Fara í efni

Fundargerð - Aðalfundur 15.-16. nóvember 2019

15.11.2019

 

Aðalfundur Eyþings

Haldinn í Menningarhúsinu Bergi og Dalvíkurskóla, Dalvíkurbyggð

15. og 16. nóvember 2019

Fundargerð

 Föstudagur 15. nóvember.

1.     Fundarsetning kl. 12:30.

Formaður Eyþings, Hilda Jana Gísladóttir, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna fyrir hönd stjórnar.

1.1   Starfsmenn fundarins og kjörnefnd.

Hilda Jana fór yfir ákvæði fundarskapa Eyþings um kjör starfsmanna fundarins, þar á meðal að almennt sé gert ráð fyrir því að fundarstjóri sé valinn úr hópi aðalfundarfulltrúa. Hún kannaði hvort athugasemdir væru við að lögmaður sem ekki væri aðalfundarfulltrúi yrði fundarstjóri á þessum fundi. Svo var ekki. Lagði hún þá til að starfsmenn fundarins yrðu:

Fundarstjóri:

Hilmar Gunnlaugsson.

Samþykkt samhljóða.

Fundarritarar:

Sóley Björk Stefánsdóttir.

Vigdís Rún Jónsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

1.2   Kosning kjörnefndar.

Hilmar Gunnlaugsson tók við fundarstjórn og þakkaði traustið. Hann upplýsti að könnun hans hefði leitt í ljós að boðað hafi verið til fundarins í samræmi við grein 3.2. í lögum Eyþings og því teldist fundurinn lögmætur. Hilmar lagði eftirfarandi til um kjörnefnd fundarins:

Kjörnefnd:

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður.

Jón Stefánsson.

Bergur Elías Ágústsson.

Samþykkt samhljóða.

1.3   Skýrsla stjórnar.

Hilda Jana flutti stutta samantekt á skýrslu stjórnar sem send hafði verið á alla aðalfundarfulltrúa fyrir fundinn og mun fylgja með fundargerð aðalfundarins. Sjá skýrslu stjórnar á heimasíðu Eyþings.

1.4   Kosning fjárhags- og stjórnsýslunefndar.

Fundarstjóri lagði fram tillögu um fjárhags- og stjórnsýslunefnd fundarins:

Fjárhags- og stjórnsýslunefnd:

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður.

Gunnar Gíslason.

Ásta Arnbjörg Pétursdóttir.

Finnur Yngvi Kristinsson.

Árni Pétur Hilmarsson.

Þorsteinn Gunnarsson.

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir.

Samþykkt samhljóða.

1.5   Ársreikningur og fjárhagsáætlun.

Ársreikningur 2018.

Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor ehf., kynnti ársreikning félagsins fyrir árið 2018. Aðalfundarfulltrúar fengu ársreikninginn sendan sem fundarskjal. Skýringar og sundurliðanir eru nákvæmar í ársreikningnum.

Helstu niðurstöður ársreiknings eru þessar:

Rekstrarreikningur 2018

Rekstrartekjur                                                 433.453.859

Rekstrargjöld                                                  428.275.877

Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða                 5.177.982

Fjármunatekjur                                                     826.858

Rekstrarniðurstaða ársins                                 6.004.840

Efnahagsreikningur 2018

Eignarhlutir í félögum                                        5.423.042

Veltufjármunir                                                174.814.599

Eignir samtals                                                180.237.641

Eigið fé                                                          (47.499.530)

Lífeyrisskuldbindingar                                      27.280.220

Skammtímaskuldir                                         200.456.952

Eigið fé og skuldir samtals                               180.237.641

Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2019 og fjárhagsáætlun 2020.

Hilda Jana kynnti endurskoðaða fjárhagsáætlun 2019 og fjárhagsáætlun 2020 sem aðalfundarfulltrúar fengu sendar fyrir fundinn ásamt skýringum. Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 er gert ráð fyrir 2,3 m.kr. hallarekstri félagsins en í fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 2,1 m.kr. hagnaði. Fundarstjóri lagði til að ársreikningi fyrir árið 2018, endurskoðaðri fjárhagsáætlun vegna ársins 2019 og fjárhagsáætlun ársins 2020 yrði vísað til nýkjörinnar fjárhags- og stjórnsýslunefndar.

Samþykkt samhljóða.

1.6   Tillögur og erindi frá stjórn og fulltrúum.

Engar tillögur bárust frá sveitarfélögunum og voru tillögur frá stjórn Eyþings lagðar fyrir undir lið 2 „Stýrihópur um endurskipulagningu Eyþings, AFE og AÞ.“   

Formaður kjörnefndar, Guðmundur Baldvin, kynnti niðurstöðu nefndarinnar. 33 af 40 aðalfundarfulltrúum væru mættir á fundinn og fjórir á leiðinni, samtals 37 fulltrúar.

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar, tilkynnti að nefndin myndi funda kl. 8:00 á laugardagsmorgni í Dalvíkurskóla og bað hún nefndarmenn að fara vel yfir gögnin.

2.     Stýrihópur um endurskipulagningu Eyþings, AFE og AÞ.

Stýrihópinn skipa: Hilda Jana Gísladóttir, Katrín Sigurjónsdóttir og Elías Pétursson.

Hilda Jana, Katrín og Elías kynntu tillögu stýrihópsins um stofnun nýrra landshlutasamtaka sem aðalfundarfulltrúar fengu senda fyrir fundinn.

2.1   Kynning Strategíu ráðgjafafyrirtækis á næstu skrefum.

Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafar hjá Strategíu ráðgjafafyrirtæki.

Helga Hlín Hákonardóttur og Guðrún Ragnarsdóttir kynntu næstu skref í vinnu við sameiningu Eyþings, AFE og AÞ. Þær lögðu til að stjórn hins nýja félags yrði skipuð fyrir 25. nóvember 2019 og myndi sú stjórn sjá um ráðningu nýs framkvæmdastjóra. Stefnt yrði að því að nýr framkvæmdarstjóri hefði störf í janúar 2020. Ný stjórn fengi fullt umboð 1. janúar 2020 og þyrfti að undirbúa starfsreglur sínar, þing, manna fagráð og úthlutunarnefnd. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri opnaði fyrir umræður.

