Verkefni sveitarfélaga sem efla líffræðilegan fjölbreytileika
Verkefni sveitarfélaga sem efla líffræðilegan fjölbreytileika
SSNE hefur nú tekið saman minnisblað um öll þau helstu verkefni sem sveitarfélög geta unnið til að efla líffræðilegan fjölbreytileika í starfi.
Minnisblaðinu er skipt upp í málaflokka sem sveitarfélög bera ábyrgð á.
Þar er að finna verkefni sem tengjast blágrænum ofanvatnslausnum, endurheimt votlendis, náttúruvernd, breyttri umhirðu grænna svæða, landfyllingum, borgar- og bæjarhönnun ásamt fræðslu.
Verkefnin eru á sviði aðal- og deiliskipulags, framkvæmdaleyfa, verndun lands- og strandsvæða, gatnahönnunnar ásamt leik- og grunnskóla.
Í minnisblaðinu er að finna tengla á verkefni sem þegar hafa verið unnin af sveitarfélögum, bæði til að sýna hvernig verkefnin eru unnin og hvaða áhrif þau hafa haft.
Eitt af markmiðum Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029 er að "Hlúa að líffræðilegri fjölbreytni" og vonandi mun þessi samantekt nýtast sem flestum sveitarfélögum í sinni vinnu og hvetja til góðra verka.
Minnisblaðið má finna hér.