Fara í efni

Fagráð menningar - 4. fundur - 15.06.23

15.06.2023

Fundur tvö af tveimur árið 2023, fjórði fundur fagráðs frá því það hóf störf.
Rafrænn fundur settur 15. júní 2023

Fundur var settur kl. 11:00 á TEAMS, hlé var gert á fundi kl. 12:30 og umfjöllun um fundarlið fimm haldið áfram 28.08.2023 þegar gögn frá öllum fagráðum lágu fyrir.

Öll boðuð voru mætt: Fagráðsfólkið Hulda Sif Hermannsdóttir formaður, Guðni Bragason, Sigurður Guðni Böðvarsson, Sigríður Örvarsdóttir og Anita Elefsen. Auk þeirra sátu fundinn Hildur Halldórsdóttir og Ari Páll Pálsson, starfsmenn SSNE. Um fundarritun sáu starfsmenn og formaður.

Dagskrá fundarins

 1. Tíðni funda
 2. Starfsáætlun næsta árs
 3. Breytingar á samþykktum – yfirferð
 4. Fulltrúar í úthlutunarnefnd
 5. Áherslur Uppbyggingarsjóðs
  1. Áherslur í úthlutunarreglum
  2. Áherslur í auglýsingum
  3. Áherslur í matsblaði
   • - Vægi, viðhalda eða breytingar (sjá t.d. vægi sérstakrar áherslu (umhverfis) og nýnæmi)
   • - Matsþættir fyrir flokka
 6. Áhersluverkefni – Opinn hugmyndabanki
 7. Önnur mál
  1. Umræða um Sóknaráætlun 2025-2029
         - Fókuspunktar
 8. Samantekt á erindi til stjórnar

1. Tíðni funda.
Hulda Sif kynnti áður ræddar hugmyndir um breytta tilhögun funda sem nú eru aðeins tveir á ári. Í stað þess að hver fundur væri 90 mínútur yrði hverjum fundi skipt í tvennt og þá fundað í 30-60 mínútur í hvort skipti. Þá yrði áfram greitt fyrir tvo fundi en hvorum fundi skipt upp.

Öll tóku undir að þetta fyrirkomulag væri til bóta. Það kallaði á minni upprifjun, auðveldaði að halda takti og færri mál væru tekin fyrir hverju sinni. Einnig gæfi þetta aukið svigrúm til þess að bregðast við er upp kæmu mál sem þyrfti að funda um.

Var þetta samþykkt af fagráði og starfsmönnum falið að fylgja eftir.

2. Starfsáætlun næsta árs
Hildur fór yfir starfsáætlun ársins. Hún vakti athygli á þeirri breytingu sem orðin er á stjórn SSNE þannig að í henni sitja nú fulltrúar allra sveitarfélaga. Þá hefur árlegum þingum verið fækkað úr fjórum í þrjú.

Hún kynnti að stjórn hefði samþykkt tillögu um að umsóknarferli fyrir uppbyggingarsjóðs verði fyrr á árinu en verið hefur. Auglýst verði eftir umsóknum í september, umsóknarfresti ljúki í október og úthlutun í desember.

Rætt var að starfsfólk SSNE tekur við tillögum til áhersluverkefna allt árið um kring og kynnir fyrir stjórn þegar hún tekur þau fyrir.

Ákveðið var að tímasetningar fyrir starfsáætlun Fagráðs menningar fyrir árið 2024 yrðu ræddar þegar ljóst yrði hver fjöldi funda fyrir árið yrði sem og þátttaka í mótun nýrrar Sóknaráætlunar, sbr. hlutverk og skyldur fagráðs í Starfsreglum og Samþykktum SSNE.

