Fara í efni
Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður

Æskulýðssjóður byggir á Æskulýðslögum ( nr. 70/2007) og reglugerð um Æskulýðssjóð ( nr. 60/22. janúar 2008 ásamt breytingum nr. 173/2016 febrúar 2016 og breytingum nr. 60/2. desember 2016 ). Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem eru unnin fyrir börn og ungmenn og/eða með virkri þátttöku þeirra, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni og samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka.

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka:

  • Sérstök verkefni sem unnin eru fyrir börn og ungmenni og/eða með virkri þátttöku þeirra
  • Þjálfun forystufólks, leiðbeinenda og sjálfboðaliða
  • Nýjungar og þróunarverkefni
  • Samstarfsverkefni æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Hvorki er heimilt að styrkja árvissa eða fasta viðburði í félagsstarfi, svo sem t.d. þing, mót eða þess háttar viðburði né ferðir hópa

Opið er fyrir umsóknir á vef sjóðsins 

Fyrir hverja? Börn og ungmenni, á aldrinum 6-25 ára. (Allir sem eru í forsvari fyrir æskulýðsfélög og æskulýðssamtök geta sótt um styrk úr sjóðnum)

Til hvers? Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína.

Sérstök áhersla verður að þessu sinni að styrkja verkefni sem stuðla að virkni og félagslegri þátttöku.

Umsóknarfrestur er 15. október 2021 klukkan 15:00 .

 

 

Umsóknarfrestur: Æskulýðssjóður