbrigðsþjónustu í nærsamfélaginu. 

Stafræn þjónusta um land allt
Aðalfundur Eyþings bendir á að ekki er sjálfgefið að þróun í stafrænni þjónustu felist í því að hún sé framkvæmd á höfuðborgarsvæðinu og störf á landsbyggðunum séu lögð niður. Stafræn þjónusta getur gengið hvort sem er til eða frá höfuðborgarsvæðinu og því auðvelt að skipuleggja starfsemi óháð staðsetningu. 

Menntamál
Mikilvægt er að auka fjárveitingar til iðn- og tæknináms bæði á framhalds- og háskólastigi á svæðinu og auka kynningu á iðn- og tækninámi á grunnskólastigi. 

Samgöngumál
Aðalfundur Eyþings fagnar áformum um uppbyggingu Dettifossvegar í samgönguáætlun en leggur áherslu á að mikilvægt er að tryggja fjármagn til áframhaldandi uppbyggingar annarra samgöngumannvirkja í landshlutanum. Sérstaklega verði horft til uppbyggingu vegar um Langanesströnd og Brekknaheiði.
Samþykkt samhljóða. 

Hilda Jana Gísladóttir nýkjörinn formaður Eyþings tók til máls og þakkaði fyrir það traust sem henni er falið sem formanni Eyþings. Hún lítur á það sem tækifæri að taka við Eyþingi og fara í nýjar áttir. Innri vinna sé í forgangi og móta þurfi þær tillögur sem komið hafa fram á fundinum. Hún telur að fram að mars þurfi mikið að gerast og vonar hún að ný stjórn og fulltrúar séu reiðubúnir að leggja á sig mikla vinnu fram að þeim tíma. Hún undirstrikaði að stjórnin yrði að vinna saman og móta nýjar leiðir. 

11. Samtal við þingmenn.
Þingmennirnir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Þórunn Egilsdóttir sátu fyrir svörum. Aðrir þingmenn boðuðu forföll. Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahrepps stýrði umræðum. 

Fyrirspurnir um eftirfarandi komu fram: 

  • Hvaða sýn hafa þingmenn á framtíð póstdreifingu innan dreifðari byggða?
  • Er möguleiki á að Akureyrarflugvöllur verði rekinn á sömu forsendum og Keflavíkurflugvöllur?
  • Hvað á gera varðandi sauðfjárbúskap á Íslandi, það er stórmál fyrir mörg svæði á Eyþingssvæðinu og skelfileg sviðsmynd ef sauðfjárbúskapur leggst af.
  • Er möguleiki að ríkið styðji við fráveituframkvæmdir í sveitarfélögum?
  • Hver er afstaða þingmanna til tillagna um eflingu sveitarsjórnarstigsins sem kynntar voru á fundinum? Er ástæða til að taka þær upp og vinna með þær?
  • Á að vinna í að skoska leiðin verði tekin upp í innanlandsflugi? Bent var á að það myndi henta betur að taka flugvallakerfið í rekstur Isavia. Þetta módel er til í Noregi, Avinor, allt flugvallakerfið er rekið sem ein rekstrarheild.
  • Hver er staðan á dreifikerfi raforku á svæðinu?
  • Heilbrigðisþjónusta á svæðinu, er hægt að nýta tæknina, nota fjarlækningar?
  • Rekstarumhverfi fjármálafyrirtækja á svæðinu, skattlagning á íbúa og fyrirtæki, að koma vaxtarstigi í eðlilegt horf.
  • Hvað með uppkaup á landi?
  • Gistináttaskattur, hvernig stendur það mál?
  • Spurt var um undanþágu frá samkeppnislögum og reglum til að sameina ferðir strætó, póstbíl, landflutninga og flytjanda í stað þess að senda fjóra bíla. 

Fyrir hönd fundarstjóra þakkaði Helgi Héðinsson fundargestum fyrir góðan fund. Jafnframt þakkaði hann fyrir traustið sem honum var sýnt við að kjósa hann í stjórn Eyþings og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir sín störf. 

Fyrir hönd fráfarandi stjórnar þakkaði Guðmundur Baldvin fundargestum fyrir fundarsetuna og starfsmönnum Eyþings fyrir vel unnin störf. Guðmundur þakkaði fráfarandi stjórn fyrir gott samstarf og óskaði nýrri stjórn farsældar í starfi. 

Fundi slitið kl. 14:00 

Fyrirlesarar:
Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri Sambands ísl. sveitarfélaga.
Róbert Ragnarsson, RR-ráðgjöf.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, ráðgjafi frá ráðgjafafyrirækinu Ráðrík.
Helgi Már Pálsson, ráðgjafi frá Eflu.
Halldóra Hreggviðsdóttir, Alta ráðgjöf. 

