Fara í efni
Umsóknarfrestur: Styrkir vegna Barnamenningarhátíðar Akureyrar 2022

Barnamenningarhátíð á Akureyri verður haldin í apríl 2022 og er það í fimmta skiptið sem hátíðin verður haldin. Hægt er að sækja um styrki vegna verkefna eða viðburða sem tengjast hátíðinni og er umsóknarfrestur til og með 16. janúar 2022.

Leik- og grunnskólar eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

Sótt er um rafrænt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar á akureyri.is. Athugið að einungis er hægt að opna umsóknina með íslykli eða rafrænum skilríkjum. Mikilvægt er að umsóknaraðilar kynni sér vel verklagsreglur um stuðning Akureyrarbæjar við viðburði á Barnamenningarhátíð á Akureyri sem er að finna HÉR.

Nánari upplýsingar um Barnamenningarhátíð á Akureyri 2022 á barnamenning.is.

 

Umsóknarfrestur: Styrkir vegna Barnamenningarhátíðar Akureyrar 2022