Fara í efni

Fundargerð - Fagráð menningar - 1. fundur - 17.10.22

17.10.2022

Fundur haldinn mánudaginn 17. október í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi var slitið kl. 12:00

Allir boðaðir voru mættir: Hulda Sif Hermannsdóttir formaður fagráðs, Anita Elefsen, Guðni Bragason, Sigurður Guðni Böðvarsson og Sigríður Örvarsdóttir. Starfsmaður SSNE var Hildur Halldórsdóttir. Formaður fól starfsmanni SSNE fundarritun.

1. Farið yfir hlutverk og skyldur fagráðs.
Formaður fagráðs og starfsmaður SSNE fóru yfir hlutverk, ábyrgð og skyldur fagráðs í samhengi við samþykktir SSNE, starfsreglur fagráða, Sóknaráætlun Norðurlands eystra og starfsáætlun SSNE.

2.a Varamenn fagráða í úthlutunarnefnd
Formaður fagráðs fór yfir núverandi verklag og samþykktir er snúa að hlutverki fulltrúa fagráðs í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs. Fyrirkomulagið er sem stendur þannig að formaður fagráðs á sæti í úthlutunarnefnd og er hlutverk viðkomandi að nýta fagþekkingu sína og reynslu í málaflokknum, við yfirferð og upplýst samtal nefndaraðila við yfirferð á umsóknum. Ef formaður fagráðs forfallast, þá er kallaður til skilgreindur varamaður, sem skipaður var af stjórn á ársþingi. Ekki er gefið að sá varamaður sé með fagþekkingu og reynslu úr sama flokki og viðkomandi formaður; altso menningarmálum, umhverfismálum eða atvinnuþróun og nýsköpun – líkt og fagráðin eru flokkuð niður. Hingað til hefur ekki reynt á þetta, en nú er tækifæri til að þróunar á starfi og hlutverki fagráða og úthlutunarnefndar, til þess að tryggja að fagþekking allra flokka sé til staðar á fundum úthlutunarnefndar. Sendir því fagráð menningar frá sér ályktun til stjórnar svo hljóðandi:

,,Fagráð menningar leggur til við stjórn að endurskoða samþykktir SSNE varðandi úthlutunarnefnd og starfsreglur fagráða með það fyrir augum að skilgreina stöðu og hlutverk varamanna formanna úr hverju fagráði fyrir sig. Það væri í takt við hlutverk og sérhæfingu fagráða að kallaður yrði til varamaður úr fagráði ef formaður viðkomandi fagráðs forfallast á fundi úthlutunarnefndar. Það væri í samræmi við samþykktir og starfsreglur þar sem tilgreint er að fagráðin séu þrjú og að hvert þeirra hafi sérhæfingu. Þá væri gott að skilgreina í starfsreglum að fagráð stilli upp röð varamanna á fyrsta fundi hvers árs eða sú leið sem stjórn þyki skilvirkust hvað það varðar.“

2.b Varamenn fagráða
Starfsmaður SSNE fór yfir núverandi fyrirkomulag, þ.e.a.s. að meðlimir fagráða séu fimm og að nóg sé að þrír aðilar mæti á fund til að taka ákvarðanir fyrir hönd þess.

3. Starfsáætlun nefndarinnar; tímalína funda og næstu skref
Starfsmaður SSNE fór yfir fundarsetu og greiðslur til handa nefndaraðilum. Þá fór formaður yfir mögulegar tímasetningar fyrir árið 2022 og 2023 og fundartímar settir niður í takt við dagskrá stjórnar SSNE, tímasetninga þinga og úthlutunar úr Uppbyggingarsjóði og tillögutíma fyrir áhersluverkefni. Mun formaður ráðsins móta starfsáætlun fyrir komandi starfsár í takt við umræðuna og hún tekin fyrir á fundi 2, í framhaldinu borin undir stjórn SSNE.

4. Kynning á Sóknaráætlun 2020-2024
Formaður ráðsins fór yfir hvernig Sóknaráætlun er leiðarljósið í allri vinnu SSNE og hvernig Uppbyggingarsjóður og áhersluverkefni eru tæki og tól landshlutans til að vinna að settum markmiðum hennar. Með Uppbyggingarsjóð er ákvarðanataka og ábyrgð færð heim í hérað. Ráðstöfun fjármuna sem varið er til verkefna í einstökum landshlutum byggja á svæðisbundnum áherslum. Markmiðið er að auka samkeppnishæfni, treysta stoðir menningar og stuðla að jákvæðri samfélags- og byggðaþróun. Ennfremur að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun opinberra fjármuna. ​

5. Áhersluverkefni, tillögur og tilgangur
Starfsmaður fór yfir áhersluverkefni síðustu ára, þær tillögur sem fram komu á haustþingi SSNE sem og hvernig fagráð gæti skilað inn tillögum að áhersluverkefnum til stjórnar eða á sérstöku eyðublaði í gegnum heimasíðu SSNE. Á haustþingi SSNE kom til dæmis fram áhugi á að Hinsegin fræðsla yrði á einhvern hátt áhersluverkefni hjá SSNE komandi starfsár. Ákveðið var í takt við yfirferð á starfsáætlun fyrr á fundinum, að möguleg áhersluverkefni yrðu rædd á næsta fundi ráðsins.

Næst á dagskrá var tilgangur áhersluverkefna og var þá sérstaklega rætt hvort að hagur væri í því að skilgreina hluta verkefna til tveggja ára (eða fjölárstyrki), hvort í því fælist betri nýting á fjármagni í sumum tilvikum. Rætt var hvort eðli áhersluverkefna væri það umfangsmikið að gagnlegt væri að þau næðu yfir lengri tíma en eitt ár, til að tryggja að þau færu af byrjunarreit yfir á næsta skref. Dæmi um slíkt fyrirkomulag eru til dæmis verkefni tengd börnum eða ungmennum, þar sem skipulag þyrfti að snúa að verkefnum sem tengjast skólastarfi, sem hafa annan takt en gert er ráð fyrir í núverandi fyrirkomulagi áhersluverkefna á ársgrundvelli”. Þá gætu verkefnastjórar nýtt tímann og/eða stöðugleikann til að mynda flæði innan veggja skólans, með hag barnanna í forgrunni.

Niðurstaða umræðu var að senda stjórn ályktun svo hljóðandi:

,,Fagráð menningar hvetur stjórn til að skoða hvort skilgreina megi ákveðið fjármagn til tveggja ára verkefna, þá með fyrirvara um fjármögnun Sóknaráætlunar, til handa verkefnum sem þurfa ákveðin tíma og stöðugleika til að komast á legg. Skilgreining slíkra verkefna gæti verið samfélagsleg verkefni sem ekki eru lögbundin. Fordæmi fyrir áhersluverkefnum til tveggja ára eða fleiri megi finna hjá öðrum landshlutasamtökum svo sem SSNV og SASS.“

6. Önnur mál
Rætt var að starf ráðsins væri í þróun og því tækifæri til mótunar á starfi þess. Jafnframt var rætt að mögulega yrði kallað til styttri funda um einstaka málefni ef erindið væri aðkallandi, þar sem langt er á milli skipulagðra funda.

Fundi slitið.

Getum við bætt síðuna?