Fara í efni
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga

Fyrir hverja?

Sérfræðinga sem koma til starfa hingað til lands frá og með 1. janúar 2017.

Til hvers?

Frádráttarheimildin felur í sér að heimilt er að draga 25% tekna frá tekjum, þ.e. 75% tekna viðkomandi sérfræðings eru tekjuskattsskyldar, bæði í staðgreiðslu og við endanlega álagningu, fyrstu þrjú árin í starfi. Staðgreiðsla, sem haldið hefur verið eftir af heildartekjum fram að samþykkt umsóknar, er leiðrétt. Launatengd gjöld ásamt barnabótum og vaxtabótum tekur mið af heildarlaunum.

Umsóknarfrestur

Umsókn um staðfestingu ásamt fylgigögnum skal berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að erlendur sérfræðingur hóf störf hér á landi.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Tækniþróunarsjóðs.

Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga