Fara í efni
Námskeið: Losunarbókhald sveitarfélaga

28. febrúar næstkomandi verðr starfsfólki sveitarfélaganna boðið uppá námskið um gerð losunnarbókhalds en Losunarbókhald gefur sveitarfélögum yfirsýn yfir losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og er gagnlegt tól til að leggja mat á kolefnisspor til að hægt sé að draga úr því á markvissan og hagkvæman hátt.

Losunarbókhaldið er meginliðurinn í grænu bókhaldi sem sveitarfélög sem eru eru komin lengra í Grænu skrefunum standa skil á auk þess sem þetta er lykilatriði til þess að uppfylla ákvæði í lögum um loftslagsmál.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hugtök og aðferðafræði Greenhouse gas protocol (GHG-protocol) kynnt. Leiðarvísir GHG-protocol er í notkun víða um heim til að reikna losun frá rekstri og byggir losunareiknir í verkfærakistu sveitarfélaganna á þeirri aðferðafræði.

Farið verður yfir ávinninginn af því að halda slíkt bókhald fyrir sveitarfélög, hvaða gögnum þarf að safna og gagnlegar venjur til þess að einfalda gagnasöfnun.

Námskeiðið er Hluti af Loftum og er Eingöngu ætlað starfsfólki sveitarfélaga á Norðurlandi eystra

Skráningarhlekkur hjá SÍMEY:https://www.simey.is/is/moya/inna/loftslagsbokhald-sveitarfelaganna

skráningarhlekkur hjá Þekkingarnetinu:https://hac.is/events/loftslagsbokhald-sveitarfelaganna/

Námskeið: Losunarbókhald sveitarfélaga