Enginn tók til máls.

2.2   Tillaga um nýjar samþykktir.

Fundarstjóri las upp tillögur að nýjum samþykktum, sem sendar voru aðalfundarfulltrúum fyrir fundinn, og tók fram að breytingatillögur þyrftu að berast skriflega.

Sigurður Þór Guðmundsson lagði til að fundarstjóri hætti upplestrinum þar sem fundargestir hefðu þegar lesið tillögurnar og samþykktu allir fundarmenn þá tillögu.

Fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri bauð aðalfundarfulltrúum til umræðna.   

Sigurður Þór Guðmundsson lýsti yfir stuðningi við tillögurnar en lagði fram breytingatillögu á 21. gr. 3. mgr. og vísaði í tillögu og umræður frá fulltrúaráðsfundi um að laun framkvæmdastjóra yrðu sér grein í ársreikningi félagsins. Breytingatillagan er svohljóðandi: „Heildarlaun framkvæmdastjóra og einstakra stjórnarmanna skulu sérgreind á hvern einstakling.“

Jón Stefánsson gagnrýndi 12. gr. um skipun stjórnar. Stjórnarmenn þyrftu að miðla upplýsingum til margra sveitarfélaga og þá fengju einhver sveitarfélög beina aðkomu að stjórn á aðeins 12 ára fresti. Jón lagði til átta manna stjórn.

Fundarstjórióskaði eftir því að fulltrúi stýrihópsins ræddi tillögurnar.

Hilda Jana Gísladóttir lýsti því hvernig tillaga stýrihópsins, um fjölda í stjórn, sem lögð var fram á fundinum hafði mótast. Hún benti á að fjöldi hugmynda hefði borist en engin þeirra væri líkleg til að njóta stuðnings allra. Hún nefndi sérstaklega hugmynd sem hefur verið á borðinu um að öll sveitarfélög hefðu áheyrnarfulltrúa (ólaunaðan af hálfu Eyþings) á stjórnarfundum. Hún lagði jafnframt áherslu á að hægt væri að breyta samþykktum á næsta aðalfundi ef þetta fyrirkomulag reyndist illa.

Elías Pétursson tók undir orð Hildu Jönu en bætti við að sveitarfélög sem skiptu með sér stjórnarmönnum gætu skipt út stjórnarmönnum á aðalfundi. Hann lagði áherslu á að takmörk væru fyrir því hversu stór stjórnin gæti orðið til að vera nógu skilvirk. Þá yrði mikil áhersla á að umræðum stjórnarfunda yrði miðlað vel til aðkomandi sveitarfélaga.

Katrín Sigurjónsdóttir tók undir málflutning Hildu Jönu og Elíasar og benti sérstaklega á að kveðið væri á um það í samþykktunum að hægt væri að skipta um stjórnarmenn árlega. Hún nefndi einnig að mikil vinna og hugsun lægi að baki þeim tillögum sem settar væru fram á fundinum og að þær byggðu á samþykktum fyrri funda í ferlinu.

Bergur Elías Ágústsson taldi að verið væri að stíga rétt skref eftir langa umræðu á svæðinu. Hann talaði um mikilvægi þess að staðan yrði tekin eftir ár og að allir tækju þá umræðu um hvernig skipulagið hefði reynst og í kjölfarið yrðu lagðar fram og ræddar breytingatillögur. Honum fannst nafnið Norðurbrú ekki gott en hafði þó ekki betri tillögu að nafni sjálfur.

Kristján Þór Magnússon hvatti fundinn til að styðja sameiningartillöguna. Hann var þakklátur fyrir þá vinnu sem hafði verið lögð í málið enda væri það ekki einfalt. Hann taldi mikilvægt að samþykkja tillöguna og gera breytingatillögur á aðalfundi nýs félags á næsta ári. Hann lagði til að farið yrði í opna samkeppni um nafn á nýja félaginu.

Axel Grettisson benti á að nafnið væri nú þegar til á fyrirtæki í rekstri.

Helga Hlín Hákonardóttir sagði það vera rétt, að um væri að ræða fasteignafyrirtæki í eigu KEA.

Snorri Finnlaugsson benti á að ekki kæmi fram í samþykktunum á hvaða fundum hægt væri að breyta samþykktum.

Helga Hlín Hákonardótti fór yfir ákvæði um samþykktabreytingu sem gæti farið fram hvort sem er á ársþingi eða aukaþingi, hvort sem væri skipulögðu eða því sem eftir væri kallað.

Fundarstjóri las upp tillögu frá Norðurþingi um nafnasamkeppni fyrir nýtt félag. Breytingatillaga við 1. gr. er svohljóðandi: „Fulltrúar Norðurþings leggja til að nafnasamkeppni fari fram um heiti nýrra landshlutasamtaka.“

Fundarstjóri taldi að skýrt þyrfti að vera hvort nafn félagsins, sem tilgreint er í 1. grein samþykktanna, væri samþykkt eða ekki.

Helga Hlín Hákonardóttir sagði að hægt væri að breyta samþykktatillögunum á þann hátt að ekki væri kveðið á um nafn. Hún innti eftir því hver ætti að dæma í nafnasamkeppninni og tók fram að nauðsynlegt væri að skrá félagið undir nafni 1. janúar 2020.

Kristján Þór Magnússon lagði til að stjórn nýs félags tæki að sér að halda utan um nafnasamkeppnina.

Hilda Jana Gísladóttir lagði til að málamyndanafn, Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, yrði samþykkt á fundinum en í kjölfarið yrði haldin nafnasamkeppni.

Kristján Þór Magnússon dró tillögu Norðurþings til baka.

Kaffihlé.

Fundarstjóri kynnti tillögur frá stýrihópi.

Tillaga stýrihóps að breytingu á 1. gr. er svohljóðandi: „Orðið Norðurbrú falli brott úr framlögðum samþykktum þannig að félagið heiti Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.“

Ný tillaga stýrihóps er svohljóðandi: „Stjórn nýs félags verði falið að framkvæma nafnasamkeppni í samræmi við framlagða tillögu Norðurþings.“

Ásta Pétursdóttir benti á að hvergi væri vísað í lög um byggða- og sóknaráætlun í samþykktum félagsins.

Helga Hlín Hákonardóttir taldi ábendinguna góða og að hún yrði tekin til greina.

Arnór Benónýsson benti á að mikilvægt væri að láta ekki daginn fara í deilur um keisarans skegg á borð við nafngift. Hann taldi greinina um fagráðin vera óljósa og að það þyrfti að vera sérstök stjórn/nefnd yfir þeim sem starfaði í umboði stjórnar og þannig yrði betri tenging í grasrótina auk þess sem það yrði betri stuðningur fyrir menningarfulltrúa.

Helga Hlín Hákonardóttir benti á að tillögur til samþykkta gæfu stjórn svigrúm til að móta starfið mikið á fyrstu vikum starfseminnar og þær yrðu lagðar fyrir ársþing til umræðu og samþykktar. Hún taldi ábendingu Arnórs geta fallið þar undir.

Fundarstjóri las upp svohljóðandi breytingatillögu frá Ástu Pétursdóttur við 2. gr.: „Innleiða og fylgja eftir sóknaráætlun og byggðaáætlun svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlun.“

Helgi Héðinsson las upp breytingatillögu við 12. gr. þar sem: „a og b liðir verði óbreyttir en c liður verði Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur og d liður verði Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Grýtubakkahreppur. Annað verði óbreytt.“

Hilda Jana Gísladóttir lýsti yfir stuðningi við nokkrar breytingatillögur og hvatti fundarmenn til að samþykkja tillögur að samþykktum með þeim breytingum sem samþykktar kynnu að vera.

Fundarstjóri fór yfir afgreiðsluröð tillagna og tilkynnti að 36 fulltrúar væru mættir á fundinn. Til af fá samþykki þyrftu allar tillögur 24 atkvæði.

Breytingatillögur.

Breytingatillögur frá stýrihópi við 1. gr. og um nafnasamkeppni bornar upp í einu: „Orðið Norðurbrú falli brott úr framlögðum samþykktum þannig að félagið heiti Samtök atvinnuþróunar og sveitarfélaga á Norðurlandi eystra“

Samþykkt samhljóða.    

Breytingatillaga við 12. gr. frá Helga Héðinssyni þar sem: „a og b liðir verði óbreyttir en c liður verði Hörgársveit, Eyjafjarðarsveit og Svalbarðsstrandarhreppur og d liður verði Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Grýtubakkahreppur. Annað verði óbreytt.“

Samþykkt samhljóða.

Breytingatillaga við 2. gr. 3. mgr. frá Ástu Pétursdóttur: „Innleiða og fylgja eftir sóknaráætlun og byggðaáætlun svo sem fyrir er mælt í lögum nr. 69/2015 um byggðaáætlun og sóknaráætlun.“

Samþykkt samhljóða.

Breytingatillaga við 21. gr. frá Sigurði Þór Guðmundssyni: „Heildarlaun framkvæmdastjóra og einstakra stjórnarmanna skulu sérgreind á hvern einstakling.“

Samþykkt samhljóða.

Tillögur til samþykkta fyrir nýtt félag bornar upp í heild sinni til samþykktar með áorðnum breytingum.

Samþykkt samhljóða.

Þá var borin upp svohljóðandi tillaga stýrihóps „Stjórn nýs félags verði falið að framkvæma nafnasamkeppni í samræmi við framlagða tillögu Norðurþings.“

Samþykkt samhljóða.

2.3   Tillaga um bráðabirgðaákvæði samþykkta.

Ákvæði til bráðabirgða: „Samþykktir þessar sem samþykktar eru á ársfundi Eyþings þann 15. nóvember 2019 taka gildi 1. janúar 2020, með þeim fyrirvara að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs. og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga ses. samþykki að starfsemi þeirra félaga skuli færð yfir til nýs félags.

Nánari ákvæði um skipan stjórnar og ráðningu framkvæmdastjóraborið upp til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

2.4   Tillaga um starfs- og rekstraráætlun, þar með talinni jafnlaunastefnu.

Hilda Janakynnti rekstrar- og starfsáætlun nýs félags fyrir árið 2020 sem send var aðalfundarfulltrúum fyrir fundinn.

Bergur Elías Ágústsson taldi óeðlilegt að ekki skyldi fylgja stofnefnahagsreikningur fyrir sameinað félag og taldi óljóst hvort inni í gömlu félögunum þremur væru eignir eða skuldir.

Katrín Sigurjónsdóttir tók til máls, fyrir hönd stýrihópsins, og taldi ábendingu Bergs góða. Hún benti á að ekki væri búið að teikna upp stofnefnahagsreikning nýs félags enda væri það hvers félags fyrir sig að ákveða hvernig það væri gert upp.

Fundarstjóri bar upp rekstraráætlun til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri bar upp starfsáætlun til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

Fundarstjóri bar upp jafnlaunastefnu til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

2.5   Tillaga um þóknun til stjórnar nýs félags fram að ársþingi 2020.

Hilda Jana kynnti tillögu um greiðslu þóknunar til stjórnar nýs félags fram að ársþingi 2020, sem aðalfundarfulltrúar fengu senda fyrir fundinn. Tillagan byggir á sömu viðmiðunarfjárhæðum og notast er við hjá Akureyrarbæ.

Fundarstjóri opnaði mælendaskrá.

Fundarstjóri bar upp tillöguna.

Samþykkt samhljóða.

2.6   Tillaga um fyrirvara við tillögur.

Fundarstjóri bar upp fyrirvara við tillögur um stofnun nýrra landshlutasamtaka.

Samþykkt samhljóða.

Fundi frestað kl. 15:39.

17:02 Fundur settur aftur.

3.     Ávörp.

3.1   Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Aldís Hafsteinsdóttir fór yfir hagvaxtartölur  síðustu 20 ára og spá fyrir næstu ár. Einnig ræddi hún yfirstandandi kjarasamningaviðræður, meðalvinnutíma og meðalárslaun í landinu sem og skuldir landshlutans árið 2018 samanborið við landið í heild. Þá velti Aldís fyrir sér getu einstakra sveitarfélaga til að taka þátt í framþróun og standa undir auknum kröfum á ýmsum sviðu. Hún vonaðist til að þingsályktunartillaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins yrði samþykkt á þingi og fór stuttlega yfir aðgerðir sem kveðið er á um í aðgerðaráætlunarhluta þingsályktunartillögunnar. Aldís lísti yfir ánægju með þróun framlaga ríkisins til byggðamála og sóknaráætlana frá árinu 2015 og að lokum nefndi hún mikilvægi þess að farið yrði í straumlínulaga ráðstefnuhald því framboðið væri nánast óyfirstíganlegt. Sjá glærur.

3.2   Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og 1. þingmaður NA- kjördæmis.

Kristján Þór Júlíusson nefndi mikilvægi þess að sameina krafta sveitarstjórnarfólks á svæðinu og hvatti heimamenn til að sækja í árlega styrki úr opinberum sjóðum til eflingar ýmissar starfsemi á svæðinu. Þá sagðist Kristján Þór vera að skoða þær stofnanir sem undir hann heyra sem gætu dreift starfsfólki betur um landið og að hann stefndi á að kynna sínar áherslur í þeim málum á næstunni.

3.3   Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson fór í stuttu máli yfir styrkleika og veikleika svæðisins. Hann taldi samstarf sveitarfélaga í gegnum sóknaráætlun vera að styrkjast og að mikilvægt væri að búa til hvata til að sækja um í sóknaráætlunarsjóði. Þá taldi hann byggðaáætlun vera mikilvægt stjórntæki bæði ríkis og sveitarfélaga. Því næst ræddi Sigurður Ingi um fjármála- og samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar og sagði mikla aukningu vera í samgönguinnviðum og að sérstök áhersla væri á umferðaröryggi og tengingu á milli byggða. Þá bárust fleiri umsagnir um flugsamgöngur en vegi sem endurspeglar hugsanlega aukið mikilvægi flugsamgangna. Að lokum fór hann stuttlega yfir þingsályktunartillögu til eflingar sveitarstjórnarstigsins sem liggur fyrir til afgreiðslu á Alþingi en hann telur hana mikilvægt skref til að efla þjónustu við íbúa landsins.

Fyrirspurnir og umræður.

Hermann Ingi Gunnarsson benti á að fleiri ynnu við landbúnað en sjávarútveg á Eyþingssvæðinu. Búfjárræktun ætti undir högg að sækja vegna umræðu um loftslagsmál en þar vantaði gagnreynda þekkingu. Hann hvatti landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra til að eyrnamerkja landsbyggðaháskólum fé til rannsókna á umhverfismálum. Búnaðarstofa ætti að eiga heima á Eyþingssvæðinu.

Katrín Sigurjónsdóttir sagði að styrkja þyrfti svæðið og snúa við íbúaþróun. Íbúa svæðisins vantaði fleiri verðmæt störf út á land og í því samhengi nægði ekki að hafa einungis störf án staðsetningar heldur þyrfti að setja dieldir og stofnanir niður annars staðar en á svæðinu milli Hvítánna. Hún óskaði eftir því að teknar yrðu stærri ákvarðanir og hvatti til þess að sú umræða yrði sett í gang af krafti, væri hún ekki nú þegar til staðar.

Hilda Jana Gísladóttir benti á að á vettvangi Eyþings væri mikil áhersla á rafræna stjórnsýslu, bæði innanhúss og við íbúa. Hún hvatti ráðherra og formann Sambandsins til dáða í rafrænni stjórnsýslu og spurði hvaða áform væru á vettvangi ríkis og Sambandsins varðandi aukna rafræna stjórnsýslu.

Kristján Þór Magnússon sagði að HA væri fjöregg svæðisins og ef menn ætluðu að snúa einhverju við þá þyrfti alvöru ákvarðanir og það hratt. Það þyrfti að taka næsta skref og auðvelda HA að sækja í þá fjármuni sem til staðar væru.

Sigurður Ingi Jóhannsson svaraði Hildu Jönu og sagði rafræna stjórnsýslu vera eitt af forgangsatriðum ríkisstjórnarinnar. Að hluta til væri það til að auðvelda íbúum aðgengi að þjónustu en líka í hagræðingarskyni. Hann benti á að markmiðið með því að gera Ísland ljóstengt væri að gera fólki kleift að búa um allt land og það ætti ekki að standa neitt í vegi fyrir frekari dreifingu starfa.

Aldís Hafsteinsdóttir var mjög ánægð með samstarf við flesta íbúa sem væri reglubundið og náið. Hún taldi að skilyrða þyrfti að störf án staðsetningar færu út á land. Þá sagði hún að Sambandið væri að innleiða stafræna þjónustu víða og að það þyrfti einnig að ná samtali við höfuðborgarsvæðið svo hægt væri að ná samkomulagi um flutning stofnana út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Sigurður Ingi Jóhannsson benti á að ráðuneytið væri nýbúið að ráða lögfræðing sem væri búsettur á Sauðárkróki sem hafi verið hæfasti umsækjandinn. Hann sá fyrir sér að þessi þróun héldi áfram með vaxandi hraða og taldi að margar stofnanir hefðu reynsluna af störfum án staðsetningar. Hann taldi þó mikilvægt að störfin færu út á land en ekki öfugt.

Kristján Þór Júlíusson sagði það verkefni fyrir Eyþingssvæðið að setja þunga í að efla umsóknir í þá sjóði sem væru í boði og að efla þyrfti samstarf við atvinnulífið. Höfuðstöðvar bænda, útgerða og sveitarfélaga væru allar í Reykjavík. Hann sagði sveitarfélögin þurfa að standa saman og benti á að lausnin fælist ekki einungis í að flytja stofnanir, sem dæmi þá ynnu fleiri hjá Fiskistofu í Reykjavík en á Akureyri og þrátt fyrir að MAST væri á Selfossi ynnu margir þaðan í Reykjavík. Hann sagði að verið væri að vinna í einföldun regluverks og aukinni rafrænni þjónustu.

Fundarhlé kl. 18:00

 

Laugardagur 16. nóvember.