3. Breytingar á samþykktum – yfirferð
Á sl. ársþingi SSNE voru gerðar breytingar á nokkrum greinum samþykkta sem snerta störf fagráða. Samþykkt var að taka út hlutverk fagráða hvað varðar umfjöllun um tillögur stjórnar til ársfundar og sömuleiðis að umsögn þeirra snúist einvörðungu um starfsáætlun, ekki fjárhagsáætlun SSNE. Einnig var samþykkt að fulltrúar fagráða væru skipaðar af stjórn en ekki ársþingi eins og áður var.

Einnig var samþykkt að fagráðin skipi fulltrúa og varafulltrúa í úthlutunarnefnd. Því er ekki lengur sjálfgefið að formaður fagráðs sitji í úthlutunarnefnd, en tryggt að fagsjónarmið greinarinnar haldist í nefndinni með því að skipa varamenn úr hverju fagráði.

Það sem kallað hefur verið verklagsreglur fyrir uppbyggingarsjóð eystra heita nú úthlutunarreglur.

4. Fulltrúar í úthlutunarnefnd
Fagráð menningar samþykkti eftirfarandi fulltrúa í úthlutunarnefnd

 • Hulda Sif Hermannsdóttir – aðalfulltrúi.
 • Guðni Bragason – varafulltrúi.

5. Áherslur Uppbyggingarsjóðs
Rætt var um áherslur í úthlutunarreglum uppbyggingarsjóðs og innt eftir tillögum eða ábendingum.

Hildur kynnti ályktanir Úthlutunarnefndar að tilefni væri til að halda áfram áherslu á umhverfismál. Ráðuneyti umhverfismála hefur ekki sett fjármagn í sóknaráætlanir landshluta, en hefur stutt við einstök áhersluverkefni.

Því næst gerði Hildur grein fyrir umræðu úthlutunarnefndar um breytingar á matsblaði Uppbyggingarsjóðs að lokinni úthlutun síðasta ferlis.

Mikil umræða skapaðist á fundinum um áherslu á fjölbreytileika samfélagsins og mikilvægi þess að tryggja aðgengi allra hópa að þeim tækifærum sem felast í Sóknaráætlun í öllum flokkum. Almennt var fagráð sammála um mikilvægi þess, en ekki varð niðurstaða um hvernig helst mætti ná þessu fram miðað við núverandi Sóknaráætlun. Öll voru sammála um mikilvægi þess að taka þessa umræðu og halda áfram viðleitni til þess að þoka hlutum í rétta átt eftir öllum mögulegum leiðum, t.d. þegar umræða um næstu Sóknaráætlun NE færi fram. Lagði ráðið til að halda áherslum matsblaðs í takt við breytingartillögur úthlutunarnefndar.

Þá ítrekaði ráðið mikilvægi þess að upplýsingar, auglýsingar og umsóknareyðublað væri í það minnsta aðgengilegt á ensku, en jafnframt að rafrænir kynningarfundir og ráðgjöf væri í boði á ensku.

Ráðið óskar eftir upplýsingum um framgang áhersluverkefnis um fjölmenningarstefnu, þegar það fer af stað. Jafnframt fól það starfsfólki að minna fjölmenningarfulltrúa sveitarfélaga SSNE þegar opnar fyrir umsóknir Uppbyggingarsjóð, á það markmið sem er innan núverandi menningarkafla Sóknaráætlunar og snýr að fjölbreytileika menningarstarfs með áherslu á aðgengi ólíkra hópa að menningu og menningararfi.

Framhalds umfjöllun við lið 5 fór fram eftir að öll fagráð höfðu sent frá sér sínar tillögur að áherslum fyrir Uppbyggingarsjóð 2024. Umræður fóru fram rafrænum samskiptum 28.08.24.

