Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 8. fundur - 8. apríl 2020

08.04.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 8. apríl 2020 í Zoom fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:46.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Axel Grettisson, fór af fundi kl. 15:26, Eva Hrund Einarsdóttir, Helgi Héðinsson, Kristján Þór Magnússon, kom á fund kl 13:10 og fór af fundi kl. 15:10, Sigurður Þór Guðmundsson og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð. Helga Helgadóttir boðaði forföll.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Hlutverk og verkefni SSNE á tímum COVID 19.

Framkvæmdastjóri fer yfir þau verkefni sem SSNE hefur unnið og tekið þátt í varðandi viðbrögð, upplýsingaöflun og miðlun vegna Covid 19 faraldursins. Hlutverk SSNE rætt í þessu samhengi.
Rætt um ráðstöfun 200 millj. viðbótarframlags í sóknaráætlun en það mun skiptast jafnt á milli 7 landshlutasamtaka utan höfuðborgarsvæðisins.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að gera greiningu á stöðu atvinnulífs og sveitarfélaga á starfssvæðinu. Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa sameiginlegan fund SSNE og aðildarsveitarfélaga vegna Covid. Stjórn felur framkvæmdastjóra að undirbúa aukaúthlutun vegna Covid, þar sem nýsköpun er leiðarljósið. Stjórn hvetur ríkisvaldið til þess að nýta enn betur þann farveg sem sóknaráætlanir eru enda eru þar fjölmörg vannýtt tækifæri. Nýsköpun skiptir sköpum í því árferði sem nú er.

2.     Minnisblað sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar dag. 23. mars.

Minnisblað sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar lagt fram til kynningar og umræðu.

Stjórn felur formanni að svara minnisblaði sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar í samræmi við umræður á fundinum.

3.     Bókun Svalbarðsstrandarhrepps um starfslok framkvæmdastjóra.

Bókun sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps lögð fram til kynningar og umræðu.

Stjórn felur formanni að svara í samræmi við umræður á fundinum.

4.     Beiðni um framlengdan þjónustusamning milli AFE og SSNE.

Lagt fram minnisblað formanns stjórnar AFE.

Stjórn samþykkir beiðni um framlengingu á þjónustusamningi til 15. apríl næstkomandi

5.     Staða verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu verkefna hjá SSNE varðandi sameiningu félaganna.

6.     Aðalfundi SSNE frestað.

Í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna CODVID-19 veirunnar hefur stjórn SSNE í samráði við fulltrúa allra aðildarsveitarfélaga ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi sem átti að fara fram í lok apríl, hefur sú niðurstaða verið kynnt öllum hagaðlium. Þess í stað verður boðað til aðalfundar í september.

7.     Umsóknir um styrk í C9 verkefni.

SSNE bárust 3 umsóknir um C9 verkefni. Stjórn SSNE tekur umsóknirnar til umræðu og afgreiðslu.

Stjórn SSNE samþykkir að senda inn umsókn í C9 verkefni byggða á tillögu Skútustaðahrepps um verndun Mývatns og Laxár. 

8.     Fjölmenningarstefna.

Fjölmenningarstefna Eyþings var samþykkt 2017. Rætt um hvernig virkja má fjölmenningarstefnu Eyþings hjá SSNE.

Stjórn samþykkir að fjölmenningarstefna verði sett á dagskrá aðalfundar SSNE í haust. Framkvæmdastjóra er falið að taka saman minnisblað um málið og senda aðildarsveitarfélögum fyrir aðalfund með fundargögnum.

9.     Áfangastaðastofur.

Framkvæmdastjóri fer yfir tillögu framkvæmdastjóra MN, SSNE og SSNV um hlutverk, stjórnarfyrirkomulag og skipulag Áfangastaðastofu Norðurlands.

Lögð fram tillaga að uppsetningu Áfangastaðastofu Norðurlands unnin af framkvæmdastjórum Markaðsstofu Norðurlands, SSNE og SSNV. Í tillögunni er lagt til að Markaðsstofa Norðurlands verði Áfangastaðastofa Norðurlands. Ráðnir verði tveir starfsmenn til verkefnisins og verði annar staðsettur á Norðurlandi vestra og hinn á Norðurlandi eystra. Landshlutasamtökin fái einn mann hvor í stjórn áfangastaðastofunnar. Stjórn samþykkir framlagða tillögu en leggur áherslu á að verkefnið verði fullfjármagnað af hálfu ríkisins, launakostnaður og aðstaða auk þess sem gera þarf ráð fyrir verkefnafé. Ekki verður um aukin fjárframlög til stofunnar frá SSNE að ræða umfram þau framlög sem þegar renna til Markaðstofu Norðurlands. Ef verkefnið verður ekki að fullu fjármagnað af hálfu ríkisins áskilja samtökin sér rétt til að endurskoða ákvörðun sína varðandi fyrirkomulag áfangastaðastofu.

10.    Framtíðarskipan úrgangsmála á Norðurlandi.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að ræða við umhverfisráðuneytið varðandi mögulegt samstarf sveitarfélaga á svæðinu um framtíðarskipun úrgangsmála miðað við samantekt og tillögur starfshópsins.

11.    Efni til kynningar.

a)     70. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 12. mars 2020.

b)    71. pistill sveitarstjóra Skútustaðahrepps frá 24. mars 2020.

12.    Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Umsögn um tillögu til þingsályktunar um könnun á hagkvæmni strandflutninga, 367. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/0450.html

b)    Umsögn um frumvarp til laga um um félagslegan viðbótarstupning við aldraða, 666. mál.
         https://www.althingi.is/altext/150/s/1130.html

13.    Bókun minnihluta sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar.

Lagt fram til kynningar.

 

Getum við bætt síðuna?