4.     Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra.

Alfreð Schiöth framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, kynnti skýrslu heilbrigðisnefndar, ársreikning og fjárhagsáætlun. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Gunnar Gíslason spurði hvernig gengi að fjarlægja númerslausa bíla af einkalóðum.

Alfreð Schiöth sagði að það gengi ágætlega hjá Akureyrarbæ með venjulega bíla en þegar kæmi að stærri bílum og vinnutækjum hefði bærinn ekki innviðina til að taka slíkt. Hann benti á að annað stórgert rusl væri líka vandamál þar sem bærinn hefði ekki tæki til að flytja slíkt.

Gunnar Gíslasonspurði hvort þetta væri vandamál í öllum sveitarfélögum og hvort verið væri að vinna að þessu allsstaðar.

Alfreð Schiöth svaraði því játandi og benti á verið væri að vinna að þessu hjá þeim sveitarfélögum sem hefðu tæki og aðstöðu og vildu vinna með Heilbrigðiseftirlitinu.

Silja Jóhannesdóttir spurði hvort sveitarfélögin ættu að fylgja eftir límmiðadreifingu heilbrigðisfulltrúa og benti á að eftirfylgni vantaði af hendi sveitarfélaganna.

Alfreð Schiöth sagði að sveitarfélögin þyrftu að fylgja eftir átaki heilbrigðisfulltrúa, ef það væri ekki gert þá myndi það grafa undan umboði heilbrigðisfulltrúa.

Gunnar Gíslason spurði hver myndi ákveða gjaldskrána.

Alfreð Schiöth sagði að hvert sveitarfélag semdi við verktaka sem setti upp sitt verð og að ekki væri sama gjaldskrá allsstaðar. Sums staðar hefðu verið hnökrar á því að fá einhvern til að taka verkin að sér. Hann taldi að heilbrigðisfulltrúi og sveitarstjórn þyrftu að vinna vel saman. Að lokum benti hann á að annað vandamál væru gámar sem fyrirtæki settu niður og stæðu til lengri tíma án stöðuleyfa. Hann benti á að heilbrigðisnefnd og heilbrigðisfulltrúi hefðu ágætar valdheimildir en þær virkuðu ekki ef sveitarfélög væru ekki til staðar með eftirfylgnina.

Fundarstjóri þakkaði Alfreð fyrir kynninguna og bauð Kristján Þór Magnússon velkominn til að kynna framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

5.     Starfshópur um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

Kristján Þór Magnússon kynnti skýrslu um framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi sem er áhersluverkefni sem stjórn Eyþings samþykkti árið 2018.  Hann mælti með að öll sveitarfélög á svæðinu færu yfir svæðisáætlun í úrgangsmálum frá 2015. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Eva Hrund Einarsdóttir spurði hvort skoðað hefði verið hvaða leiðir gæfu bestan árangur þegar endurvinnsluhlutfall sveitarfélaga væri skoðað.

Kristján Þór Magnússon svarði að svo hefði ekki verið gert. Hann sagði að mestu tækifærin til umbóta lægju hjá fyrirtækjunum og að sveitarfélögin yrðu að eiga samtal við þau um hvernig ætti að standa að því að bæta flokkun hjá fyrirtækjum.

Eva Hrund Einarsdóttir spurði hver viðurlögin gætu orðið.

Kristján Þór Magnússon sagði að í sorpsamþykkt Reykjavíkurborgar væri kveðið á um sektargreiðslur ef fyrirtæki flokkuðu ekki.

Siggeir Stefánsson benti á að í Danmörku væri dæmi um fyrirtæki sem brenndi sorp til hitunar og hefði keypt sorp frá ákveðnum aðila á Íslandi.

Kristján Þór Magnússon taldi ólíklegt að menn settu upp sorpbrennslu fyrir almennt sorp á Norðurlandi eystra. Hannbenti á að skýrslan yrði kláruð í janúar og að þá yrði haldinn fundur þar sem farið væri yfir hana og næstu skref ákvörðuð.

6.     Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024.

Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent. 

Héðinn Unnsteinsson hélt kynningu um ferli vinnunnar við nýja sóknaráætlun og kynnti síðan sóknarætlun Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Þorsteinn Gunnarsson taldi að gera mætti meira úr heimsmarkmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. Hann benti á að þetta væri stærsta áskorun Norðurlandanna og að það mætti tengja sóknaráætlunina fastar við það.

Halla Björk Reynisdóttir hafði áhyggjur af minnkandi vægi menningarmála í nýrri sóknaráætlun þar sem ekki kæmi inn aukið fjármagn með nýjum málaflokki – umhverfismálum.

Eva Hrund Einarsdóttir spurði hvort það yrði sérstök fagnefnd fyrir umhverfismálin.

Hilda Jana Gísladóttir taldi svo ekki vera.

Héðinn Unnsteinsson benti á að aðalatriðið væri að úthlutanirnar væru rökstuddar með vísun í sóknaráætlunina.

Eva Hrund Einarsdóttir taldi að markmiðin væru mörg og viðamikil og hætta væri á að fjármagninu yrði dreift of víða.

Héðinn Unnsteinsson benti á að ríkisvaldið hefði ekki náð að fylgja þróuninni eftir og því væri fjármagnið sem úthlutað yrði í umhverfismálin ennþá að koma úr menntamálaráðuneytinu en ekkert fjármagn kæmi úr umhverfisráðuneytinu. Hann sagði að upphaflega hugmyndin hefði verið sú að það yrði einn sjóður í forsætisráðuneytinu sem úthlutaði í sóknaráætlanir en svo hefði ekki orðið.

Hilda Jana Gísladóttir taldi það áskorun til þeirra sem sitja í úthlutunarnefndum að styrkja færri og stærri verkefni.

Fundarstjóri bar upp markmiðin í sóknaráætlun til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.

7.     Álit nefnda. Afgreiðsla tillagna og ályktana, kosningar o.fl.

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar, kynnti tillögurnar og bauð upp á umræður um hverja ályktun fyrir sig eftir kynningu.

