Fara í efni

Iceland innovation week

Iceland innovation week

Nýsköpunarvika 2025, Iceland innovation week, var haldin í Reykjavík dagana 12. til 16. maí og var viðburðurinn stútfullur af spennandi nýsköpunartengdum viðburðum og fyrirlestrum. Viðburðurinn, sem er alþjóðlegur, laðaði að sér fjölda erlendra gesta sem komu til að taka þátt í hátíðinni. Verkefnastjórar nýsköpunar hjá SSNE tóku þátt í nýsköpunarvikunni ásamt öðrum aðilum stoðkerfis nýsköpunar á Norðurlandi.

Nýsköpunarvikan var frábær vettvangur fyrir tengslamyndun og kynningu á nýjungum í nýsköpunargeiranum. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og áhugaverðir, og þátttakendur fengu tækifæri til að kynna sér nýjustu strauma og ræða við þá sem að þeim standa.

Norðurland tók virkan þátt og var sýnilegt í nýsköpunarvikunni en Drift EA stóð fyrir skemmtilegum tengslaviðburði undir heitinu Darts and deals sem haldinn var á pílustaðnum Skor, þá voru tvö nýsköpunarteymi frá Drift sem tóku þátt í Fermented shark challange, þar sem frumkvöðlar þurfa að taka skot af brennivíni og smakk af hákali áður en þau fara á svið og fá þrjár mínútur til að kynna verkefni sitt. Þá var Eimur með viðburð ásamt systraverkefnum sínum og Landsvirkjun þar sem fór fram kynning á þeim fjölbreyttu verkefnum sem er í gangi um allt land.

Getum við bætt síðuna?