Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 26. fundur - 5. maí 2021

05.05.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 5. maí 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 15:00. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Markaðsstofa Norðurlands sem Áfangastaðastofa Norðurlands.

Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, sat fundinn undir þessum lið.

Arnheiður fór yfir ályktun Markaðsstofu Norðurlands um Vörður fyrirmyndar áfangastaði.

Stjórn SSNE tekur undir sjónarmið sem koma fram í bókun Markaðsstofu Norðurlands vegna verkefnisins Vörður fyrirmyndar áfangastaðir og telur að dreifing fjármagns í verkefninu samrýmist illa opinberri stefnu um dreifingu ferðamanna um landið.

2.     Velferðartækniklasi.

Elva Gunnlaugsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, sat fundinn undir þessum lið.

Elva kynnti framgang verkefnisins og næstu skref.

Lagt fram til kynningar.

3.     Samþykkt ársþings um stofnun fjölmenningarráðs og ungmennaráðs.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn SSNE fór yfir ályktun ársþings um stofnun fjölmenningarráðs og ungmennaráðs.

„Ársþing SSNE 2021 samþykkir að stjórn SSNE skoði möguleika þess að sækja í auknum mæli skoðanir og hagsmuni ungs fólks og fólks af erlendum uppruna t.d. með stofnun ungmennaráðs og fjölmenningaráðs sem skipuð yrðu annars vegar ungu fólki og hins vegar fólki af erlendum uppruna.“

Stjórn felur starfsmönnum SSNE að kortleggja tillögur að næstu skrefum og kynna fyrir stjórn.

4.     Skipan fulltrúa SSNE í stjórn Markaðsstofu Norðurlands.

Skv. samningi um áfangastaðastofur skal skipulagsskrá fyrir Markaðsstofu Norðurlands breytt og SSNE skipa fulltrúa í stjórn.

Stjórn SSNE skipar Hildu Jönu Gísladóttur í stjórn Markaðsstofu Norðurlands og Axel Grettisson til vara.

5.     Erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um fráveitumál.

Stjórn fór yfir erindi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um drög að reglugerð um fráveitur og skólp sem birt var í samráðsgátt 4. apríl 2018.

„Stjórn SSNE harmar að dregist hafi að gefa út endurnýjun á reglugerð um fráveitur og skólp sem hefur í för með sér óvissu er varðar hönnunarforsendur í afar mikilvægum og kostnaðarsömum málaflokki. Slíkt kemur sér afar illa fyrir sveitarfélög sem og tæknilega ráðgjafa sveitarfélaga. Stjórn SSNE leggur áherslu á að endurskoðun reglugerðarinnar verði lokið sem fyrst.“

6.     Brothættar byggðir – Betri Bakkafjörður og Öxarfjörður í sókn.

Ólafur Áki Ragnarsson, verkefnastjóri Betri Bakkafjarðar, og Charlotta Englund, fyrrum verkefnastjóri Öxarfjarðar í sókn, sátu fundinn undir þessum lið.

Ólafur og Lotta kynntu framgang verkefnanna Betri Bakkafjörður og Öxarfjörður í sókn.

Stjórn SSNE þakkar Ólafi og Lottu fyrir greinargóða kynningu og góð störf.

7.     Áætlun stjórnarfunda út árið 2021.

Framkvæmdastjóri kynnti áætlun stjórnarfunda SSNE fyrir árið 2021.

Lagt fram til kynningar.

8.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 896. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. mars 2021.

b)     Fundargerð 568. fundar stjórnar SASS frá 24. mars 2021.

c)     Fundargerð 65. fundar stjórnar SSNV frá 6. apríl 2021.

d)     Skráning á aðalfund Markaðsstofu Norðurlands sem verður haldinn 11. maí 2021.
https://www.northiceland.is/is/moya/news/adalfundur-markadsstofu-nordurlands

e)     Fundargerð 2. fundar umhverfisnefndar SSNE frá 11. febrúar 2021.

f)     Fundargerð 3. fundar umhverfisnefndar SSNE frá 1. mars 2021.

g)     Fundargerð 4. fundar umhverfisnefndar SSNE frá 29. mars 2021.

h)     Fundargerð 69. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 1. mars 2021.

i)     Tengill á ársþing Matís sem haldið verður 6. maí 2021.

9.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum (borgarfundir, íbúakosningar um einstök mál, 491. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0822.html

b)     Til umsagnar frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki (varanleg hækkun), 544. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0910.html

c)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003, og lögum um stofnun Landsnets hf., nr 75/2004 (forsendur tekjumarka, raforkuöryggi o.fl.), 628. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1085.html

d)     Til umsagnar frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi (tímabundnir gestaflutningar og vanræksluálag), 690. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1160.html

e)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðaða landsskipulagsstefnu 2015-2026, 705. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1184.html

f)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48-2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku), 709. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1188.html

g)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi), 708. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1187.html

h)     Til umsagnar frumvarp til laga um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð, 702. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1181.html

 

Getum við bætt síðuna?