7.1   Tillaga að ályktun vegna Akureyrarflugvallar.

„Aðalfundur Eyþings haldinn í Dalvíkurbyggð 15. nóvember 2019 skorar á ríkisvaldið að tryggja sem fyrst fjármuni til uppbyggingar flugstöðvar og flughlaðs á Akureyrarflugvelli svo að sú vinna og það fjármagn sem farið hefur í markaðssetningu og aðra uppbyggingu fari ekki í súginn heldur nýtist samfélaginu og atvinnulífi á svæðinu. Ítrekað hafa ráðherrar, þingmenn og embættismenn lýst yfir eindregnum stuðningi við að bregðast við ástandinu á Akureyrarflugvelli og er því með öllu óskiljanlegt að ekki sé nú þegar búið að fjármagna þessi verkefni. Þá leggur aðalfundur Eyþings áherslu á að þeir opinberu fjármunir sem nýttir eru til markaðssetningar í ferðaþjónustu undirstriki þá áherslu að opna eigi nýja gátt inn í landið og að dreifa eigi ferðamönnum víðar en nú er.“

Samþykkt samhljóða.

7.2   Tillaga að ályktun um vegabætur.

„Greiðar samgöngur sem byggja á góðu vegakerfi eru nauðsynlegar forsendur fyrir uppbyggingu atvinnulífs, nýsköpunar og viðunandi afkomu heimila og fyrirtækja. Aðalfundur Eyþings lýsir sérstökum áhyggjum af ástandi tengivega og héraðsvega sem víða er orðið verulega slæmt vegna lítils viðhalds og dregur þannig úr umferðaröryggi á svæðinu. Aðalfundur Eyþings haldinn í Dalvíkurbyggð 15. nóvember 2019 hvetur stjórnvöld til þess að ráðist verði í aðgerðir til að bæta ástand vega, fækka einbreiðum brúm og koma á bundnu slitlagi.“

Samþykkt samhljóða.

7.3   Tillaga að ályktun vegna flutningskerfis raforku.

„Aðalfundur Eyþings haldinn í Dalvíkurbyggð 15. nóvember 2019 bendir á að legið hefur fyrir núna í allmörg ár að framboð og afhendingaröryggi raforku í Eyjafirði sé allsendis ófullnægjandi. Nú er undirbúningur að Hólasandslínu 3 kominn vel á veg og sér fyrir endann á honum og bendir allt til að framkvæmdum ljúki árið 2022 ef allt gengur eftir. Því ber að fagna. En til þess að tryggja raforkuöryggið og nægt framboð raforku í Eyjafirði til frambúðar er nauðsynlegt að ljúka uppbyggingu Blöndulínu 3. Landsnet hefur nú hafið formlega undirbúning að því verki. Aðalfundur Eyþings leggur ríka áherslu á að sú vinna verði í forgangi hjá fyrirtækinu og fundin ásættanleg lausn fyrir alla aðila að málinu svo tryggja megi að línan verði komin í gagnið 2025. Þá leggur aðalfundurinn áherslu á að flutningsgeta raforku og raforkuöryggi í Langanesbyggð verði tryggð með hringtengingu frá Vopnafirði.“

Fyrirspurnir og umræður.

Sigurður Þór Guðmundsson óskaði eftir því að inn í ályktunina yrði settur texti um hringtengingu á Langanesi.

Heiti ályktunarinnar breytt í ályktun vegna flutningskerfis raforku og texta bætt við í lok ályktunarinnar svohljóðandi: „Þá leggur aðalfundurinn áherslu á að flutningsgeta raforku og raforkuöryggi í Langanesbyggð verði tryggð með hringtengingu frá Vopnafirði.“

Samþykkt samhljóða.

7.4   Tillaga að ályktun vegna byggðaþróunar.

„Aðalfundur Eyþings haldinn í Dalvíkurbyggð 15. nóvember 2019 hefur áhyggjur af byggðaþróun á landinu og framtíðarspám þar um. Leita þarf allra leiða til að snúa þessari þróun við, t.d. með fjölgun fjölbreyttra og verðmætra starfa út um landið. Aðalfundur Eyþings hvetur ráðamenn þjóðarinnar til víðsýni og að litið sé til kosta allra landshluta þegar teknar eru ákvarðanir um staðsetningu opinberra fyrirtækja og þjónustu. Ný opinber fyrirtæki, deildir eða störf verði ávallt staðsett utan atvinnusvæðis höfuðborgarinnar. Þá hvetur aðalfundurinn Alþingi til að taka ákvörðun um markvissa dreifingu ríkisstofnana og deilda þeirra um landsbyggðirnar. Aðalfundurinn styður þá stefnu að fjölga störfum án staðsetningar utan höfuðborgarinnar.“

Breytingatillaga sem var bætt við í lok ályktunarinnar: „Aðalfundurinn styður þá stefnu að fjölga störfum án staðsetningar utan höfuðborgarinnar.“

Samþykkt samhljóða.

7.5   Afgreiðsla ársreiknings 2018.

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður fjárhags- og stjórnsýslunefndar, kynnti störf nefndarinnar. Nefndin gerði engar efnislegar athugasemdir við ársreikning vegna ársins 2018 en benti á að framlög Tjörneshrepps og Þingeyjarsveitar hefðu víxlast. Tillaga nefndarinnar var að ársreikningur yrði samþykktur.

Samþykkt samhljóða.

7.6   Fjárhagsáætlun 2020 fyrir óbreytt félag.

Katrín Sigurjónsdóttir sagði fjárhags- og stjórnsýslunefnd ekki gera athugasemdir við tölulegar upplýsingar í fjárhagsáætlun vegna ársins 2020 en brýndi fyrir komandi stjórn að fylgja eftir kröfum á Vegagerðina vegna uppgjörs á almenningssamgöngum og viðbættum kostnaði vegna Vaðlaheiðarganga. Þá geri áætlunin eðlilega ekki ráð fyrir kostnaði vegna dómsmáls en sveitarfélögin verði að hafa í huga að óvissa ríki um þann þátt fjárhagsáætlunar næsta árs eins og vakin var athygli á í ársreikningi 2018, skýringu 8 á bls. 11. Leggur nefndin til að áætlunin verði samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

7.7    Val á endurskoðanda til eins árs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður kjörnefndar, lagði til að Enor ehf. yrði áfram endurskoðandi Eyþings.

