Fara í efni

Rannís býður upp á ráðgjöf í samstarfi við SSNE

Kynningarfundurinn nýtist þeim sem hafa hug á því að sækja nú í haust eða hefja undirbúning fyrir ár…
Kynningarfundurinn nýtist þeim sem hafa hug á því að sækja nú í haust eða hefja undirbúning fyrir árið 2024.

Rannís býður upp á ráðgjöf í samstarfi við SSNE

Miðvikudaginn 30. ágúst kl. 12:00 verður boðið upp á rafrænan kynningarfund, þar sem Sigurður Óli Sigurðsson sviðsstjóri Rannsókna- og nýsköpunarsviðs RANNÍS kynnir fyrir okkur Tækniþróunarsjóð.

Meðal þess sem farið verður yfir er:

  • Ólíkir styrkjaflokkar Tækniþróunarsjóðs
  • Skattfrádráttur vegna þjónustu erlendra sérfræðinga
  • Skattfrádráttur sem sækja má um vegna kostnaðar við rannsókna- og þróunarverkefni

Kynningin tekur 30 mínútur og tími gefst fyrir spurningar á eftir.

Fundurinn fer fram á TEAMS, skráðu þig inn á fundinn hér. 

Að auki stendur áhugasömum á Norðurlandi eystra til boða að bóka rafræna ráðgjöf hjá sérfræðingi á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, sem veitir ráðgjöf vegna einstakra verkefna. Hver ráðgjöf er 30 mínútur og örfáir tímar eru lausir eftir hádegi miðvikudaginn 30. ágúst. Vinsamlegast óskið eftir ráðgjafafundi með því að senda póst á kristinhelga@ssne.is

Frekari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð og skattfrádrátt vegna rannsókna, þróunar og erlendra sérfræðinga má finna hér. 

Viðburðarupplýsingar má jafnframt finna á fésbókarviðburði. 

Getum við bætt síðuna?