Skráðir gestir:
Hjalti Páll Þórarinsson, Markaðsstofa Norðurlands.
Ásthidur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.
Vigdís Karlsdóttir, Fjallabyggð.
Reinhard Reynisson, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga.
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Líneyk Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.
Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Kristján Þór Júlíusson, Sjárvarútvegs- og landbúnaðarráðherra og alþingismaður Norðausturkjördæmis.
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður Norðausturkjördæmis. 

Starfsmenn og embættismenn:
Alfreð Schiöth, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.
Linda Margrét Sigurðardóttir, verkefnastjóri Eyþing.
Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála Eyþing.

 

Fulltrúalisti 2018

Sveitarfélag

 

Aðalfulltrúar

 

Varafulltrúar

Fjallabyggð

x

Helga Helgadóttir

 

S. Guðrún Hauksdóttir

Fjallabyggð

x

Ingibjörg G. Jónsdóttir

 

Tómas Atli Einarsson

Fjallabyggð

 

Jón Valgeir Baldursson

 

Nanna Árnadóttir

Fjallabyggð

x

Gunnar Ingi Birgisson

 

Særún H. Laufeyjardóttir

Dalvíkurbyggð

x

Katrín Sigurjónsdóttir

 

Þórhalla Franklín Karlsdóttir

Dalvíkurbyggð

x

Lilja Guðnadóttir

 

Felix Rafn Felixson

Dalvíkurbyggð

x

Gunnþór E Gunnþórsson

 

Valdemar Þór Viðarsson

Dalvíkurbyggð

x

Kristján E Hjartarson

 

Guðmundur St. Jónsson

Hörgársveit

x

Axel Grettisson

 

Ásrún Árnadóttir

Hörgársveit

x

Jón Þór Benediktsson

 

Jónas Þór Jónasson

Akureyrarbær

x

Guðmundur Baldvin Guðmundsson

 

Þórhallur Jónsson

Akureyrarbær

x

Halla Björk Reynisdóttir

 

Hlynur Jóhannsson

Akureyrarbær

x

Hilda Jana Gísladóttir

 

Rósa Njálsdóttir

Akureyrarbær

x

Andri Teitsson

 

Hildur Betty Kristjánsdóttir

Akureyrarbær

x

Ingibjörg Ólöf Isaksen

 

Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir

Akureyrarbær

x

Dagbjört Pálsdóttir

 

Heimir Haraldsson

Akureyrarbær

x

Gunnar Gíslason

 

Lára Halldóra Eiríksdóttir

Akureyrarbær

x

Eva Hrund Einarsdóttir

 

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir

Akureyrarbær

x

Sóley Björk Stefánsdóttir

 

Þorgeir Rúnar Finnsson

Eyjafjarðarsveit

x

Jón Stefánsson

 

Halldóra Magnúsdóttir

Eyjafjarðarsveit

x

Hermann Ingi Gunnarsson

 

Rósa Margrét Húnadóttir

Eyjafjarðarsveit

x

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir

 

Sigríður Bjarnadóttir

Svalbarðsstrandarhr.

x

Björg Erlingsdóttir

 

Anna Karen Úlfarsdóttir

Svalbarðsstrandarhr.

x

Gestur Jensson

x

Guðfinna Steingrímsdóttir

Grýtubakkahreppur

x

Þröstur Friðfinnsson

 

Fjóla Valborg Stefánsdóttir

Grýtubakkahreppur

x

Margrét Melstað

 

Þórarinn Ingi Pétursson

Þingeyjarsveit

x

Arnór Benónýsson

 

Margrét Bjarnadóttir

Þingeyjarsveit

x

Jóna Björg Hlöðversdóttir

 

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson

Þingeyjarsveit

 

Helga Sveinbjörnsdóttir

x

Árni Pétur Hilmarsson

Skútustaðahreppur

x

Helgi Héðinsson

 

Dagbjört Bjarnadóttir

Skútustaðahreppur

x

Þorsteinn Gunnarsson

 

Margrét Halla Lúðvíksdóttir

Norðurþing

x

Silja Jóhannesdóttir

 

Benóný Valur Jakobsson

Norðurþing

x

Helena Eydís Ingólfsdóttir

 

Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir

Norðurþing

x

Óli Halldórsson

 

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Norðurþing

x

Hjálmar Bogi Hafliðason

 

Bergur Elías Ágústsson

Norðurþing

x

Guðbjartur Ellert Jónsson

 

Hrund Ásgeirsdóttir

Tjörneshreppur

x

Aðalsteinn J. Halldórsson

 

Katý Bjarnadóttir

Svalbarðshreppur

x

Sigurður Þór Guðmundsson

 

Sigríður Jóhannesdóttir

Langanesbyggð

x

Elías Pétursson

 

Mirjam Blekkenhorst

Langanesbyggð

x

Siggeir Stefánsson

 

Sigríður Friðný Halldórsdóttir

Rétt til setu á aðalfundum Eyþings 2018 - 2021 eiga 40 kjörnir fulltrúar. Alls mættu 39 fulltrúar frá 13 sveitarfélögum.

Getum við bætt síðuna?