Samþykkt samhljóða.

7.8   Kosning stjórnar og varastjórnar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti, fyrir hönd kjörnefndar, breytingar á stjórn Eyþings. Í stað Katrínar Sigurjónsdóttur komi Helga Helgadóttir, Fjallabyggð og í stað Sóleyjar Bjarkar Stefánsdóttur komi Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri. Engar aðrar tillögur komu fram.

Samþykkt samhljóða.

Stjórn:

Hilda Jana Gísladóttir, formaður, Akureyri.

Axel Grettisson, Hörgársveit.

Elías Pétursson, Langanesbyggð.

Helgi Héðinsson, Skútustaðahreppi.

Helga Helgadóttir, Fjallabyggð.

Kristján Þór Magnússon, Norðurþingi.

Eva Hrund Einarsdóttir, Akureyri.

Varamenn í stjórn:

Halla Björk Reynisdóttir, Akureyri.

Jón Stefánsson, Eyjafjarðarsveit.

Sigurður Þór Guðmundsson, Svalbarðshreppi.

Arnór Benónýsson, Þingeyjarsveit.

Katrín Sigurjónsdóttir, Fjallabyggð.

Óli Halldórsson, Norðurþingi.

Gunnar Gíslason, Akureyri.

Samþykkt samhljóða. 

7.9   Ákvörðun um fundarstað næsta aðalfundar.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti, fyrir hönd kjörnefndar, tillögu um að næsti aðalfundur Eyþings yrði haldinn í Eyjafjarðarsveit.

Samþykkt samhljóða.

8.     Önnur mál.

Helgi Héðinsson hvatti fundarmenn til að vera vakandi fyrir útfærslu og framkvæmd á áfangastaðastofum.

Gunnar Birgisson áréttaði mikilvægi sameiginlegs útboðs á flutningi óflokkaðs sorps til brennslu.

Katrín Sigurjónsdóttir þakkaði fyrir samstarfið síðastliðið ár,  hún þakkaði Hildu Jönu sérstaklega fyrir góða vinnu við undirbúning sameinaðs félags. Að lokum þakkaði hún fundarfólki fyrir samveruna.

Siggeir Stefánsson spurði fundarmenn hvað sveitarfélögin gætu gert sameiginlega til að minnka sorp og hvort að sú vinna gæti fallið undir sorphópinn.

Axel Grettisson sagði eftirsjá í þeim fulltrúum sem færu úr stjórn. Þá þakkaði hann Hildu Jönu fyrir gott starf og fagnaði ákvörðun um stofnun nýs félags.

9.     Akureyrarflugvöllur staða og framtíð.

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N kynnti stöðu flugvallarins. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Gunnar Gíslason spurði út í nýjar fréttir um að skipta ætti ISAVIA upp í þrjú svið. Hann spurði hvaða áhrif þetta hefði á hugmyndirnar um að það færi fjármagn í gegnum ISAVIA í uppbyggingu annarra millilandaflugvalla en í Keflavík?

Njáll Trausti Friðbertsson benti á að það væri ekki samræmi í ræðu samgönguráðherra og þeim upplýsingum sem bárust um þessar fréttir í gærkveldi.

Kristján Þór Júlíusson sagðis ekki þekkja til þessara hugmynda.

Sóley Stefánsdóttir spurði hvort hægt væri að sækja fjármagn í uppbyggingu millilandaflugs í þá sjóði sem rætt var um í gær að væru illa nýttir á landsbyggðunum. Hún benti á að Kristján Þór hefði talað um að það væru 18 ma.kr. sem hægt væri að sækja um.

Kristján Þór Júlíusson taldi að líklega nýttust þeir sjóðir ekki í þessi mál.

Hjalti Páll Þórarinsson sagðist fagna öllum tillögum og ábendingum um hvar hægt væri að sækja fjármagn. Hann sagði að Markaðsstofan hefði fengið mikið úr sóknaráætlun og Uppbyggingasjóði landshlutans.

Líneik Anna Sævarsdóttir benti á að verið væri að reyna að útfæra það með hvaða hætti ISAVIA gæti tekið yfir rekstur allra millilandaflugvalla.

Hilda Jana Gísladóttir sagði að innan áfangastaðastofa væri verið að færa til fjármagn til markaðssetningar. Hún spurði hvort ekki þyrfti að horfa sérstaklega til markaðssetningar utan suðvestur hornsins?

Guðmundur Baldvin Guðmundsson spurði hvaða árangurs við gætum vænst á næstu árum varðandi millilandaflug?  

Hjalti Páll Þórarinsson sagði það fara eftir uppbyggingu innviða á Akureyrarflugvelli. Hann benti á að flugstöðin væri sprungin og sagði að einnig myndi árangurinn ráðast af því úr hvaða fjármunum við hefðum að spila. Hans trú er að eftir þrjú ár yrðum við með allt annan veruleika en í dag og taldi líklegt að við næðum að byggja upp flug með svipuðum hætti og gert er í dag, í gegnum ferðaskrifstofur.

Arnór Benónýsson spurði hvort sveitarfélögin ættu að stofna fyrirtæki um flugvellina á Akureyri og Egilstöðum í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu? Ef svo yrði ekki gert taldi hann líklegt að við yrðum með sömu stöðu eftir tíu ár því það væri enginn pólitískur vilji til að breyta neinu.

Hjalti Páll Þórarinsson tók undir að pólitískan vilja skorti hjá ríkisvaldinu og að ekki væri litið á uppbyggingu flugs á Norðurlandi sem viðskiptatækifæri sem hægt væri að hagnast á.

