Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 23. fundur - 24. febrúar 2021

24.02.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 24. febrúar 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 15:05. Fundi slitið kl. 17:10.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem kom inn á fundinn kl. 15:35, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Umhverfisnefnd SSNE.

Guðmundur H. Sigurðarson og Salbjörg Matthíasdóttir, fulltrúar í umhverfisnefnd SSNE, kynna verkefnið og ræða við stjórn.

Stjórn SSNE óskar eftir því að umhverfisnefnd kynni fyrirhuguð störf á fundi með fulltrúum sveitarfélaga.

2.     Eimur.

Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, og Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri Eims, greina frá helstu verkefnum og ræða hlutverk samstarfsverkefnisins.

Stjórn SSNE þakkar starfsfóki Eims fyrir komuna á fundinn og upplýsingagjöfina.

3.     Áfangastaðastofa.

Framkvæmdastjóri greinir frá fundi formanna og framkvæmdastjóra SSNE og SSNV, ásamt framkvæmdastjóra MN, með fulltrúum ANR um málefni áfangastaðastofa.

Lagt fram til kynningar.

4.     Tilnefning fulltrúa í skólanefnd VMA.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir því að SSNE tilnefni tvo fulltrúa í skólanefnd VMA og tvo til vara. Tilnefning þarf að berast eigi síðar en 24. febrúar.

Stjórn tilnefnir Hrafnhildi Elínu Karlsdóttur og Axel Grettisson í skólanefnd VMA og Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur og Einar Gauta Helgason til vara.

5.     Vetrarsamgöngur á Norðurlandi eystra.

Farið yfir samgöngur til og frá Fjallabyggð, brú yfir Jökulsá á Fjöllum, snjómokstur og fleira.

Stjórn SSNE leggur áherslu á að auk fyrri áhersluþátta verði vetrarsamgöngur skoðaðar sérstaklega við gerð nýrrar samgöngustefnu Norðurlands eystra.

6.     90 daga áætlun og minnisblað um stöðu verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir 90 daga aðgerðaáætlun félagsins og leggur fram minnisblað um stöðu verkefna.

Lagt fram til kynningar.

7.     Efni til kynningar.

a)     Boðun XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 26. mars 2021.

b)     Fundargerð 566. fundar stjórnar SASS frá 15. janúar 2021.

c)     Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands frá 27. janúar 2021.

d)     Bókun bæjarráðs Akureyrarbæjar um nýútkomna skýrslu utanríkisráðuneytisins um samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum frá 28. janúar 2021.

e)     Fundargerð 894. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. janúar 2021.

f)     Fundargerð 893. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. desember 2020.

g)     Fundargerð 63. fundar stjórnar SSNV frá 2. febrúar 2021.

h)     Stafrænt ráð sveitarfélaga, afgreiðsla á tillögu um miðlægt tækniteymi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, frá 20. nóvember 2020.

i)     Fundargerð 68. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins frá 1. febrúar 2021.

j)     Fundargerð 15. fundar byggðamálaráðs frá 4. febrúar 2021.

k)     567. fundur stjórnar SASS frá 5. febrúar 2021.

8.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar frumvarp til laga um lax- og silungsveiði (minnihlutavernd o.fl.), 345. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0419.html

b)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða (atvinnu- og byggðakvótar o.fl.), 418. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0625.htm

c)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu, sandkola og hryggleysingja), 419. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0626.html

d)     Til umsagnar frumvarp til laga um vernd, velferð og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, 368. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0460.html

e)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 370. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0462.html

f)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjölda sveitarfélags), 378. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0470.html

g)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 121. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0122.html

h)     Til umsagnar frumvarp til laga um stefnumarkandi áætlanir á sviði samgangna, fjarskipta og byggðamála, 471. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0794.html

i)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga (sveitarfélög og kórónuveirufaraldur), 478. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0805.html

j)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðarátak í landgræðslu, 320. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0360.html

k)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um Alexandersflugvöll sem varaflugvöll fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðarflugvelli, 126. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0127.html

l)     Til umsagnar frumvarp til laga um nýtingu á landi í eigu ríkisins í atvinnuskyni, 538. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0900.html

m)     Til umsagnar frumvarp til laga um Fjarskiptastofu, 506. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0852.html

n)     Til umsagnar frumvarp til laga um póstþjónustu og Byggðastofnun (flutningur póstmála), 534. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0895.html

o)     Til umsagnar frumvarp til laga um brottfall ýmissa laga (úreld lög), 508. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0854.html

p)     Til umsagnar frumvarp til laga um hafnarlög (EES-reglur, gjaldtaka, rafræn vöktun), 509. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0855.html

 

 

Getum við bætt síðuna?