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunar lagði til breytingu á umhverfisþætti matsblað á þá leið að áhersla yrði á nýtingu auðlindastrauma. Þá var lagt til að umhverfisþáttur matsblaða yrði sitthvor, eftir því hvort umsækjandi væri að sækja menningarstyrk eða styrk til atvinnuþróunar og nýsköpunar. Niðurstaða fagráðs menningar var að samþykkja þá tillögu að umhverfisáherslur matsblaðs yrðu ekki eins milli þessara flokka, að áhersla AtNý flokks yrði á auðlindastrauma en Menningar flokks á vitundarvakningu í umhverfismálum. Þá var jafnframt lagt til að umsækjendur hefðu val um að leggja áherslu á umhverfismál eða fjölbreytileika samfélags. Umsækjendur gætu því fengið fullt hús stiga ef með aðra hvora áhersluna. Þátturinn stigmagnast eftir því sem áherslan er betur skilgreind og þar af leiðandi áhrifin, en þátturinn er jafnframt eðlilega frekar opinn þar sem hann er tvíþættur. Hann veitir því verkefnum í menningarflokki ákveðið listrænt frelsi til útfærslu á áherslunni, en krafa á að áherslan sé vel útfærð til að fá auka stig.

,,Áhersla á umhverfismál eða samfélagslegan fjölbreytileika er vel skilgreind og miklar líkur á jákvæðum ávinningi sé horft til vitundarvakningar.“ Sjá nánar hér matsblad-2024-menning-2-.pdf (ssne.is)

6. Áhersluverkefni – Opinn hugmyndabanki
Hildur kynnti að verið væri að móta nýjan farveg fyrir hugmyndir um áhersluverkefni. Hún minnti á hugmyndaskjal sem staðsett væri á TEAMS svæði fagráðsins og hvatti fólk til að setja hugmyndir þar inn jafnóðum, auk þess sem starfsmenn ættu að fylgjast reglulega með því.

Hún benti á að skjalið snérist ekki eingöngu um að móta áhersluverkefni, heldur hefðu starfsmenn einnig svigrúm til að vinna að ýmsum verkefnum innan síns almenna starfsvettvangs.

Hildur kynnti að verið væri að ræða innan stjórnar þær tillögur sem fram hafa komið um að veita styrki til tveggja ára.

7. Önnur mál
Hildur sagði frá þeim óformlegu ábendingum sem hafa borist menningarfulltrúa frá listafólki um ágæti þess að úthluta tvisvar á ári. Nokkur umræða varð um möguleika á þessu og hverju það myndi mögulega skila, kosti og galla hvað varðar kostnað og tíma tveggja úthlutanna. Niðurstaða fundarins var sú að leggja ekki til annað fyrirkomulag á úthlutun sjóðsins. Þó kom einnig fram skilningur á að þörf kynni að vera fyrir minni styrki t.d. fyrir smærri sumarviðburði með skemmri fyrirvara en umsóknarskrif árinu áður.

Hildur sagði frá fræðslufundum í ferðum SSNE með Byggðastofnun til Noregs. Til að mynda hvernig fókuspunktar væru færri í sambærilegum landshlutar markmiðum þeirra sbr. Sóknaráætlun, en á sama tíma fjármagn og markmið til lengri tíma


Viðauki fundargerðar, þar sem breyting varð á skipan fagráðs innan tímabils, en eftir að áætluðum fundum ársins var lokið:
Í lok starfsársins (tveir fundir) urðu breytingar á skipan fagráðs til að bregðast við skipan fulltrúa fagráðs menningar í Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs. Hulda Sif Hermannsdóttir, Guðni Bragason og Sigurður Guðni Böðvarsson óskuðu eftir leyfi frá störfum úthlutunarnefndar, Sigríður Örvarsdóttir og Anita Elefsen áttu umsóknir í sjóðinn og því vanhæfar til nefndarstarfa. Sigurður Guðni Böðvarsson vék úr fagráði menningar eftir tvö starfsár eða eitt skipunartímabil og þökkum við honum kærlega fyrir vel unnin störf. Kristín Sóley Björnsdóttir, Akureyrarbæ, kom inn í fagráðið í hans stað og tók sæti í úthlutunarnefnd sem fulltrúi fagráðs menningar í september 2023.

Getum við bætt síðuna?