Gunnar Gíslason sagði að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar væri að skoða rekstrargrundvöll og möguleika á einkarekstri flugvallar á svæðinu. Hann vildi gjarnan sjá hvað kæmi frá ríkisvaldinu áður en ákveðið væri að grípa fram í fyrir því. Ef ekkert kæmi þá yrðum við að stíga inn í þetta sem sameinað afl, og taldi það ekki koma til greina að Akureyrarbær færi í það einn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson taldi mjög mikilvægt að það yrði samstaða í landshlutanum í heild og hugsanlega með Austurlandi, ef farið yrði í svo róttækar aðgerðir. Hann taldi það leitt að samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefði ekki fengið spurningar varðandi flugvöllinn og að fundurinn hefði ekki gripið tækifærið þegar ráðherra var á staðnum. Guðmundur tók undir að það skorti vilja stjórnvalda til að gera þetta að veruleika.

Siggeir Stefánsson spurði hvers vegna ekki væri vilji hjá ríkisvaldinu til að byggja upp flugvöllinn á Akureyri.

Njáll Trausti Friðbertsson sagðist vera búinn að ræða þetta ótal sinnum í pontu á Alþingi. Hann benti á að það sem gerðist var að varaflugvallagjaldið var lagt af og flutt sem þjónustugjald í rekstur Keflavíkurflugvallar. Hann benti á að Flugstoðir hafi varað sérstaklega við þessu á sínum tíma. Hann taldi ekki mikinn vilja til að lagfæra þetta en vilji þingsins væri skýr í gegnum samgönguáætlun en framkvæmdavaldið hafði ekki fylgt þessu eftir og virtist láta stjórnast af flugfélögum og ISAVIA.

Eva Pandora sagði það ekkert sjálfstætt markmið hjá ISAVIA að taka yfir eitt eða neitt. Allt sem kæmi frá ISAVIA væri samkvæmt ákvörðunum frá samgönguráðuneytinu.

Njáll Trausti taldi þetta stangast algjörlega á við það sem samgönguráðherra sagði í ræðu sinni á fundinum í gær.

10.    Kynning á Brothættum byggðum.

Eva Pandora Baldursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, kynnti verkefnið

Brothættar byggðir. Sjá glærur.

Fyrirspurnir og umræður.

Héðinn Unnsteinson sagði að veturinn 2011-2012 hafi verið uppi hugmyndafræðilegur ágreiningur milli forstjóra Byggðastofnunar og forsætisráðherra um hvort vista ætti verkefnið innan viðkomandi landshluta. Hann spurði hvort ekki væri kominn tími til að færa þetta verkefni yfir til landshlutanna til að einfalda stjórnsýsluna?

Arnór Benónýssonspurði hvort einhver umræða væri um það í Byggðastofnun að einfalda kerfið og færa verkefnið til landshlutasamtakanna og að lengja tíma hvers verkefnis?

Elías Pétursson spurði hvort það gæti verið að verkefnin væru að koma inn of seint. Að byggðirnar væru nú þegar orðnar brotnar en ekki brothættar?

Gunnar Gíslason sagði að hluti af verkefninu hlyti að verða til þess að ákvörðun væri tekin um hvort byggðin yrði áfram eða ekki og hvort það væri gott að halda áfram að úthluta byggðakvóta. Hann spurði hvort ekki væri eðlilegra að leigja kvótann og nota tekjurnar til að byggja upp byggð?

Eva Pandora Baldursdóttir svaraði því að vangaveltur um hvar verkefnið ætti að eiga heima væru reglulega teknar hjá Byggðastofnun, en að kosturinn við núverandi fyrirkomulag væri sá að þekkingin byggðist upp miðlægt. Hún sagði að það hefði komið til umræðu að lengja verkefnistímann og að slíkt hefði verið gert í Öxafjarðar- og Grímseyjarverkefnunum um eitt ár. Eva tók undir að stuðningurinn við sveitarfélögin væri að koma of seint og ætti að fara mun fyrr af stað þegar það er orðin greinileg hnignun í byggðarlögunum. Hún vildi ekki tjá sig um úthlutun byggðakvóta.

Helgi Héðinsson spurði hvort skoða mætti að meta verkefnin frekar út frá því að fólki líði betur á svæðinu heldur en út frá þeim eina mælikvarða að fjölga fólki.

Eva Pandora Baldursdóttir sagði það flókið að mæla ánægjuna en að það væri jafnframt markmiðið ekki síður en fólksfjölgunin.

Fundarstjóri óskaði eftir heimild fundarins til að fundarstjóri og ritarar gangi frá fundargerð sem verði send út síðar.

Samþykkt samhljóða

Fundarstjóri þakkaði fyrir hönd starfsmanna fundarins fyrir góðan fund og bauð formanni að slíta fundinum.

Hilda Jana Gísladóttir sleit fundinum og þakkaði fundargestum, stjórn, fulltrúaráði, starfsfólki Eyþings og fundarstjóra fyrir góðan fund og sagðist hlakka til að hefja samstarfið í nýju félagi.

Fundi slitið kl. 14:00.

Fyrirlesarar:

Helga Hlín Hákonardóttir, Strategía ráðgjafafyrirtæki.

Guðrún Ragnarsdóttir, Strategía ráðgjafafyrirtæki.

Héðinn Unnsteinsson, ráðgjafi hjá Capacent.

Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri flugklasans Air 66N.

Eva Pandora Baldursdóttir, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.

Níels Guðmundsson, Enor ehf.  

Skráðir gestir:

Kristján Þór Júlíusson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og alþingismaður Norðausturkjördæmis.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður Norðausturkjördæmis.

Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar.

Albertína Friðbjörg, alþingismaður Norðausturkjördæmis.

Baldvin Valdemarsson, AFE.

Elva Gunnlaugsdóttir, AFE.

Ari Páll Pálsson, AÞ.

Reinhard Reynisson, AÞ.

Sigmundur Einar Ófeigsson, AFE.

Logi Einarsson, alþingismaður Norðausturkjördæmis.

Helga Íris Ingólfsdóttir, AFE.

Ásthildur Sturludóttir, Bæjarstjóri Akureyrarbæjar.

Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.

Starfsmenn og embættismenn:

Alfreð Schiöth, framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Helga María Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Eyþings.

Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi.

 

Fulltrúalisti 2019

 

Rétt til setu á aðalfundi Eyþings 2018-2021 eiga 40 kjörnir fulltrúar. Alls mættu 38 frá 13 sveitarfélögum.

 

 

Getum við bætt síðuna?