Fara í efni
Rannís - Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.

    • Fyrir hverja?
      Fyrirtæki sem eru eigendur rannsókna- eða þróunarverkefna. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga.

    • Til hvers?
      Fyrirtæki sem hafa fengið staðfestingu Rannís á rannsókna- eða þróunarverkefni eiga rétt á frádrætti á tekjuskatti skv. lögum nr. 152/2009. Sé álagður tekjuskattur lægri en ákvarðaður frádráttur, eða lögaðila ekki ákvarðaður tekjuskattur vegna skattalegs taps, þá er frádrátturinn greiddur út

Öll fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna geta sótt um. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í skilningi þessara laga (lög nr. 152/2009).

 Næsti umsóknarfrestur er 1. október 2021 . Sótt er um verkefni í umsóknarkerfi Rannís.

 

 

 

 

 

Rannís - Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna